Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 20
Föstudagur 12. október 200720 Umræða DV Stjórnmálamenn útdeildu peningum „Ég er fréttafíkill og fylgist með flestu. Þetta hitaveitumál er náttúrulega stór- kostlegt. Það er ekki hægt að segja annað um hvernig sumir menn hafa komið fram. Þetta er bara hlægilegt. Þessir stjórnmála- menn virðast hreinlega hafa útdeilt pen- ingum til ákveðinna manna. Forystan í Reykjavík hefur staðið sig hræðilega. Það er auðvitað gott fyrir mig sem Hafnfirðing að segja það. Það hefur yfirleitt verið þannig með þessa háu herra í þessu landi að það er sama hvað gengur, þeir standa alltaf bísperrtir. Það er frekar að athafnir þeirra bitni á skúringakonunum. Hjá mér persónulega bar það auðvitað hæst að ég hætti sem þjálfari FH á mið- vikudag. Ég hafði verið þar í fimm ár og það gekk mjög vel. Mér finnst hins vegar að það sé kominn tími til að leyfa nýjum mönnum að spreyta sig með liðið. Nú held ég bara áfram að sinna minni vinnu. Það er ekkert fram undan í fótboltanum annað en að vera áhugamaður eins og annað fólk og fylgjast með fótboltanum.“ Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi þjálfari FH Hlýnar á Mars „Mestu fréttirnar hljóta að vera að borg- arstjórnarmeirihlutinn er fallinn. Maður hefur horft á þessa atburðarás furðu lostinn án þess að átta sig alveg á henni. Ég held að það hljóti að bera hæst. Ég sjálfur hef ég auðvitað bara verið að sinna minni kennslu og grúska. Eitt af því sem ég hef mikinn áhuga á eru loftslags- mál. Ég hef verið að velta því fyrir mér að hvaða leyti hlýnun jarðar sé af mannavöld- um og hvað sé hægt að gera til að sporna við henni. Nýjustu fregnir herma að það sé farið að hlýna á Mars og ekki er það af mannavöld- um. Þetta er því allt hið fróðlegasta. Í þriðja lagi hef ég fengið óskaplega góð- an mat í vikunni. Ég fór í kvöldverðarboð til vinar míns sem er kokkur í frístundum en starfar annars sem kaupsýslumaður. Þar fékk ég gómsæta lúðu. Þetta er það þrennt sem bar hæst og sýn- ir auðvitað hvað mitt líf er viðburðalítið. Ég er annars vegar áhorfandi að stjórn- málunum og hins vegar að grúska uppi í háskóla. Síðan laumast ég stundum í mat- arboð.“ Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðingur Sjálfstæðisflokkurinn kokkálaður „Ég er ákaflega ánægð að vita að al- menningur getur hreyft við valdhöfunum. Mér kom það ákaflega á óvart að borgar- stjórnarmeirihlutinn skyldi springa. Það eru töggur í Birni Inga. Voru það ekki sjö manns sem kusu hann? Í framhaldinu hlýtur maður að spyrja sig hvort þetta hafi áhrif á stjórnarsamstarf- ið. Nú stýra auðvitað Samfylking og Sjálf- stæðisflokkur landinu og Samfylkingin var þarna að stinga undan sjálfstæðismönnum. En ég er ákaflega ánægð að finna að reiðin í samfélaginu hafði áhrif. Ég var farin að halda að valdhafarnir væru orðnir allt of vanir því hversu fljótt Íslendingar gleyma og að engar breytingar yrðu á stjórnar- háttum í borginni. Mér finnst þetta mjög gaman og ég eygi von. Þó er auðvitað alveg óljóst hvernig þetta fer allt saman. Það verður spennandi að fylgjast með því hvernig kokkálaður Sjálfstæðisflokkur- inn í borginni ætlar að taka á framhjáhald- inu. Þetta verður eflaust fínasta sápuópera.“ Björk Jakobsdóttir, leikkona Virðingarleysi gagnvart kjósendum „Auðvitað þótti mér, eins og sjálfsagt þjóðinni allri, klúðrið með Reykjavik Energy Invest vera mest áberandi. Það sem stendur upp úr í þessu öllu saman er sú vanmáttar- tilfinning sem ég upplifi gagnvart stjórnmál- unum. Þetta er þannig að á fjögurra ára fresti fáum við tækifæri til þess að krossa á blað og svo verðum við bara að þegja og reyna að treysta á það að fögru loforðin verði haldin. Ég fæ ekki betur séð en að það sé græðgin sem þarna ræður för. Að því leytinu til er ég skoðanabróðir Yoko Ono, sem telur að friði í heiminum stafi mest hætta af græðginni. Hingað til hef ég getað gengið að kalda vatn- inu í krananum sem vísu, án þess að greiða fyrir það stórfé. Í mínum augum lítur þetta út fyrir að með tíð og tíma muni einhver geta gert sér kalda vatnið að féþúfu, sem hingað til hefur verið eign þjóðarinnar, alveg frá upphafi. Mér þykir nú vera kominn tími til þess að fólk staldri við og geri sér far um að bera virðingu fyrir náunganum, náttúrunni og kjósendunum.“ Páll Óskar Hjálmtýsson, skemmtikraftur HVAÐ BAR HÆST í Vikunni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.