Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 4
föstudagur 12. október 20074 Fréttir DV Sandkorn n Heimildir DV herma að Eið- ur Smári Guðjohnsen knatt- spyrnukappi muni koma fram í hinum nýja skemmti- þætti Ríkis- sjónvarpsins, Laugardags- lögunum, á morgun og sýna á sér svolítið nýja hlið. Hann ku nefnilega ekki bara svara spurn- ingum eða sparka í bolta eins og fólk er vant að sjá hann gera, heldur syngja. Uppátækið er sagt vera hluti af einhvers konar hlut- verkaskiptum þjóðþekkts fólks í þættinum og skipti Eiður um hlutverk við Sverri Bergmann söngvara sem í seinni tíð er þekktari fyrir umsjón með tölvu- leikjaþáttum í sjónvarpi. Sverrir tók víst vel á því með landsliðinu í vikunni undir vökulu auga kvik- myndatökumanna RÚV. n Strákarnir í hljómsveitinni Reykjavík! eru nýkomnir heim eftir vel heppnaða ferð til Mont- real. Reykja- víkurstrákar spiluðu þar á tónlistarhá- tíðinni Pop Montreal sem er Air- waves-hátíð þeirra Kan- adabúa. Það var í gegnum vinskap við sveit- ina Patric Waton sem Reykjavík! fékk þetta tækifæri. Vel fór á með vinunum og í góðu glensi skelltu þeir Haukur, Bóas, Geiri og einn meðlimur Patrics Watson sér á tattústofu og smelltu á sig: R! Þetta er svona ekta rokk. n Fjársterkir aðilar á Íslandi eru sagðir hafa áhuga á að kaupa sig inn í íslensk fangelsi komi til þess að hluti af rekstri þeirra verði í hönd- um einkaað- ila. Fjárfest- arnir álíta þetta vera góða leið til að ávaxta fjármagn sitt því hvergi er traustari viðskipta- mann að finna en hjá Ríkinu. Þegar Björn Bjarnason lýsti því yfir í síðustu viku að hann hefði áhuga á skoðað verði að setja rekstur fangelsa í hendur einka- aðila, hafi margir fjárfestar kikn- að í hnjánum. Það er vonandi að það reynist betur en í Bandaríkj- unum þar sem mennirnir með fjármagnið hafa barist fyrir harð- ari refsingum hjá föngum, þeir fá jú borgað fyrir hvern og einn fanga. n Gríðarlegur hiti hefur verið í mönnum vegna niðurskurðar þorskkvótans og má gera ráð fyrir að engin lognmolla verði á Al- þingi í vetur. Magnús Stefánsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegsráðherra á Alþingi í gær. Hann lagði fram bréf frá sveitarstjóra Strandabyggðar en þar er mótmælt skerðingu á rækjubótum sem útgerðir hafa fengið í formi þorskveiði- heimilda vegna hruns á rækjuveið- um. Einar gaf loforð í vor um að þessar bætur yrðu ekki skertar næstu árin. Magnús segir að sjáv- arútvegsráðherra hafi ekki gefið nein svör. Magnús segir að líklega verði engra svara að vænta því ríkisstjórnin hafi lýst því yfir að ekkert samráð þyrfti að hafa við hagsmunaaðila. Læknar björguðu Steinunni Erlu Kajudóttur, 6 ára, með aðgerð eftir að tíu sentimetra plaströr festist í hálsi hennar. Læknir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja taldi að um blæðingu í vélinda væri að ræða og sendi Steinunni heim án frekari skoðunar. Móð- ir Steinunnar, Kaja Ósk Skarphéðinsdóttir, er mjög ósátt vegna málsins. VILDU EKKI LÆKNA DÓTTUR MÍNA Þegar Steinunn Erla Kajudóttir, 6 ára, veiktist og tók að kasta upp blóði síðastliðið mánudagskvöld varð móðir hennar áhyggjufull. Mæðgurnar héldu rakleitt á bráða- móttöku Heilbrigðisstofnunar Suð- urnesja í Keflavík. Þar var þeim sagt að sennilega væri um að ræða sprungna æð í vélinda og þær send- ar heim. Steinunn Erla hélt áfram að kasta upp blóði og gat hvorki nærst né drukkið. Fast í hálsi Steinunnar var um tíu sentimetra langt plaströr af sleikibrjóstsykri. „Læknirinn þreifaði á maganum á henni og sagði okkur að allt benti til þess að þetta væri að líða hjá. Steinunn greyið mókti og greip um hálsinn á milli þess sem hún ældi meira blóði,“ segir Kaja Ósk Skarp- héðinsdóttir, móðir Steinunnar. Læknir neitaði að skoða Kaja segir lækninn ekki hafa viljað skoða í háls Steinunnar, jafn- vel þótt hún hafi þráfaldlega beðið hann um það. „Hún hélt um háls- inn og ég var sannfærð um að það væri eitthvað að í hálsinum. Lækn- irinn ítrekaði við mig að blæðing í vélinda væri langalgengasta orsök- in fyrir því þegar fólk kastar upp blóði,“ segir hún. Að lokum fékk læknirinn Steinunni til þess að opna rifu á munninn og komst að því að þar væri ekkert alvarlegt að. Eftir að hafa fengið tíma hjá barnalækni daginn eftir fóru mæð- gurnar heim. „Vð komumst að hjá barnalækninum klukkan hálf fimm á þriðjudeginum. Hann opnaði munninn á Steinunni og skoðaði. Hann varð áhyggjufullur og sýndi mér hvar glitti í plasthlut í kokinu. Við vorum sendar í snatri á Borgar- spítalann í Reykjavík.“ Á Borgarspítalanum var Stein- unn skoðuð með því að myndavél var þrædd inn um nefið á henni. Þá kom í ljós að stíft plastprik var fast í hálsinum og hafði stungist inn í holdið, þétt upp við öndun- arveginn. Prikið náði áleiðis upp í nefið, enda tíu sentimetra langt. Beint í aðgerð „Nú voru nokkrir sérfræðing- ar kallaðir til. Það þurfti að svæfa Steinunni og gera á henni aðgerð til þess að ná rörinu úr hálsinum. Það var fast á mjög erfiðum stað þar sem öndunarvegurinn var í hættu og alls ekki mátti blæða mikið,“ seg- ir Kaja. Aðgerðin tók dágóða stund og á endanum var plaströrið dregið upp úr hálsi Steinunnar. Rörið hafði stungist inn í holdið á báðum end- um, olli blæðingum og var alveg fast. Steinunn minnist þess ekki að hafa gleypt rörið. Læknarnir telja mögulegt að hún hafi sofnað með sleikibrjóstsykur og kyngt rörinu í svefni. Hún hafi svo kastað upp og þá hafi rörið fest í hálsinum. Eftir aðgerðina dvaldi Steinunn á gjörgæsludeild og fékk þar sýkla- lyf í æð til þess að koma í veg fyrir sýkingu í hálsinum. „Við komum heim á miðvikudagskvöldið. Stein- unn fær ennþá sterk sýklalyf en hún virðist núna vera að ná sér á strik. Hún er farin að geta drukkið vatn og hefur fengið sér örlitla jógúrt,“ segir Kaja. Ekki í fyrsta skipti Kaja er mjög ósátt við meðferð- ina sem þær mæðgurnar fengu á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja. „Ég er ekki að álasa sjálfum lækn- inum þó að hann hafi vissulega gert mistök með því að senda okk- ur heim. Ég held bara að það sé ekki nóg af starfsfólki þarna til þess að ráða við stækkandi bæjarfélag,“ segir Kaja. Hún segist hafa hringt og viljað ræða málið við yfirlækni. Sér hafi þá verið tjáð af hranalegri manneskju í símanum að yfirlæknirinn væri í fríi og staðgengill hans væri lasinn. „Er þetta út af stelpunni með sleiki- brjóstsykurinn, var ég spurð,“ segir Kaja og segir að ekkert annað hafi komið út úr símtalinu. Læknirinn sem tók á móti Steinunni og Kaju á mánudagskvöldinu hefur nú haft samband við Kaju og beðist afsök- unar á því sem úrskeiðis fór. „Hann sagðist hafa gert mistök og skildi vel ef ég vildi fara lengra með mál- ið. Málið er bara það að ég er ekki sú eina sem hef lent í vandræðum með þessa stofnun. Þarna þarf að laga eitthvað,“ segir Kaja. Sigtryggur Ari jÓhAnnSSon blaðamaður skrifar: sigtryggur@dv.is „Við vorum sendar í snatri á Borgar- spítalann í Reykjavík.“ Á lengd við iPod Plaströrið er á lengd við iPod-spilara. kaja ósk skarphéðinsdóttir, mamma steinunn- ar, er mjög ósátt við að hafa varið send heim án nákvæmrar skoðunar á Heilbrigðisstofnun suðurnesja. Steinunn og teresa Hér má sjá steinunni erlu og tíkina hennar teresu. steinunn heldur á plaströrinu sem læknar náðu úr hálsi hennar eftir aðgerð á borgarspítalanum. m yn d E LL Er t g ré tA rS So n Spillingarsagan Skáldið Skrifar Rúmlega níræður, þaulsætinn og allajafna fyrstur að kjötkötlunum. Hann hefur haft ítök, hefur stuðlað að ýmiss konar klíkumyndun, hann hagnaðist á Sambandinu og hefur lengi not- ið helmingaskipta í íslensku stjórnkerfi. Jú, rétt er það. Framsóknarflokkurinn var það heillin. Valdsýkin var mikil þegar Ólafur Jóhann- esson var formaður flokksins. Svo var það vingjarnleg ásýnd Steingríms Hermanns- sonar sem faldi vel alla spillingu. En máls- metandi menn halda því fram að flokkurinn hafi fyrst fengið á sig stimpil siðleysis þegar Halldór Ásgrímsson varð formaður og Stein- grímur þáði þann bitling að setjast að í Seðla- bankanum. Aðrir gefa lítið fyrir þá söguskýr- ingu og segja að Halldór hafi einungis verið óheppinn – honum tókst svo illa að fela hið vonda siðferði.Vitað er að forysta flokksins hefur hagnast vel á því að halda lengi um stjórnartauma. En það var kannski ekki fyrr en Halldór Ásgrímsson og fjölskylda eignað- ist kvóta, að almenningur sá svikamylluna opnast. Svo þótti mörgum vafasamt hvern- ig framsóknarmaðurinn Gunnlaugur Sig- mundsson eignaðist Kögun. En þarna var verið að einkavæða; starfsmönnum gafst kostur á að kaupa, Gunnlaugur vélaði til sín stóran hlut og í skjóli Framsóknar komst hann upp með siðleysið. Það þykir eiginlega eðlilegt að Framsókn- arflokkurinn sé bendlaður við klíku þegar kemur að einkavæðingu, stöðuveitingum, mannaráðningum – jafnvel sumarafleysing- um hjá hinu opinbera. Og alltaf koma upp ný mál sem endurnýja andlit flokksins. Þegar talað er um að menn hagnist á stór- iðju, virkjunum, kvóta, þjóðlendum, vatns- réttindum og yfirleitt alstaðar þar sem glittir í hagnaðarvon, þar eru framsóknarmenn. Nýjustu dæmin um bitlinga og bræðralag B-listans er að finna hjá Orkuveitunni, þar kemur nafn Björns Inga Hrafnssonar fram þegar þess er getið að nokkrir einstaklingar fái að kaupa í REI. Að vísu vill Björn Ingi ekki birta lista yfir gæðingana. En okkur er ljóst að þar átti kosningastjóri Framsóknar, Rún- ar Hreinsson, að fá feitan bita. Engum má á óvart koma þótt nafn Björns Inga birtist í tengslum við græðgi og gróða- von – Björn Ingi er framsóknarmaður. Framsókn geymir ljótan lýð, þar leiðin síst er flókin, menn stökkva fram í tæka tíð til að maka krókinn. Kristján Hreinsson, sKáld sKrifar. Það þykir eiginlega eðlilegt að Framsóknarflokkurinn sé bendlaður við klíku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.