Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 30
Föstudagur 12. október 200730 Sport DV Lyfjaliðið samanstendur af knattspyrnumönnum sem hafa f allið á lyfjaprófi: Knattspyrna á enn eftir að fá á sig slæm t orðspor vegna lyfjamisnotkunar leikm anna. Þó hafa komið upp nokkur dæmi þar sem leikmenn hafa verið fundnir seki r um að neyta ólöglegra lyfja, annað hvort til a ð auka getuna á vellinum eða til þess að bæta frammistöðuna í skemmtanalífinu. Hé r er lyfjaliðið samankomið, viljugir le ikmenn sem eru tilbúnir í slaginn og jafnvel ræ ða frá Glenn Roeder er nóg til þess að peppa þetta lið upp. Mark Bosnich Féll á lyfjaprófi þegar hann var hjá Chelsea árið 2003. kókaín fannst í blóði kappans og var hann rekinn frá félaginu. Hann viðurkenndi síðar að vera kókaínfíkill en að hann hefði ekki snert eiturlyf fyrr en eftir að hann féll á lyfjaprófinu. Hvernig sem á því stendur… rio Ferdinand Frægt er orðið þegar rio gleymdi að mæta í lyfjapróf árið 2004. Fyrir vikið fékk hann átta mánaða keppnisbann og varð af evrópukeppninni 2004 í kjölfarið. athyglisvert er að skoða það að bann Ferdinands var lengra en sumra þeirra sem féllu á lyfjaprófi. Fernando couto Var annar tveggja varnarmanna Lazio sem féll á lyfjaprófi á sama tíma. öllum að óvörum var það sama efni og varð Jaap stam að falli, nandrolon. Þessi fyrrverandi fyrirliði portúgalska landsliðs- ins fékk fjögurra mánaða keppnisbann. Jaap staM Hollendingurinn öflugi var á mála hjá Lazio árið 2002 þegar leifar af nandroloni fundust í blóði hans. Hann fékk fimm mánaða keppnisbann. aBel Xavier Fyrrverandi leikmaður everton og benfica féll á lyfjaprófi árið 2005 þegar hann var á mála hjá Middlesbrough. kappinn er naut að afli en ástæðan er kannski sú að hann tók anabólíska nautastera til þess að bæta frammi- stöðuna. Hann fékk átján mánaða bann og bar það fyrir sig að eina ástæðan fyrir því að hann féll á prófinu væri sú að það væri tengt efni úr lyfi sem hann tók vegna vírussýking- ar. edgar davids er hluti af nandrolon- genginu. Árið 2001 var hann sendur í fjögurra mánaða keppnisbann þegar hann spilaði með Juventus. athyglisvert er hve nandrolon finnst helst í leikmönnum sem hafa spilað í a-deildinni á Ítalíu. lee Bowyer Villingurinn sjálfur, hann hefur verið iðinn við kolann að koma sér í vandræði innan vallar sem utan. Hann féll á lyfjaprófi árið 1994 þegar hann var leikmaður Charlton athletics en efnið sem um var að ræða í það skiptið var kannabis. Hann fékk keppnis- bann en var að auki sendur í meðferð. shaun newton Fékk sjö mánaða bann eftir að leifar af kókaíni fundust í þvagsýni sem tekið var af honum eftir kappleik. „Þetta var einangrað atvik og ég verð að takast á við afleiðing- arnar. Á engan hátt líð ég notkun eiturlyfja og ég vona að mín reynsla verði öðrum víti til varnaðar,“ sagði Newton sem ólíkt flest- um öðrum á þessum lista viðurkenndi mistök sín fúslega. diego Maradona er stjarnan á listanum. Hann fékk 15 mánaða bann árið 1992 fyrir kókaínneyslu eins og frægt er orðið. Hann átti erfitt með að hætta neyslu efnisins og var aftur sendur í bann árið 1994 eftir að efedrin fannst í sýni sem tekið var hjá kappanum á HM árið 1994. Hann spilaði einn leik á mótinu og var frábær í 4-0 sigurleik argentínu á grikklandi. en sigurvíman var skammgóð í þetta skiptið. adrian Mutu kom sem hetja til Chelsea en fór þaðan skúrkur eftir að hann varð uppvís að neyslu kókaíns. Hann fékk sjö mánaða keppnisbann og fór frá Chelsea til Juventus. Í dag spilar hann fyrir Fiorentina. christophe dugarry Var fyrsti knattspyrnumaðurinn til þess að falla á lyfjaprófi þar sem nandrolon kom við sögu. Frakkinn spilaði þá með Marseille árið 1999.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.