Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 56
Útgáfunni flýtt
Útgáfu á væntanlegri plötu
söngkonunnar Britney Spears hef-
ur verið flýtt um tvær vikur. Platan,
sem heitir Blackout og átti upp-
runalega að koma út 13. nóvember,
mun koma út 30. október. Þetta
tilkynnti plötufyrirtækið Jive í gær.
Ástæðan fyrir þessum breytingum
er sögð vera sú að sporna við frek-
ari ólöglegri dreifingu á plötunni á
netinu. Lagið Gimme More sem er
það fyrsta af plötunni hefur farið
úr 68. sæti Billboard-listans í það
þriðja á rétt rúmri viku.
Föstudagur 12. október 200756 Helgarblað DV
TónlisT
„Þetta verður besta serían. Í þetta
skiptið ætlum við að reyna að hafa svo-
lítið opnara. Upphaflega var þetta bara
rokk en núna verður líka boðið upp á
pönk, elektró og fleira,“ segir Doddi
litli, forsvarsmaður Jack Live-tónleika-
seríunnar sem fer aftur af stað á Cafe
Amsterdam í kvöld. Serían hefur tvisv-
ar verið haldin áður en svo hafa verið
haldin einstaka gigg undir nafni Jack
Live.
„Okkur langaði bara að brydda
upp á einhverjum nýjungum,“ svar-
ar Doddi þegar hann er spurður af
hverju ákveðið var að bjóða upp á fleiri
tónlistarstefnur. Fyrsta kvöldið verð-
ur eyrnamerkt gamla góða pönkinu
og hljómsveitirnar sem troða upp eru
Reykjavík!, Æla og Morðingjarnir. „Við
ákváðum að fara bara í skítinn í upp-
hafi: pönk, sviti og fólk baðar sig í Jack
Daniels. Fyrirkomulagið var þannig að
við vorum með eina frekar „no name“
hljómsveit, eina svona semí sem var að
breika það og loks eina stóra. Við erum
pínulítið að fara í þá áttina núna nema
við bætum einni við sem spari, PP, sem
koverar Purrk Pillnikk. Ég hef aldrei
heyrt í Ælu en hef heyrt mikið af henni,
Morðingjarnir eru „up and coming“ og
Reykjavík! er stóra bandið.“
Fyrri seríur hafa verið á einum og
sama staðnum. Núna verður hins veg-
ar spilað á fleiri stöðum. „Tónleikarn-
ir verða á stað sem passar kannski við
hverja stefnu fyrir sig,“ segir Doddi.
„Amsterdam er svolítið sveittur og
þar má pönka eins og brjálæðing-
ur, í elektróinu myndi ég kannski vilja
vera á Organ og svo myndi ég vilja
sprengja NASA með risarokkböndum
sem stefnt er að því að hafa í desem-
ber,“ segir Doddi og nefnir í því sam-
hengi dr. Spock, Brain Police og Mínus.
Tónleikarnir verða annars einu sinni í
mánuði.
Húsið er opnað klukkan 22 í kvöld
og kostar 500 krónur inn.
Gerir lag
með Jackson
Rapparinn Kanye West hefur
staðfest að hann sé að gera lag með
poppgoðsögninni Michael Jack-
son. Fregnirnar
þykja ýta undir
þær sögusagn-
ir að Jackson
sé að vinna að
nýrri plötu.
West sagði í
viðtali nýlega:
„Ég er að vinna
að efni með Mi-
chael Jackson. Ef mér líkar við ein-
hverja persónu og hvað hún hefur
fram að færa er ég tilbúinn að
vinna með henni eða skoða það.“
Komi plata Jacksons út verður það
fyrsta efnið sem hann gefur frá sér
frá því að platan Invinsible kom út
árið 2001.
Tónlistarakademía DV segir:
Hlustaðu á þessa!
tímarnir okkar - sprengjuhöllin
kiss Your Chora - ask the slave
Fuður - gummi Jóns
Fancy Footwork - Chromeo
Friend opportunity - deerhoof
Vill vinna með
Winehouse
Tónlistarmaðurinn Prince seg-
ist ólmur vilja vinna með bresku
vandræðapíunni Amy Winehouse.
Prince var yfir
sig hrifinn af
atriði Wine-
house í Lond-
on í síðasta
mánuði og
vill gera með
henni lag og
bjóða henni í
mat á setrinu
sínu í Minnesota. Þá vonast Prince
til að söngkonan vinni með honum
í upptökuveri hans en það er mjög
líklegt að svo verði. „Ég er upp með
mér. Ég er mikill aðdáandi. Ég vil
endilega vinna með honum,“ sagði
Winehouse um málið.
Jack Live-tónleikaserían fer aftur af stað í kvöld.
Pönk, sViti oG Viskí krummi í mínusVonir standa til að Mínus spili á Jack Live-tónleikaröðinni í haust.
hröð leið á toppinn
sprengjuhöllin Heldur
útgáfutónleika í austurbæ í kvöld
og aðra á akureyri á laugardag.
Hljómsveitin sprengjuhöllin
gaf út sína fyrstu plötu á mið-
vikudaginn og heldur útgáfu-
tónleika í Austurbæ í kvöld.
Sprengjuhöllin hefur á ótrú-
lega skömmum tíma náð að
festa sig í sessi meðal vinsæl-
ustu hljómsveita landsins.
„Platan kom út á miðviku-
daginn,“ segir Snorri Helgason,
annar söngvari og gítarleikari
Sprengjuhallarinnar. Sveitin var
að gefa út sína fyrstu breiðskífu
og heitir hún Tímarnir okkar, eftir
titillagi plötunnar. Tímarnir okk-
ar er viðeigandi titill á plötunni
en það er einmitt lagið sem kom
sveitinni hratt fram á sjónarsvið-
ið og náði miklum vinsældum á
útvarpsstöðvum landsins.
Þrjú lög á toppnum
„Ég hef heyrt að platan fari vel
af stað,“ segir Snorri en þegar eru
komin um 3000 eintök í dreif-
ingu. „Það er búið að panta ann-
að upplag og þetta gengur bara
vel,“ en þrátt fyrir að Sprengju-
höllin sé aðeins að gefa út sína
fyrstu plötu núna hefur sveitin
átt þrjú gríðarlega vinsæl lög síð-
asta árið.
„Við byrjuðum að stinga sam-
an nefjum heima í stofu sumarið
2005,“ segir Snorri en sveitin lék
ekki á sínum fyrstu tónleikum
fyrr en í apríl. „Þetta byrjaði svo
fyrir alvöru í kringum Airwaves
í fyrra en þá tókum við upp lag-
ið Tímarnir okkar,“ en lagið vakti
mikla athygli og fór á topp vin-
sældalista á nokkrum útvarps-
stöðvum. „Í apríl tókum við svo
upp lagið Verum í sambandi og
fengum í kjölfarið á því plötu-
samning,“ en lagið var það vin-
sælasta á landinu um nokkurt
skeið. „Við sendum svo frá okk-
ur lagið Glúmur núna í ágúst og
það hefur líka gengið nokkuð
vel,“ segir Snorri hógvær en lag-
ið hefur einnig verið eitt það vin-
sælasta á landinu líkt og þau tvö
sem á undan komu. Það verður
því að teljast nokkuð merkur ár-
angur fyrir svo unga hljómsveit
að ná slíkum vinsældum.
Tónleikar fram undan
Snorri segir að það næsta á
dagskrá hjá sveitinni sé að koma
nýju plötunni almennilega frá sér
og kynna hana næstu mánuði.
„Við ætlum að vera duglegir við
að spila og kynna plötuna. Við
erum meðal annars með útgáfu-
tónleika í Austurbæ í kvöld,“ segir
Snorri en hægt er að nálgast miða
á tónleikana á midi.is, Skífunni
og við innganginn. „Við verðum
svo með aðra tónleika á Akur-
eyri á morgun,“ og en þeir verða
að Snorra sögn töluvert villtari
en þeir sem eru í Austurbæ. „Tón-
leikarnir á Akureyri verða meira
partí heldur en í Austurbæ. Við
bjóðum samt tónleikagestum í
kvöld í eftirpartí á Barnum þar
sem verða fríar veigar og húllum
hæ,“ segir Snorri kátur.
upptökur í vor
Snorri segir að þegar mestu
lætin verði yfirstaðin í kringum
plötuna ætli sveitin að einbeita
sér að þeirri næstu. „Við stefn-
um á að hefja upptökur á næstu
plötu í vor en í dag einbeitum við
okkur bara að nánustu framtíð,“
segir Snorri um framtíðaráætlan-
ir sveitarinnar.
Spurður um sköpunarferli
Sprengjuhallarinnar segist hann
ásamt Bergi Ebba, hinum söngv-
ara sveitarinnar, semja mestallt
efnið. „Við semjum lög hvor í
sínu lagi, ég og Bergur,“ en Snorri
á ekki langt að sækja hæfileik-
ana en pabbi hans er Helgi Pét-
ursson sem gerði garðinn frægan
með Ríó tríói á árum áður. „Við
útsetjum svo lögin allir saman en
Bergur semur flesta textana,“ seg-
ir Snorri að lokum.
asgeir@dv.is