Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 33
Föstudagur 12. október 2007DV Sport 33
Finnar hafa komið mjög á óvart í undankeppni EM
2008. Finnar hafa ekki tapað fjórum leikjum í röð
og eru óvænt í baráttu um að komast upp úr sínum
riðli. Belgar hafa ekki riðið feitum hesti frá keppni
undanfarin ár, en þjóðin á glæsta knattspyrnusögu
að baki. Belgía vann hins vegar góðan sigur í
síðasta heimaleik sínum og þarf nauðsynlega á
sigri að halda til að eiga möguleika á að komast í
úrslitakeppnina. 2–0 fyrir Belga og 1 á Lengjunni.
Skosku baráttuhundarnir eru í efsta sæti B-riðils
eftir stórkostlegan sigur á Frökkum í síðasta leik.
Skotar eru erfiðir heim að sækja og hafa enn ekki
tapað leik á heimavelli í keppninni og aðeins
fengið á sig tvö mörk í fjórum heimaleikjum.
Úkraína hefur hins vegar ekki staðið undir
væntingum og á litla möguleika á að komast
áfram. Skotar tækla sem aldrei fyrr í þessum leik
og vinna 1–0 sigur. 1 á Lengjunni.
Færeyjar eru ein af fjórum þjóðum sem ekki eru
með stig í undankeppninni. Sú breyting hefur hins
vegar orðið á hjá Færeyingum að þeir hafa ekki
skíttapað undanförnum fimm leikjum. Frakkar
fóru illa að ráði sínu í síðasta leik og eru skyndi-
lega komnir í þriðja sæti B-riðils. Færeyingar
verða hins vegar lítil fyrirstaða í þessum leik og
Frakkar vinna öruggan 3–0 sigur. 2 á Lengjunni.
Nú er að duga eða drepast fyrir Íra. Írland tapaði
óverðskuldað fyrir Tékkum í síðasta leik og þarf
nauðsynlega á sigri að halda gegn Þýskalandi.
Það er hins vegar hægara sagt en gert að vinna
þýska stálið því Þjóðverjar hafa ekki tapað leik í
keppninni til þessa. Þótt ótrúlegt megi virðast er
Kýpur eina þjóðin sem hefur náð í stig gegn
Þjóðverjum. Írar verða dyggilega studdir áfram af
þjóð sinni og sigra 2–1. 1 á Lengjunni.
England er á góðu róli eftir þrjá 3–0 sigra í röð.
Englendingar mega hins vegar ekki misstíga sig
því liðið er í harðri baráttu við Króatíu og
Rússland um sæti í lokakeppni EM 2008. England
og Holland eru þær þjóðir sem fengið hafa fæst
mörk á sig í undankeppninni og ólíklegt verður að
teljast að Eistar muni raða inn mörkum í þessum
leik. Öruggur 4–0 sigur Englands. 1 á Lengjunni.
Króatía er enn taplaus en Ísrael er sýnd veiði en
ekki gefin. Ísrael hefur ekki tapað á útivelli í
undankeppninni til þessa og náði meðal annars
jafntefli gegn Rússum í Rússlandi. Króatía er
mikið sóknarlið og hefur skorað næstflest mörk
allra liða til þessa. Króatía heldur uppteknum
hætti og vinnur 2–0 sigur. 1 á Lengjunni.
Ísland á harma að hefna eftir háðulegt 0–4 tap
fyrir Lettum í fyrri leik liðanna. Þar stóð ekki
steinn yfir steini hjá íslenska liðinu og var
vandræðalegt að horfa á þann leik. Ísland hefur
hins vegar ekki tapað í síðustu þremur leikjum
sínum og ákveðin batamerki hafa verið á liðinu.
Lettar eru tveimur stigum á eftir Íslandi en hefur
leikið einum leik færri. Ísland er með betra lið en
Lettland og vinnur 2–0. 1 á Lengjunni.
Svíamaskínan vinnur þægilegan 3–0 sigur. 2 á
Lengjunni.
Mjög áhugaverður leikur sem hefur mikið að
segja um framhaldið hjá þessum þjóðum í
keppninni. Eftir uppákomuna í leiknum gegn
Svíum á Parken voru Danir dæmdir til að spila tvo
síðustu leiki sína í Árósum og þar verður þessi
leikur spilaður. Spánverjar hafa spilað sex leiki í
röð án þess að bíða ósigur og eini leikurinn þar
sem Spánverjar fengu ekki þrjú stig var gegn
Íslandi. Danir standa þétt við bakið á sínu liði og
fagna í lokin. 3–2 og 1 á Lengjunni.
Barátta tveggja taplausra liða í G-riðli. Rúmenar
eiga nokkra frambærilega knattspyrnumenn sem
vel gætu strítt stórstjörnum Hollendinga. Þessi
leikur hefur allt til að vera frábær fótboltaleikur
og sigurliðið nær góðri stöðu á toppi riðilsins.
Rúmenía og Holland verða hins vegar að sætta sig
við skiptan hlut. 2–2 og X á Lengjunni.
Belgía
0–4 (ú) Portúgal
1–2 (h) Portúgal
0–2 (ú) Finnland
3–2 (h) Serbía
2–2 (ú) Kasakstan
Bart Goor
Goor er reynslubolti sem
hefur víða komið við á sínum
ferli. Hann lék meðal annars
með Eyjólfi Sverrissyni hjá
Hertha Berlin. Goor er 34 ára
og leikur með Anderlecht í
Belgíu. Hann skoraði
opnunarmark Evrópukeppn-
innar árið 2000.
Lee McCulloch
McCulloch var keyptur til
Rangers í sumar frá Wigan
fyrir 2,25 milljónir punda eða
um 278 milljónir króna. Hann
getur spilað bæði á miðjunni
og í sókninni. McCullock hefur
spilað alla landsleiki Skota frá
því Walter Smith tók við
stjórn.
Símun Samuelsen
Flestir íslenskir knattspyrnu-
unnendur ættu að kannast við
Símun. Hann kom til
Keflavíkur árið 2005, þá
tvítugur að aldri, og spilaði
hér þrjú sumur. Í ágúst
síðastliðnum var Símun
lánaður til norska liðsins
Notodden.
Timo Hildebrand
Hildebrand hefur mátt sætta
sig við að vera á eftir gömlu
körlunum Jens Lehmann og
Oliver Kahn í röðinni hjá þýska
landsliðinu hingað til. Nú telja
hins vegar flestir að röðin sé
komin að honum, enda góður
markvörður hér á ferðinni.
Hildebrand spilar með Sevilla.
Gareth Barry
Barry þótti leika mjög vel við
hlið Stevens Gerrard í tveimur
síðustu leikjum enska
landsliðsins. Mikið hefur verið
spáð og spekúlerað um
uppstillingu enska liðsins í
þessum leik og flestir búast við
að Barry verði tekinn fram yfir
Frank Lampard, sem er heill.
Josip Simunic
Simunic komst í fréttirnar í HM
2006 þegar Graham Poll
dómari gaf honum þrjú gul
spjöld í einum og sama
leiknum. Hann er fæddur á því
herrans ári 1978 í Canberra,
höfuðborg Ástralíu. Hann hóf
feril sinn með Melbourne
Knights.
Ragnar Sigurðsson
Ragnar hefur slegið í gegn
með Göteborg í Svíþjóð og
hefur að undanförnu verið
orðaður við stórliðið Roma.
Ragnar var að vinna á
Laugardalsvelli fyrir ári en er
nú mikilvægur hlekkur í
landsliði Íslands. Hljómar eins
og gott kvikmyndahandrit.
Rami Shaaban
Shaaban er 32 ára og hefur
spilað með tíu liðum á sínum
ferli, þar á meðal Arsenal frá
árinu 2002 til 2004. Shaaban lék
sinn fyrsta landsleik árið 2006,
þá 31 árs að aldri. Hann er 193
cm á hæð og hefur staðið sig vel
í marki Svía þegar Isaksson er
ekki til taks.
Leon Andreasen
Andreasen er samnings-
bundinn Werder Bremen í
Þýskalandi en er nú í láni hjá
Mainz. Hann lék sinn fyrsta
landsleik á þessu ári, gegn
Spánverjum, og var skipt út af
í hálfleik. Hann skoraði eitt
mark gegn Svíum í leiknum
fræga sem var flautaður af
vegna drukkins Dana.
Adrian Mutu
Mutu lék með Chelsea
tímabilið 2003–2004 en féll á
lyfjaprófi eftir kókaínneyslu.
Fyrir vikið fékk hann eins árs
bann. Juventus fékk Mutu til
sín eftir bannið en nú leikur
hann með Fiorentina og hefur
skorað 22 mörk í 42 leikjum
fyrir Fiorentina.
SÍÐUSTU LEIKIR SPÁ DV STAÐANFYLGSTU MEÐ ÞESSUM
Lið L u J t M st
1. Pólland 11 6 3 2 17:9 21
2. Finnland 11 5 4 2 11:6 19
3. Portúgal 10 4 5 1 19:9 17
4. serbía 10 4 4 2 13:8 16
5. belgía 10 3 2 5 10:14 11
6. armenía 8 2 2 4 4:8 8
7. kasakstan 10 1 4 5 8:15 7
8. aserbaidsjan 8 1 2 5 4:17 5
A-RIÐILL
david Healy Norður-Írland 12
da silva eduardo króatíu 9
Cristiano ronaldo Portúgal 7
david Villa spánn 7
Lukas Podolski Þýskaland 7
Martin Petrov búlgaría 6
Marek Mintal slóvakía 6
Mladen Petric króatíu 6
Miroslav klose Þýskalandi 6
adrian Mutu rúmeníu 6
alexander kerzhakov rússlandi 6
roberto Colautti Ísrael 6
Markahæstu leikmenn
Lið L u J t M st
1. skotland 9 7 0 2 17:7 21
2. Ítalía 9 6 2 1 15:7 20
3. Frakkland 9 6 1 2 15:3 19
4. Úkraína 8 4 1 3 10:9 13
5. Litháen 9 3 1 5 7:11 10
6. georgía 9 2 1 6 14:15 7
7. Færeyjar 9 0 0 9 3:29 0
B-RIÐILL
Lið L u J t M st
1. grikkland 8 6 1 1 14:7 19
2. tyrkland 8 5 2 1 21:8 17
3. Noregur 9 5 2 2 20:8 17
4. bosnía/Herz. 9 4 1 4 14:16 13
5. ungverjal. 9 3 0 6 8:17 9
6. Malta 8 1 2 5 7:17 5
7. Moldavía 9 1 2 6 5:16 5
C-RIÐILL
Lið L u J t M st
1. Þýskaland 8 7 1 0 31:4 22
2. tékkland 9 6 2 1 19:4 20
3. Írland 9 4 2 3 14:11 14
4. slóvakía 9 3 1 5 20:20 10
5. Wales 8 3 1 4 13:13 10
6. kýpur 8 3 1 4 13:16 10
7. san Marínó 9 0 0 9 1:43 0
D-RIÐILL
Lið L u J t M st
1. króatía 9 7 2 0 24:4 23
2. england 9 6 2 1 18:2 20
3. rússland 9 5 3 1 14:4 18
4. Ísrael 9 5 2 2 17:10 17
5. Makedónía 9 2 2 5 7:11 8
6. eistland 10 1 1 8 3:18 4
7. andorra 9 0 0 9 2:36 0
E-RIÐILL
Lið L u J t M st
1. svíþjóð 8 6 1 1 17:4 19
2. spánn 9 6 1 2 16:7 19
3. Norður-Írland 9 5 1 3 14:11 16
4. danmörk 8 4 2 2 13:5 14
5. Ísland 9 2 2 5 8:17 8
6. Lettland 8 2 0 6 5:9 6
7. Lichtenstein 9 1 1 7 5:25 4
F-RIÐILL
Lið L u J t M st
1. rúmenía 8 6 2 0 17:5 20
2. Holland 8 6 2 0 11:2 20
3. búlgaría 9 5 3 1 14:6 18
4. slóvenía 9 3 1 5 9:12 10
5. albanía 8 2 3 3 8:7 9
6. Hvíta-rússland 9 2 1 6 11:19 7
7. Lúxemborg 9 0 0 9 1:20 0
G-RIÐILL
Finnland
0–2 (h) Serbía
2–0 (h) Belgía
2–1 (h) Kasakstan
0–0 (ú) Serbía
0–0 (h) Pólland
Skotland
2–1 (h) Georgía
0–2 (ú) Ítalía
2–0 (ú) Færeyjar
3–1 (h) Litháen
1–0 (ú) Frakkland
Úkraína
2–0 (ú) Færeyjar
1–0 (h) Litháen
0–2 (ú) Frakkland
1–1 (ú) Georgía
1–2 (h) Ítalía
Færeyjar
0–2 (h) Úkraína
1–3 (ú) Georgía
1–2 (h) Ítalía
0–2 (h) Skotland
1–2 (ú) Litháen
Frakkland
1–0 (ú) Litháen
2–0 (h) Úkraína
1–0 (h) Georgía
0–0 (ú) Ítalía
0–1 (h) Skotland
Írland
2–1 (ú) San
Marínó
1–0 (h) Wales
1–0 (h) Slóvakía
2–2 (ú) Slóvakía
0–1 (ú) Tékkland
Þýskaland
1–1 (ú) Kýpur
2–1 (ú) Tékkland
6–0 (h) San
Marínó
1–0 (h) Slóvakía
2–0 (ú) Wales
England
0–0 (ú) Ísrael
3–0 (ú) Andorra
3–0 (ú) Eistland
3–0 (h) Ísrael
3–0 (h) Rússland
Eistland
0–1 (h) Króatía
0–3 (h) England
2–1 (h) Andorra
0–2 (ú) Króatía
1–1 (ú)
Makedónía
Króatía
2–1 (h)
Makedónía
1–0 (ú) Eistland
0–0 (h) Rússland
2–0 (h) Eistland
6–0 (ú) Andorra
Ísrael
0–0 (h) England
4–0 (h) Eistland
2–1 (ú)
Makedónía
2–0 (ú) Andorra
0–3 (ú) England
Ísland
0–1 (ú) Spánn
1–1 (h) Liechtenst.
0–5 (ú) Svíþjóð
1–1 (h) Spánn
2–1 (h) N-Írland
Lettland
0–1 (ú) Liechtenst.
0–2 (h) Spánn
0–2 (h) Danmörk
1–0 (h) N-Írland
0–2 (ú) Spánn
Liechtenstein
1–0 (h) Lettland
1–1 (ú) Ísland
0–2 (h) Spánn
1–3 (ú) N-Írland
0–4 (ú) Danmörk
Svíþjóð
2–1 (ú) Ísland
1–2 (ú) N-Írland
3–0 (ú) Danmörk
5–0 (h) Ísland
0–0 (h) Danmörk
Danmörk
1–2 (ú) Spánn
0–3 (h) Svíþjóð
2–0 (ú) Lettland
0–0 (ú) Svíþjóð
4–0 (h) Liechtenst.
Spánn
1–0 (h) Ísland
2–0 (ú) Lettland
2–0 (ú) Liechtenst.
1–1 (ú) Ísland
2–0 (h) Lettland
Rúmenía
0–0 (ú) Holland
3–0 (h)
Lúxemborg
2–1 (ú) Slóvenía
2–0 (h) Slóvenía
3–1 (ú) Hv.-Rússl.
Holland
2–1 (h) Albanía
0–0 (h) Rúmenía
1–0 (ú) Slóvenía
2–0 (h) Búlgaría
1–0 (ú) Albanía