Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 35
DV Sport Föstudagur 12. október 2007 35 illum Þór Þórsson hef- ur unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi sem þjálf- ari. Hann hefur fagnað sigri í öll- um deildum sem og orðið bikarmeistari. Lið undir stjórn Willums eru öguð, þau eru þétt og þau skora mikið af mörkum. Willum er einnig naskur á að ná því besta út úr liðinu því ógrynni leikmanna hef- ur farið út í atvinnumennsku eftir að hafa verið undir stjórn Willums. Willum er uppalinn KR-ingur og lék með liðinu upp alla yngri flokk- ana. Hann segir minninguna enn sterka frá því þegar hann var innrit- aður í félagið. „Ég man alltaf eftir því þegar Gunnar Jónsson heitinn, afi Brynjars Björns Gunnarssonar, labb- aði með mig niður á Meistaravellina ásamt syni sínum Þorsteini Gunn- arssyni og innritaði okkur formlega í félagið. Það var stór stund, 1968, þegar ég var fimm ára gamall. Ég var duglegur að leika mér með boltann utan æfingatímans og hafði ágæta sendingargetu. Svo æfði ég upp frá því og var í KR þangað til árið 1989 þegar ég fór í Breiðablik og spilaði í sex ár með þeim. Arnar Grétarsson var þá að koma upp sem ungur leikmaður. Hann, Hákon Sverrisson og Kristófer Sigur- geirsson voru að koma upp og þarna var að koma árgangur af mjög fram- bærilegum leikmönnum. Það var virkilega gaman að taka þátt í þessu með Blikunum á þessum tíma. Þá voru uppi hugmyndir um að byggja upp sterkt lið í Kópavogi en það tek- ur oft lengri tíma en eitt, tvö eða þrjú ár. Svo fór ég í Þrótt 1996 og þá voru þeir Ágúst Hauksson og Kristján Atlason þjálfarar. Ég tók við af Gústa ári seinna en Kristinn starfaði áfram með mér sem aðstoðarmaður og við náðum vel saman. Ég ætlaði að spila áfram, ég var ekki í neinum sérstök- um þjálfarahugleiðingum. Ég var að þjálfa KR í handboltanum og Ág- úst átti að vera áfram þjálfari en fór skyndilega til Noregs og Þróttur sat uppi þjálfaralaust. Þessi hugmynd kom úr leikmannahópnum, að ég yrði þjálfari. Jónas Hjartarson og Sig- urður Sveinbjörnsson komu niður í Laugardalshöll þar sem KR var að æfa. Ég velti því svona fyrir mér hvað þeir væru nú að gera og svo komu þeir eftir æfinguna og spurðu hvort ég vildi taka við Þróttaraliðinu og ég sagði bara já.“ Missti sóknarlínuna á einu bretti Willum var þá búinn að taka A- og B-stig í þjálfaramenntun KSÍ. Það gerði hann árið 1986. Hann var nýbúinn að skila meistararitgerð- inni í hagfræði og var í allt öðrum hugleiðingum en að fara að þjálfa. „Ég byrjaði þetta með góðum fundi, boðaði leikmannahópinn, stjórn- ina og þessa helstu aðila. Svo þrum- aði ég yfir þeim í einhverja tvo tíma og hafði miklar og háar hugmynd- ir. Ég taldi að við gætum farið upp um deild, ættum ekkert að vera að bíða eftir því. Það hjálpaði mér að ég þekkti liðið vel. Mér fannst við hafa leikmannahóp til að fara upp. Við vorum með svakalega fínt lið 1997, Þróttara-liðið þá var það sterkasta sem ég var með í þessi þrjú ár. Við fórum upp í fyrstu tilraun, við vorum með leikmenn eins og Einar Örn Birgisson heitinn, sem sprakk út þarna og átti gríðarlega gott tímabil og fór í atvinnumennsku til Noregs í kjölfarið. Heiðar Helguson, sem fór líka til Noregs í kjölfarið, og svo vor- um við með Sigurð Ragnar Eyjólfs- son sem átti eitt sitt besta tímabil. Þetta var sóknarlínan hjá okkur og án efa sú besta í deildinni. Hún hefði sómt sér vel í úrvalsdeildinni en við misstum hana á einu bretti. Sigurður Ragnar fór í ÍA og hin- ir tveir í atvinnumennsku. Í stað- inn fengum við Tómas Inga Tóm- asson sem sló í gegn það árið og var markahæstur í úrvalsdeildinni. Hann var að koma heim frá Noregi og það voru ekki margir sem áttu von á því að hann ætti mikið eftir. Ég hitti kappann og vildi fá hann enda alltaf haft mikið álit á honum sem leikmanni. Hann sprakk út og fór í atvinnumennsku til AGF í kjölfar- ið. Með honum frammi var Hreinn Hringsson og þeir mynduðu nokk- uð sterkt par þetta árið. Það var ekki sóknarleikurinn sem varð okkur að falli. Við skoruðum næstflest mörkin í deildinni það árið, við vorum í brasi með seinni hlutann á mótinu og féll- um á markatölu. Valur lafði á tveim- ur mörkum,“ segir Willum. Willum lagði ekki árar í bát og hélt áfram með Þrótt í fyrstu deild- inni. „Það var bras á okkur það árið. Við vorum með ágætis lið en fyrsta deildin var erfið þetta árið. Hún var sérstök og ég held að það hafi verið einsdæmi að þegar ein eða tvær um- ferðir voru eftir gátu sjö lið farið upp. Við gátum farið upp þegar þrjár um- ferðir voru eftir en gátum fallið þeg- ar ein umferð var eftir. En við fór- um ekki upp. Stjarnan og Fylkir fóru upp. Óli Þórðar var með Fylki á flugi á þessum tíma.“ Vann þriðju og aðra deildina með Haukum Eftir tímabilið 1999 ákvað Will- um að taka slaginn með Haukum sem þá voru í neðstu deild. Áskor- unin var mikil en margir furðuðu sig á þessari ákvörðun. „Allt saman átti sér eðlilegar skýringar,“ segir Willum. „Ég var bara ekki hærra metinn sem þjálfari á þeim tíma. Ég hefði aldrei getað hætt þjálfun þarna, því ég átti svo mikið eftir ólært. Það var bara ekki margt í boði. Ég vildi alls ekki hætta á þessum nótum. Það hafði gripið mig þetta starf, þjálfun. Þetta er eins og að vera leikmaður á marg- an hátt, það er ákveðin ástríða sem fylgir þessu og fótboltinn hefur alltaf verið stór hluti af mínu lífi. Ég spilaði öll árin með Þrótti, alltaf minna og minna reyndar, og valdi mig sjaldnar og sjaldnar í liðið. Spilaði samt ein- hverja leiki þarna 1999. Það voru ein- hver þrjú lið sem höfðu samband við mig á þessum tíma og mér leist best á þetta af þessum kostum sem voru í boði. Þetta voru allt lið í neðri deild- um og ekki margir sem höfðu sam- band og það voru ákveðnir mögu- leikar á að ná árangri með Hauka. Þeir höfðu verið að gera atlögu að því að komast upp í einhver fimm ár og aldrei tekist. Mér fannst því áskorun í því að taka við Haukum. Þarna leið mér gríðarlega vel. Það fer nú oft saman þegar árangur næst að þá verður mikil stemning og gleði. Þannig var það þessi tvö ár í Haukun- um. Það þurfti að takast á við helling. Breyta hugarfarinu og drífa mann- skapinn með, því þurfti átak til að stíga skrefið. Bæði leikmenn og um- gjörðina þurfti að styrkja og það tókst ágætlega. Við unnum neðstu deild í fyrstu atrennu og síðan unnum við aðra deildina ári seinna. Þannig að þetta var skemmtilegur tími.“ Ekki hægt að neita kallinum frá KR Eftir að uppeldisfélagið hans Willums, KR, hafði bjargað sér frá falli árið 2001var leitað til Willums um að taka við liðinu. Áskorun sem ekki var hægt að skorast undan enda lágu ræt- urnar til félagsins. „Ég var alveg til í að byggja ofan á Hauka-liðið. Fannst við vera komn- ir með nokkuð heilsteiptan hóp sem var alveg til í taka slaginn í fyrstu deildinni. En þá kom kall frá Vestur- bænum og það var gríðarleg áskor- un í því. Þeir voru millimetra frá falli 2001 og ég sá að þetta var hópur sem gat náð miklu lengra. Félagið þekkti ég vel og bar taugar til þess. Það var ekkert annað að gera fyrst það var í boði og það var aldrei séns að segja nei. Þeir sýndu því mikinn skilning hjá Haukunum. Staðan var þannig 2001 að KR varð að vinna tvo síðustu leikina. Þeir sýndu mikinn karakter og gerðu það en það munaði ekki miklu að KR færi niður. Og vonbrigði eru ákveðinn jarðvegur til að vinna með. Það er hægt að vinna vel í vonbrigðum, það er mikill kraftur sem felst í því. Satt best að segja fór- um við varlega með markmið liðsins út á við. Héldum þeim innan klefans enda engin ástæða til annars. Maður kemur ekkert eftir svona tímabil og lýsir því yfir að maður ætli að vinna mótið. Leikmenn voru góðir í þessum hópi, það var engin ástæða til annars en að stefna að æðri markmiðum. Ég hóf þá leiktíð eins og ég geri gjarnan. Það eru ákveðin gildi sem ég tel að skipti miklu máli og vinn með. Það er mjög mikilvægt að menn átti sig á því að það sé sameiginlegur skilningur, þannig að ég byrjaði þar eins og annars staðar. Svo var úr ein- valaliði að velja. Margir sterkir ein- staklingar, bæði hugarfarslega og getulega, sem voru tilbúnir að draga þann vagn.“ Fótboltinn sem KR spilaði sumar- ið 2002 var mjög góður og skemmti- legur. Liðið skoraði mikið en varn- arleikurinn var einnig þéttur. „Það voru bæði kraftur og leikgleði sem einkenndu liðið 2002. Við spiluðum mjög stífan og agaðan varnarleik en vorum með einstaklinga fram á við sem voru mjög öflugir og djarfir. Við vorum bæði með hraða, tæknilega getu og útsjónarsemi fram á við. Við spiluðum eiginlega leikaðferðina 5- 5. Það sem gerði útslagið með sterka liðsheild var að Þormóður Egilsson ákvað að leika með eitt ár í viðbót. Svo voru ungir leikmenn að koma upp. Ég gæti talið upp allan hópinn, þetta var náttúrulega einvalalið og mikið sigurlið. Menn voru svekkt- ir með árið á undan og svo smám saman áttuðu menn sig á því að það var hægt að vinna þetta mót sem og gerðist.“ Þyrlustundin KR háði eftirminnilega baráttu við Fylki og þurfti að treysta á að Fylkir tapaði stigum á Akranesi í lokaleikn- um. KR-ingar sem voru að horfa á KR – Þór í lokaumferðinni gleyma væntanlega seint þegar þyrlan með Íslandsbikarinn kom svífandi. Fylkir tapaði stigum og KR fagnaði titlin- um. Willum hins vegar stóð fastur á sínu, fagnaði ekki fyrr en ljóst var að titillinn var þeirra. „Þegar ekki er búið að flauta af er varasamt að fagna einhverju. Það verður lengi í minnum haft þegar þyrlan kom yfir. Það var mjög sér- stök stund. Þyrlustundin. Ég spilaði þarna í mörg ár, var tíu ár þarna sem leikmaður án þess að vinna Íslands- meistaratitilinn. Þetta var mjög sterk stund fyrir mig.“ Tímabilið á eftir hættu nokkrir lyk- illeikmenn KR. Þorsteinn Jónsson og Þormóður Egilsson hættu en það er stundum sagt um Þormóð að þegar hann tali hlusti KR-ingar. „Við feng- um reyndar Kristján Örn Sigurðsson og tvíburarnir komu, Arnar og Bjarki. Þannig að við vorum í sjálfu sér með mjög öflugt lið 2003 og vorum búnir að vinna mótið þegar tvær umferðir voru eftir. Við ætluðum að vinna það mót. Ég lagði mótið þannig upp og geri enn, þessi titill verður ekki tek- inn af okkur. Það þarf að sækja þann næsta. Ég læt menn gera greinarmun á því að menn séu ekki að passa upp á eitthvað sem verður ekki tekið af þér. En það er í raun skilgreiningar- atriði og spurning um nálgun.“ 7-0-leikurinn fylgdi KR inn í mótið árið eftir Eftir að titillinn var kominn í hús í 16. umferð breytti Willum liðinu mikið. Liðið fékk afhentan bikarinn í leik gegn ÍBV á heimavelli en sá leikur tapaðist. Í lokaleiknum. Svo tapaði KR fyrir FH 7-0 sem mörgum KR-ingum fannst ekki mjög góð úr- slit. „Það sem gerðist árið 2003, þeg- ar tvær umferðir voru eftir, að við vorum einnig í undanúrslitum í bik- ar. Við byrjuðum á því að tapa fyrir FH 3-2 eftir að hafa leitt 2-0. Það var mikið sjálfstraust í liðinu og hópnum. Við vorum Íslandsmeistarar og byrj- uðum leikinn með látum. Við vorum komnir snemma í 2-0 og manni leið þannig að maður gæti ekki tapað. En FH er með feikilega öflugt lið og náði að snúa stöðunni sér í vil og vinna okkur. Það var mikið áfall að fara ekki í bikarúrslitaleikinn, orðnir Ís- landsmeistarar, og það verður svona gríðarlegt spennufall í hópnum. Við töpum fyrir ÍBV 2-0 í næstsíðustu umferðinni þar sem við fengum af- hentan titilinn. Og svo í síðustu um- ferðinni gerði ég miklar breytingar á liðinu. Hvíldi þessa reynslumenn og mjög marga af þeim. Meðal ann- ars var vörnin mjög breytt og ég fann það alveg að vakningin í liðinu var ekki mikil. Það þurfti að hvetja menn til dáða en ég átti nú ekki von á þessu. Þetta voru úrslit sem voru ekki sam- boðin mjög mörgum í Vestubænum og fór mjög illa í menn. Menn áttu mjög erfitt með að sætta sig við þessi úrslit og þau fylgdu okkur svolítið inn í tímabilið á eftir, eðlilega. Hins vegar var það ekki aðal- atriðið, heldur urðu miklar breyt- ingar á milli ára. Veigar Páll fór í at- vinnumennsku, Garðar Jóhannsson meiddist og var frá allt tímabilið og tvíburarnir voru meiddir í byrjun, síðan hættu Einar Daníelsson og Þorsteinn Jónsson og Þormóður var hættur. Guðmundur Benediktsson var ekkert með okkur allan veturinn, kom inn til að hjálpa við mjög erfið- ar aðstæður, Ágúst Gylfason kom til okkar og var meiddur og Sigurvin Ól- afsson var meiddur. Það var mjög fínt stand á liðinu 2002 og 2003 en þetta ár var svona þegar við vorum að byrja mótið. Bjarni Þorsteinsson kom heim frá Noregi og hann meiddist líka í upphafi móts. Við töpuðum fyrstu tveimur fyrstu leikjunum í mótinu, 1-0 gegn FH og í Keflavík. Þá fann ég, þar sem ég þekkti mitt lið og félag, að þetta yrði mjög erfitt. Þetta var vandasamt tímabil. Það var hins veg- ar margt mjög jákvætt í þessu. Ungir leikmenn sem við notuðum, Kjartan Henry og Theódór Elmar, fóru síð- TALA SÍNU MÁLI Framhald á næstu síðu 20 ára bið á enda Valsmenn þurftu að bíða í 20 ár eftir Íslandsbikarnum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.