Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 18
Lögreglan á Íslandi er um margt einstök. Í miðborginni er tek-ið á hvers kyns subbuskap og
siðvæðing er á fullu. Stefán Eiríks-
son, lögreglustjóri höfuðborgar-
svæðisins, er ein af uppáhaldslögg-
um Svarthöfða. Hann er góði gæinn
með handjárnin sem fer út á meðal
fólksins, fótgangandi, og ræðir jöfn-
um höndum við glæpamenn og
góðborgara. Svona eiga löggur að
vera. En það er önnur yfirlögga sem
minna fer fyrir. Sá heitir Haraldur
Johannessen og er ríkislögreglu-
stjóri. Hann fer helst ekkert fótgang-
andi en er meira að sinna stórum
málum á alþjóðavísu. Haraldi hefur
því miður mistekist illa við að góma
hvítflibba og embætti hans hefur
sett nokkur hundruð milljónir í mál
sem hafa tapast. Nú þorir Svarthöfði
varla að nefna Baug á nafni því þar
með verður hann strax Baugsmið-
ill. En það ætti að vera óhætt að
nefna málverkafölsunarmálið sem
reyndist vera innantómt hjóm eft-
ir að rannsókn hafði staðið árum
saman. Haraldur var þó auðvit-
að að gera skyldu sína með
því að rannsaka málið til
hlítar og það er þá komið
á daginn að flestir voru
saklausir. Sama gildir þá
væntanlega um Baugs-
málið. Ítarleg rannsókn
hefur leitt í ljós að flestir voru
saklausir. Það vottorð er aldrei
of dýru verði keypt og ósanngjarnt
að halda því fram að Haraldur sitji
einungis í embætti af því að hann
hafi skjól af dómsmálaráðherra og sé
af réttum ættum. Það var líka mjög
ósmekklegt að upplýsa að Haraldi
varð það á að hóta manni lífláti á
Vínbarnum. Þar voru teknar skýrslur
en að sjálfsögðu séð til þess að þær
týndust í kerfi lögreglunnar. Þetta
var smámál og fjöldi manns
hefur lent í því af grandaleysi
að hóta öðrum lífláti án þess
að ætla sér annað en orðin
tóm. Svarthöfði hefur sjálfur
lent í þessu í reiðikasti á rétt-
ardansleik þegar hann sagði
við rogginn fjárbónda: „Ég drep
þig, helvítið þitt.“ Þetta hefur nagað
samvisku Svarthöfða síðan og sem
betur fer gerðist þetta fyrir tíma Stef-
áns Eiríkssonar sem tekur á smæstu
málum.
Nýjasta herferð lögreglunn-ar snýr að ritstjórum og ábyrgðarmönnum tímarita
og blaða sem grunaðir eru um að
hafa auglýst áfengi eða bjór. Mik-
ill mannafli hefur verið settur í að
rannsaka þá ósvinnu að fólk skuli
vekja athygli á vímugjöfum sem
íslenska ríkið selur. Það skiptir auð-
vitað engu máli þótt erlend tímarit
séu uppfull af auglýsingum um
áfengi eða tóbak. Svona gerum við
ekki á Íslandi og Svarthöfði hefur af
því sára reynslu að áfengisauglýs-
ing sem hann sá í tímaritinu Nýtt
líf varð til þess að hann fór í ríkið
og endaði á réttardansleik þar sem
hann hótaði fjárbóndanum lífláti.
Ekki er ótrúlegt að ríkislögreglu-
stjóri hafi rekist á ginauglýsingu í
Vikunni og orðið svo uppnæmur að
hann fór á Vínbarinn og missti út úr
sér líflátshótun. Og það er eðlilegt
að hvorki Svarthöfði né Harald-
ur lögga verði lögsóttir. Það þarf
að leita að rót vandans. Sérsveit-
in þarf að gera samhæfða innrás á
helstu fjölmiðla landsins og hand-
taka ritstjóra sem auka á ógæfu
mektarmanna með því að hvetja
til drykkju. Það er af nógu að taka
þar og vonandi að takist að sanna
sakleysi ritstjóranna rétt eins og
gerðist í málverkafölsunarmálinu
og Baugsmálum.
föstudagur 12. október 200718 Umræða DV
Útgáfufélag: Dagblaðið-Vísir útgáfufélag ehf.
Stjórnarformaður: Hreinn loftsson
framkVæmDaStjóri: Elín ragnarsdóttir
ritStjórar:
reynir traustason og Sigurjón m. Egilsson ábm.
fulltrÚi ritStjóra: janus Sigurjónsson
fréttaStjóri: Brynjólfur Þór guðmundsson
auglýSingaStjóri: Valdimar Birgisson
Umbrot: dV. Prentvinnsla: Landsprent. Dreifing: Árvakur.
dV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins á stafrænu
formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð.
aðaLnúmer 512 7000, ritstjórn 512 7010,
Áskriftarsími 512 7080, augLýsingar 512 70 40.
handtökur ritstjóra
svarthöfði
Brynjólfur Þór Guðmundsson fréttastjóri skrifar. Stundum er spurt hvað þurfi til að menn segi af sér. Svarið er einfalt: Siðferðisvitund.
Ljósgeisli umboðsmanns
Leiðari
Kannski var við hæfi að kveikt væri á friðar-geisla Johns og Yoko um það leyti sem svart-
nættið eitt grúfði yfir borgar-
stjórn, Orkuveitunni og Reykja-
vik Energy Invest. Að ljósgeisli
stigi upp í myrkan himininn án
þess þó að ná að lýsa hann upp.
Við skulum samt vona að ljós-
ið sem Tryggvi Gunnarsson,
umboðsmaður Alþingis, beinir
nú að gjörningunum í kringum
Reykjavik Energy Invest dugi til
að lýsa þetta upp. Hverjir ákváðu
þetta og með hvaða umboði?
Hvaða lagalega rétt höfðu þeir til
ákvarðana sinna? Var Bjarna, Jóni og Gunnu út í bæ mismunað
þegar fulltrúar kjósenda ákváðu að hleypa nokkrum útvöldum
mönnum í veisluna en öðrum ekki? Og var verið að selja eign-
ir út úr Orkuveitunni? Síðasta spurningin hérna er athyglisverð.
Er einkavæðing Orkuveitunnar hafin þrátt fyrir afneitanir þeirra
sem að þessu stóðu? Eru þeir að selja verðmæti úr félaginu? Og
það jafnvel án þess að byggja það
á áreiðanlegu verðmati.
Við verðum oft vitni að pólit-
ískum fárviðrum út af smámun-
um. REI-ævintýrið er ekki eitt
slíkt. Þetta er dæmigert mál þar
sem stjórnmálamenn og fulltrú-
ar þeirra fara of geyst í hlutina.
Kannski blindaðir af samskipt-
um sínum við viðskiptaforkólfa í
þessu tilfelli. Allavega er ljóst að
þeir gerðu mistök, gengu of langt,
sama hvernig þeir reyna að klóra
yfir það og beina sökinni að öll-
um öðrum en sjálfum sér.
Einhvern veginn á ég erfitt með
að taka mark á mönnum sem hafa
orðið margsaga í málinu eða gortað sig af því að þetta væri frá-
bær díll ef þeir væru bara í viðskiptum en ekki pólitík. Kannski
vísbending um að þeir eigi að snúa sér að öðru. Það er mikil synd
og skömm að íslenskir stjórnmálamenn sitja alltaf sem fastast í
embættum sínum – sama hvað gengur á. Stundum er spurt hvað
þurfi til að menn segi af sér. Svarið er einfalt: Siðferðisvitund.
DómstóLL götunnar
hvaða stjórnmálamanni hefurðu minnstar mætur á?
„fyrrverandi borgarstjóranum í
reykjavík. Ég ætla ekkert að nafngreina
hann. Þess þarf ekki. mér finnst hann
vera að skrökva í tengslum við
orkumálin. Leikskólamálin í borginni
standa líka illa.“
Guðmundur Karl Stefánsson,
59 ára, öryrki
„borgarstjóranum fyrrverandi. mér
finnst að hann hafi ekki staðið sig í
málum orkuveitunnar. Hann hefði átt
haga kynningu á þessu öðruvísi, að
mínu mati.“
Hrólfur Bragason,
43 ára pípari
„bush, því hann hóf stríðið í írak sem
allir í bandaríkjunum eru á móti. Ég
held að hann sé óvinsælasti bandaríski
forsetinn.“
Valgerður Árnadóttir,
45 ára, húsmóðir í Bandaríkjunum
„Þeir eru allir mjög góðir. mér fannst
íraksmálið vera mikið klúður.
annaðhvort hefðumi við átt að styðja
þetta eða ekki. Það var kjánalegt að
draga þetta til baka.“
Sigurður Örn Einarsson,
42 ára, sölumaður
sanDkorn
n Björn Bjarnason dóms-
málaráðherra fer mikinn í
umræðum um Orkuveituna og
REI. Björn er
einn af síð-
ustu valda-
mönnunum
sem kennd-
ir eru við
arm Davíðs
Oddsson-
ar seðla-
bankastjóra.
Í skjóli Björns er Gísli Mart-
einn Baldursson sem er álíka
seinheppinn í prófkjörum
og valdaklifri og ráðherrann.
Báðum er það mikið hjartans
mál að koma höggi á Guðlaug
Þór Þórðarson sem staðið hef-
ur af hörku í vegi fyrir því að
Sjálfstæðisflokkurinn hendi
Birni Inga Hrafnssyni út í ystu
myrkur og stofni til samstarfs
með vinstri grænum eða öðr-
um samstarfshæfum flokki.
Niðurstaðan
var því sú að
flokkurinn
var í úlfa-
kreppu.
n Meðal
þeirra sem
kenndir eru
við Dav-
íðsarminn
í borgarstjórnarflokki Sjálf-
stæðisflokksins eru Þorbjörg
Helga Vigfúsdóttir sem talin
er efni í framtíðarleiðtoga.
Björn Bjarnason er hæst-
ánægður með Þorbjörgu og
segir á heimasíðu sinni: „Þor-
björg Helga
Vigfúsdótt-
ir, borg-
arfulltrúi
sjálfstæð-
ismanna,
stóð sig vel
í Kastljós-
inu í kvöld,
þegar hún
ræddi OR/REI málið við þá
Sigmar Guðmundsson og Dag
B. Eggertsson, borgarfulltrúa
Samfylkingarinnar. Þorbjörg
Helga fipaðist aldrei, af því að
hún talaði af einlægni og sagði
satt.” Óljóst er hvort meðmæli
Björns hjálpa Þorbjörgu til
metorða.
n Í öllu fárinu í kringum
Reykjavík Energy Invest
hefur skotið upp kollinum
skemmtileg kenning. Fyrirtæk-
inu er ætlað að verða stórveldi
á alþjóðleg-
um vett-
vangi og
og verður
ekkert til
sparað. Því
er fleygt að
hugmynd-
ir séu uppi
um að Ólaf-
ur Ragn-
ar Grímsson, forseti Íslands,
verði forstjóri eða stjórnarfor-
maður fyrirtækisins og þannig
fáist alþjóðleg ímynd á borð
við þá sem Al Gore gefur. Þeir
sem halda þessu á lofti segja
að tilvalið væri fyrir forset-
ann að tilkynna í áramóta-
ávarpi að hann gæfi ekki kost
á sér áfram. Þetta er auðvitað
skemmtileg pæling en var-
hugavert að trúa henni.