Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 46
Föstudagur 12. október 200746 Helgarblað DV Sakamál Scott Masters frá Farminton í Missouri í Bandaríkjunum, gæti þurft að dúsa bak við lás og slá í þrjátíu ár. Masters, sem er fjörutíu og eins árs, var svo soltinn einn góðan veðurdag að hann skaust inn í bakarí og hnuplaði ein- um kleinuhring. Á leiðinni út úr bakaríinu ýtti hann svo við viðskiptavini sem reyndi að stöðva hann og þar liggur hundurinn grafinn. Vegna þess að Master stjakaði við viðskiptavininum túlkar réttarkerfið í Missouri málið sem rán en ekki búðarþjófnað. Refsing fyrir rán í ríkinu er á milli tíu og fimmtán ára fangelsisdómur, en þar sem Masters á að baki sér fleiri afbrot sem hann þó er búinn að taka út refsingu fyrir, verður refs- ingin hert og hans gætu beðið þrjátíu ár í grjót- inu fyrir að hafa ætlað að seðja sárasta hungr- ið. Saksóknarinn í málinu segir að það fjalli alls ekki um kleinuhringinn heldur um ránið og Scott Masters hefur fulla ástæðu til að vera argur því hann fékk ekki einu sinni notið ráns- fengsins, hann kastaði kleinuhringnum frá sér í hamaganginum sem fylgdi „ráninu“. Ef þrjátíu ára fangelsisvist verður staðfestur dómur yfir Scott Masters, hinum hungraða, má segja að málið sé enn eitt dæmi um undarlegt réttarfar í Bandaríkjunum, en það virðist vera af nógu að taka í þeim efnum og kannski engin furða að fangelsi þar séu meira og minna yfirfull. Scott Masters hugsar sig eflaust tvisvar um næst þegar hungrið sverfur að: Kleinuhringur sem kostar María Nicolaiewna Tarnowska var með öllu óþekkt í hinum ensku- mælandi hluta heimsins þangað til réttarhöld hófust yfir henni í Fen- eyjum árið 1910. Hún var ákærð fyr- ir morð á unnusta sínum og vakti málið svo mikla athygli á Ítalíu að fljótlega var farið að tala um hið rússneska tálkvendi. Fjölmiðlar héldu ekki vatni yfir þeirri staðreynd að María var ekki enn orðin þrítug og samt skildi hún eftir sig slóð rúst- aðrar tilveru sex karlmanna. Sumir þeirra höfðu horfið á vit forfeðra sinna, en aðrir höfðu yfirgefið konu og börn hennar vegna. Fortíð henn- ar var svo full af karlmönnum, skot- hríð og hörmulegum málalyktum að nauðsynlegt er að hinkra aðeins við til að henda reiður á því öllu. Með rautt blóð í æðum Langafi Maríu var Cornelíus O’Rourke, en hann tilheyrði aðals- stéttinni á Írlandi þegar hann var og hét. Faðir Maríu fluttist búferlum til Rússlands og hlaut greifatign frá keis- aranum. María fæddist árið 1879 og naut hins ljúfa lífs. Sautján ára göm- ul kynntist hún Tarnowska greifa, þau gengu í hjónaband og eignuðust þrjú börn. Hjónakornin voru áber- andi í samkvæmislífi Kænugarðs, en eirðarleysi streymdi um æðar Maríu. Fyrr en varði fann hún tilfinningum sínum nýjan farveg. Einvígi og sjálfsmorð Tarnowska greifi var ekki þannig maður að hann tæki af léttúð ástar- ævintýri konu sinnar. María hafði hitt mann að nafni Borzlevsky og tilfinn- ingar hans voru svo sterkar að hann bauð Maríu að skjóta hann gegnum höndina til sönnunar ástar hans. Hún þáði boðið, en þegar eiginmað- ur hennar heyrði af sambandi þeirra skoraði hann á Borzlevsky í einvígi og skaut hann. Næsti elskhugi Maríu hét Vladimir Stahl, en hann bjó ekki yfir sama hugrekki og Borzlevsky og kaus að enda líf sitt sjálfur frek- ar en mæta greifanum í einvígi. Og þriðji elskhugi Maríu mætti skjótum örlögum sínum. Greifinn og greif- ynjan héldu matarboð og meðan á því stóð opinberaði hún hug sinn til þessa nýja ástmanns með því að kyssa hann í allra augsýn. Umsvifa- laust tók greifinn sér byssu í hönd og skaut manninn í hausinn fyrir fram- an veislugestina. Greifinn var sýkn- aður af morði en var nú búinn að fá sig fullsaddan af framferði eiginkon- unnar og fór fram á skilnað. Líkt og flugur í vef Maximillian Prilukoff, lögfræð- ingurinn sem María réð til að sjá um skilnaðinn fyrir sig, varð fljót- lega fastur í álögum. Hann vanrækti eiginkonu sína og börn og rekst- ur lögfræðistofu sinnar. Hann skaut sig sjálfur þegar honum sýndist full- víst að María myndi ekki vilja hann. Hann lifði sjálfsmorðstilraunina af og dró sér fé viðskiptavina og elti Maríu um Evrópu líkt og kjölturakki. María var þó ekkert á því að láta af háttalagi sínu og fljótlega kynntist hún Nicola Naumoff, ungum og myndarlegum manni. Hann yfirgaf fjölskyldu sína til þess eins að verða fórnarlamb ástar- leikja sem fólu í sér meðal annars síg- arettubruna. Svo steig fram á sjónar- sviðið Paul Kamarovsky greifi. Hann tók hana með sér til Feneyja, en fleiri elskhugar voru handan hornsins. Líftrygging, gifting og dauði Kamarovsky greifi vildi kvæn- ast Maríu og hún féllst á það með því skilyrði að hann líftryggði sig og hún yrði tryggingarþegi. Greifinn var dauður innan mánaðar. Dauða hans kom María í kring með því að senda bréf með falsaðri undirskrift greif- ans til fyrrverandi elskhuga hennar, Naumoffs. Það gerði hún með að- stoð kjölturakkans Prilukoffs lög- fræðings. Í bréfinu voru svívirðingar í garð Naumoffs og hann brást hinn versti við og var bræðin svo mikil að hann leitaði Kamarovsky greifa uppi og skaut hann til bana. Tryggingarfélög þekkja brögðin Tryggingarfélagið skynjaði fljót- lega að maðkur var í mysunni og fyrr en varði var búið að rekja alla þræði og María Tarnovska og elsk- hugar hennar tveir, sem lifað höfðu af kynnin við hana, Naumoff og Prilukoff, voru handtekin árið 1907. Og Ítalía titraði af spenningi. Rétt- arhöldin hófust þó ekki fyrr en vor- ið 1910 og þegar þar var komið sögu voru misgjörðir Maríu á allra vör- um. Minnstu mátti muna að reið- um múg, meirihlutinn konur, tækist að drekkja Maríu í síkinu framan við dómshúsið. Við réttarhöldin grét María og gnísti tönnum og gerði sitt besta til að vekja samúð réttarins. Hún lofaði bót og betrun, sór að ganga í klaust- ur og helga líf sitt góðum verkum. Enda fór það svo að Prilukoff fékk versta skellinn og var dæmdur til tíu ára fangelsisvistar, en skötuhjúin María og Naumoff, sem hafði tekið í gikkinn, fengu sjö ára dóm. Hélt uppteknum hætti Í fangelsinu notaði María alla sína klæki og fangelsispresturinn og fangaverðirnir lögðu sig í líma við að gera henni vistina sem bærilegasta; þeir smygluðu til hennar góðum mat og sígarettum. En þegar fang- elsispresturinn fann í klefa hennar frekar ósiðlega bók var honum nóg boðið. María var flutt í slæmt fang- elsi í Róm, en það bugaði hana ekki. Hún hélt áfram að nudda sér upp við lögfræðinga sína og var sleppt úr fangelsi eftir að hafa afplánað fimm ár. Sagan segir að hún hafi gifst ein- um lögfræðinga sinna og flutt með honum til Englands. Eftir það var eins og jörðin hefði gleypt hana. Bjöllur sem burðardýr Hugmyndaauðgi fíkniefna- smyglara virðast engin takmörk sett. Nýlega fundu hollenskir tollarar kókaín í dauðum bjöll- um. Um var að ræða um eitt hundrað bjöllur sem sendar höfðu verið í pakka til landsins frá Perú í Suður-Ameríku. Eftir að hafa gegnumlýst pakkann tóku tollararnir ákvörðun um að opna hann og kanna betur. Við nánari athugun kom í ljós að bjöllurnar höfðu verið skornar upp og fylltar með kókaíni. Allt í allt voru um þrjú hundruð g í bjöllunum. Vín inn, vit út Lögreglan í Køge í Danmörku fékk heldur undarlegt símtal í síðustu viku. Þá hringdi dauðadrukkinn maður og tilkynnti um lík í rúmi hans. Taldi maðurinn fullvíst að hinn ókunni væri dáinn, því hann hafði bitið hann í eina tána og ekki fengið nein viðbrögð. Þegar lögreglan mætti á staðinn komst hún að því að það sem maðurinn taldi vera lík var í raun sængin hans og hann hafði bitið í eitt horn hennar. Áfengissýki á lágu stigi Þriggja ára málaferlum er nú loks lokið í Houston í Tex- as. Málaferlin snerust um sekt eða sýknu Tammy Jean Warn- er vegna dauða eiginmanns hennar. Kæran hljóðaði upp á manndráp af gáleysi, en eig- inmaður hennar hafði látist af áfengiseitrun. Eitrunin var ekki tilkomin vegna hefðbundinnar drykkju, heldur hafði maðurinn tekið stólpípu og komið inni- haldi tveggja stórra sérríflaskna í endaþarm sinn. Áfengismagn í blóði hans mæltist 4.7 prómill. Eiginkona hans var sýknuð. Barist um bakpoka Kona ein komst heldur bet- ur í hann krappan á ferðalagi á Borneó. Konan sem er frönsk var í mestu makindum að taka myndir af órangútan, sem heitir Delima. Delima leiddist þófið og hafði fengið augastað á bak- poka konunnar. Að sögn vakt- manna á svæðinu slógust þau um bakpokann og hvorugt vildi gefa sig, en á endanum fór svo að konan varð að játa sig sigr- aða. Þegar þar var komið sögu var órangútaninn búinn að tæta af konunni skóna, sokkana og buxurnar, en hann gramsaði í bakpokanum, sennilega í leit að æti. Köld eru kvennaráð, segir máltækið. Enginn efi leikur á að það máltæki á við í sög- unni um rússneska tálkvendið sem skildi eftir sig slóð látinna elskhuga og brostinna hjartna vonbiðla. Kleinuhringur Masters, ,sem er fjörutíu og eins árs, var svo soltinn einn góðan veðurdag að hann skaust inn í bakarí og hnuplaði einum kleinuhring. Hún lofaði bót og betr- un, sór að ganga í klaustur og helga líf sitt góðum verkum. Rússneska tálkvendið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.