Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 43

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 43
Hilmar Jónasson Matgæðingurinn DV Helgarblað Föstudagur 12. október 2007 43 „Þessi réttur slær alltaf í gegn,“ segir Hilmar Jónasson, matgæðing- ur vikunnar, en hann gefur lesendum uppskrift að mangó chutney-kjúkl- ingarétti sem hann segist mixa mjög oft. „Það var frænka konunnar sem laumaði þessari uppskrift að okkur fyrir mörgum árum. Þetta alveg stein- liggur.“ Hilmar svarar neitandi þegar hann er spurður hvort hann sjái yfirleitt um eldamennskuna á heimilinu. „Það get ég ekki sagt, en ég sé alfarið um grillið. Og ég er alveg mjög liðtækur í eldhús- inu en það væri frekja að segja að ég sjái alfarið um það,“ segir Hilmar og bætir við að þá styðjist hann stundum við hinar ýmsu uppskriftir. Sweet Mango Chutney kjúklingur 8 stk. kjúklingabitar eða 6-8 bringur 1 peli rjómi ½ krukka sweet Mango Chutney 1 msk. karrý season all-krydd 1-2 stk. kjúklingakraftsteningar Aðferð Kjúklingabitarnir kryddaðir mjög vel með Seson All og settir í ofn- skúffu með örlitlu vatni, ca. 1-2 sm, og kjúklingakraftsteningum. Þegar bitarnir eru klárir er soðinu hellt í pott og rjóma, karrý og Sweet Mango Chutney bætt út í. Smakkað til með karrýi og Season All. Kjúklingabitarnir eru síðan settir í nýtt eldfast mót og sósunni hellt yfir og klárað í ofni í 7-10 mínútur. Meðlæti Hrísgrjón, hvítlauksbrauð og ferskt salat. Kjúklingaréttur sem steinliggur „Ég skora næst á Finnboga Kristinsson, stórvin minn og núverandi fjargranna. Hann er mikill matgæðingur; ég er bara kettlingur við hliðina á honum.“ Cabernet Sauvignon í Bandaríkjunum Cabernet sauvignon er al-gengasta rauðvínsþrúga veraldar. upprunann má rekja til bordeaux en þar hefur hún verið ræktuð frá 18. öld. Hún er uppistaðan í flestum fínustu rauðvín- um heims, meðal annars langflestum bordeaux- vínum. Þau eru gjarnan blönduð öðrum þrúgu- tegundum, eins og Mer- lot og Cabernet Franc, jafnvel Verdot eða Mal- bec. Á Ítalíu er sangiov- ese stundum blandað við Cabernet og í Ástral- íu shiraz. Í Cabernet-vínum má oft greina fjóluilm, sól-ber, sedrusvið og krydd. Í Cabernet-vínum frá nýja heiminum, eins og kali- forníu og Ástralíu, má að auki oft greina súkkulaði, sultuð ber, eik, pipar og jörð. Ýmis rauð ber eru algeng, sólber og kirsuber. Þykkt hýðið á Cabernet- berjunum gefur mikið og gott tannín sem gerir það að verkum að þessi vín eldast einstaklega vel. betri tegundir geta þroskast og elst í áratug og fínustu vínin er hægt að drekka öldum saman. Caberne-vín eru gjarnan látin liggja í eik- artunnum sem gefa vín- inu bragð og mýkja tannínið. Cabernet sauvign-on er ræktað á öllum helstu vínræktar- svæðum veraldar. Þrúgan virðist þrífast alls staðar, hvort sem raki og hiti er mikill eða lítill. Þrúgan þroskast þó seint og er því síður ræktuð á norð- lægari og kaldari slóðum. PálMi jónASSon vínsérfræðingur DV J. Lohr Seven Oaks Paso Robles 2004 Jerry Lohr hóf ferilinn á 7. áratugnum en fyrirtækið hefur vaxið og dafnað vel á síðustu árum. seven oaks er frá Paso robles-svæðinu í kaliforníu. rúbínrautt með angan af pipar, kirsuberjum og niðursoðnum rauðróf- um. Frekar sætt vín með sætum þroskuðum plómum, sveskjum, vanillu og súkkulaði. Þykkt, lyktar- og bragðmikið vín með hæfilegu tanníni. 1.790 krónur. Beringer Stone Cellars California Cabernet Sauvignon 2004 beringer-vínhúsið var stofnað 1876 af bræðrunum Jacob og Frederick beringer. Þeir fluttu frá Mainz í Þýskalandi og fundu í Napa Valley kjöraðstæður til víngerðar. stone Cellar-línan er nefnd í höfuðið á fyrsta víngerðarhúsi beringer-bræðra. 40% af Cabernet-þrúgunum eru látin í eikartunnur og eikarbragðið því ekki yfirþyrmandi. Plómur í nefi með þroskuðum sólberjum, hráu kjöti, pipar og nettri vanillu. Áberandi plómur og sveskjur í munni. gott vín fyrir þetta verð. 1.290 krónur. Deilicato Cabernet Sauvignon California 2005 delicato Family Vineyards hefur verið fjöl- skyldufyrirtæki í þrjár kynslóðir, eða rúmlega 80 ár. Það sérhæfir sig í að framleiða hvers- dagsvín á hagstæðu verði. sterk kirsuberjalykt einkennir þetta vín með mikilli eikarvanillu og dálitlu kryddi. bragðið það sama. kirsuber, eik og einnig má greina sultaðar sveskjur. Fulldýrt fyrir einfalda eikaða kirsuberja- saft. 1.310 krónur. Einkunn í vínglösum: IIIII Stórkostlegt IIII Mjög gott III Gott II Sæmilegt I Slakt Meistarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.