Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 40
Ættfræði DV Föstudaginn 13. október 1967 birtist þriggja dálka innblaðsfrétt í Morgunblaðinu um afmælisútgáfu á tveimur fyrstu barnabókum Ár- manns Kr. Einarssonar. Um var að ræða ævintýrin Margt býr í fjöllun- um og Höllin bak við Hamrana. Út- gáfan var á vegum Bókaforlags Odds Björnssonar á Akureyri en tilefnið var þrjátíu ára höfundarafmæli Ár- manns Kr. sem barna- og unglinga- bókahöfundar. Fyrir fjörutíu árum vissi hvert mannsbarn að Ármann Kr. Einarsson var einn ástsælasti barna- og unglingabókahöfundur síðustu aldar. En skyldu margir vita það nú, sjötíu árum eftir að hann hóf að skrifa bækurnar sem nánast allir íslenskir unglingar þekktu á sínum tíma? Enginn bókmenntabóhem Það væri synd að segja að Ármann Kr. Einarsson hafi verið glannafeng- inn, pólitískur og kjaftfor rithöfund- ur í sálarháska á borð við þá Þór- berg Þórðarson og Halldór Laxness á þeirra yngri árum. Hann var þvert á móti eins hversdagslegur og hugsast getur og skar sig ekki úr fjöldanum nema þá fyrir það eitt að vera sér- staklega stilltur, virðulegur og hátt- vís í framkomu. Auk þess hafði hann skýra rödd og yfirvegaða framsögn sem hafði sefandi áhrif á alla sem á hann hlýddu. Nærvera þessa yfir- vegaða manns hafði sömu þægilegu áhrifin. Bókmenntafræðingar... Það væri líka synd að segja að Ármann hafi vakið mikla hrifningu í hópi lærðra bókmenntafræðinga þegar farið var að meta bókmennta- fræðilegt gildi barna- og unglinga- bóka. Þó bækur hans þættu líflegar og spennandi var Ármann gagnrýnd- ur fyrir ósannfærandi persónusköp- un og jafnvel yfirborðsmennsku. Verk hans komu því ekkert sérstak- lega vel út úr samanburði fræðing- anna við verk klassískra barnabóka- höfunda á borð við Stefán Jónsson og Ragnheiði Jónsdóttur. ...og lesendur En þar með er ekki sagt að bók- menntafræðingar eigi alltaf og í öll- um tilfellum að hafa síðasta orð- ið um bækur. Hvað sem líður allri fræðilegri greiningu geisla bæk- ur Ármanns af heilbrigðri lífsgleði, óbeisluðu ímyndunarafli og spenn- andi ævintýrum. Og hvað sem líður öllum bókmenntafræðingum urðu bækur hans eitthvert vinsælasta, ef ekki langvinsælasta lesefni barna og unglinga á fimmta og sjötta ára- tugnum. Ef það hefur verið mark- mið Ármanns að semja skemmtileg- ar og uppbyggilegar bækur fyrir börn og unglinga, tókst honum það með heiðri og sóma. Bókaflokkur sem þroskasaga Barna- og unglingabækur hafa oft verið þroskasögur tiltekins unglings sem fjallað er um í nokkrum bókum sem þá mynda bókaflokk. Þannig skrifaði Stefán Jónsson þrjár Hjalta- bækur; Ragnheiður Jónsdóttir skrif- aði Dórubækurnar, Völubækurn- ar og Kötlubækur, og hjónin Jenna Jensdóttir og Hreiðar Stefánsson skrifuðu hinar frægu Öddubækur. Af öllum barna- og unglingabókum Ármanns Kr. Einarssonar urðu tveir bókaflokkar hans líklega vinsælastir: Bækurnar um Árna í Hraunkoti, sem urðu átta talsins, og bækurnar um Magga og Óla. Árni í Hraunkoti Árni í Hraunkoti er líklega lífseig- asta sögupersóna Ármanns. Í fyrstu bókinni af átta er Árni ungur Reykja- víkurdrengur sem er í þann veginn að lenda á glapstigum. Á þessum árum, áður en sálfræðingar uppeldisfræð- ingar og félagsfræðingar fóru að tröllríða samfélaginu, voru pörupilt- ar gjarnan sendir í sveit þar sem oft rættist furðanlega úr þeim. Sú varð raunin með Árna. Hann var sendur í sveitina, nánar tiltekið í Hraunkot, og varð fyrir vikið afbragð annarra ungra manna, skemmtilegur, lífs- glaður, heiðarlegur og hugrakkur. Árni og Rúna Í Hraunkoti náði Árni í skottið á íslensku sveitalífi áður en vélvæð- ingin varð þar allsráðandi og kynn- ist traustu og góðu heimilisfólkinu. Þar munaði ekki minnst um Rúnu, elskulega heimasætuna á bænum, sem fljótlega varð hans besti vinur. Eftir því sem árin liðu og Árna-bók- unum fjölgaði styrktist sá grunur les- andans að þau Árni og Rúna gætu vel verið að hugsa sitt, hvort um annað, og ekki allt jafnleiðinlegt. En ekkert lá á. Hér varð allt að hafa sinn lög- lega hraða enda höfundurinn hvoru tveggja, barnakennari og lögreglu- þjónn. Það var því ekki fyrr en í átt- undu og síðustu Árnabókinni, eftir ótal spennandi ævintýri, að Árni og Rúna játuðu hvort öðru ást sína og opinberuðu trúlofun sína. Halldór Pétursson teiknari Hér ber þess að geta áður en lengra er haldið að ekki verða þau Árni og Rúna í Hraunkoti, né vin- irnir Maggi og Óli, vakin til lífsins með góðu móti, nema minnst sé á Halldór Pétursson teiknara. Á sína vísu gæddi hann þessar og fjölda annarra sögupersóna lífi í barna- og unglingasögum fyrir og um miðbik síðustu aldar. Halldór var svo afkastamikill teiknari, og ekki síst við þá iðju að myndskreyta barna- og unglinga- bækur, að gestkomandi erlendir bókamenn hefðu vel getað dregið þá ályktun fyrir hálfri öld, að hann væri eini drátthagi maður landsins. Hann á því mikilvægan þátt í barna- og unglingabókum Ármanns Kr. Ein- arssonar sem og í bókum fjölda ann- arra barnabókahöfunda. Hver var Ármann Kr. Einarsson? Ármann fæddist í Neðridal í Bisk- upstungum 1915 og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Íþróttaskól- ann í Haukadal, lauk kennaraprófi frá KÍ, námi frá Lögregluskólanum og frá Kennaraháskólanum í Kaup- mannahöfn. Þó Ármann væri afkastamikill höfundur var hann lengst af barna- kennari, var lögregluþjónn í Reykja- vík á stríðsárunum, skólastjóri Barnaskólans á Álftanesi í sjö ár og stundaði leigubílaakstur á sumrin í tæpa tvo áratugi. Hann samdi þrjátíu og átta barnabækur, þrjár skáldsögur og eitt smásagnasafn fyrir fullorðna. Þá samdi hann leikþætti um Árna í Hraunkoti eftir samnefndum bókum sem fluttir voru í barnatíma ríkisút- varpsins í mörg ár. Margar bóka hans hafa verið þýddar á Norðurlanda- mál, auk rússnesku, þýsku og græn- lensku. Ármann var formaður Félags ís- lenskra rithöfunda í þrjú ár og vara- formaður Rithöfundasambands Íslands í tvö ár. Hann hlaut Solfugl- verðlaunin norsku 1964, verðlaun Fræðsluráðs Reykjavíkur fyrir bestu barnabók ársins 1978, var heiðurs- félagi Félags íslenskra rithöfunda og sæmdur riddarakrossi fálkaorðunn- ar 1980. Verðlaunasjóður íslenskra barnabóka var stofnaður á sjötugs- afmæli Ármanns, honum til heiðurs, en sjóðurinn hefur átt ríkan þátt í endurnýjun og grósku á sviði barna- og unglingabókmennta. „Ævintýri lífs míns“ Síðustu æviárin samdi Ármann endurminningar sínar, Ævintýri lífs míns, sem komu út fyrir nokkr- um árum. Þar er sögumaðurinn og kennarinn í essinu sínu, með lipurri og spennandi frásögn sem þó er allt- af skemmtilega í hóf stillt eins og Ár- manni er einum lagið. Í bókinni er komið víða við eins og ævi höfundar- ins gefur tilefni til og endurminning- ar hans búa yfir miklum fróðleik um mannlíf á hverfanda hveli. Ármann lést árið 1999. Indriði miðill f. 12. október 1883, d. 30. ágúst 1912 Indriði Indriðason miðill var Dalamaður, sonur Indriða Indriða- sonar, hreppstjóra og oddvita sem bjó á Hvoli í Saurbæ og á Skarði á Skarðsströnd, og k.h., Guðrúnar Egg- ertsdóttur húsfreyju. Indriði yngri sinnti bústörfum hjá foreldrum sínum á unglingsárun- um, lærði prentiðn á Ísafirði og var kominn til Reykjavíkur um tvítugt þar sem hann starfaði við Ísafold- arprentsmiðju. Þar kynntist hann að sjálfsögðu vinnuveitanda sínum, Birni Jónssyni ritstjóra, sem og vini hans, Einari Kvaran rithöfundi. Þeir voru í hópi helstu forsprakka hins nýstofnaða sál- arrannsókn- arfélags sem þá var gjarnan nefnt Tilrauna- félagið. Hug- myndafræði sál- arrannsókna hafði borist hingað frá Bretlandi um næst- síðustu aldamót og var mjög í tísku meðal ýmissa heldri borgara Reykjavíkur á fyrsta áratug aldarinnar. Fljótlega kom í ljós að Indriði bjó yfir mögnuðum miðilshæfileik- um og varð á skammri stundu landsþekktur sem slíkur. Sálar- rannsóknarmenn komu sér upp Til- raunahúsi sem var bakhús í Þingholts- stræti 3. Þar fóru fram vægast sagt líf- leg samskipti tilrauna- manna og framliðinna fyr- ir milligöngu Indriða. Meðal annars var því haldið fram að ann- ar handleggur miðilsins hefði verið losaður af honum og handlangaður milli fundarmanna án þess miðlin- um yrði meint af og níðþungt orgel og aðrar mublur svifu um salinn. Meistari Þórbergur skráði end- urminningar Brynjólfs Þorláksson- ar söngkennara um þessar mögn- uðu uppákomur en um þær má lesa í Frásögnum Þórbergs. Ekki á að þurfa að taka fram að Þórbergur var sann- færður um framhaldslíf og skráði minningar Brynjólfs af vísindalegri nákvæmni. Allt annar og mun létt- úðugri tónn er í endurminningum Halldórs Laxness í Sjömeistarasögu er hann rifjar það upp að hann og Guðmundur Hagalín hafi rúmum áratug síðar gengið upp í Unuhús að heimsækja Stefán frá Hvítadal sem þar hélt til í herbergi uppi á annarri hæð. Þá greindi Stefán þeim skáld- bræðrum frá því að þeir væru nú staddir í sögufrægu herbergi því þar hefði Indriði miðill náð sambandi við andaheima og svifið í lausu lofti í vitna viðurvist þar til girnið slitnaði og hann féll í gólfið. Þrátt fyrir náið og oft lýjandi sam- band við misjafnlega geðfelldar handanheimsverur var Indriði létt- ur í lund og gamansamur. Hann náði hins vegar ekki háum aldri því hann lést á Vífilsstöðum 1912. Föstudagur 12. október 200740 ættfræði U m s j ó n : K j a r t a n G u n n a r K j a r t a n s s o n N e t f a n g k g k @ s i m n e t . i s Ættfræði DV kjartan gunnar kjartansson rekur ættir þjóðþekktra Íslendinga sem hafa verið í fréttum í vikunni, rifjar upp frétt- næma viðburði liðinna ára og minnist horfinna merkra Íslendinga. Lesendur geta sent inn tilkynningar um stórafmæli á netfangið kgk�dv.is Í fréttum var þetta helst... 13. október 1967 Vinsæll barnabóka- höfundur Eftir því sem árin liðu og Árna-bókunum fjölgaði styrktist sá grunur lesand- ans að þau Árni og Rúna gætu vel verið að hugsa sitt, hvort um annað, og ekki allt jafnleiðinlegt. En ekkert lá á. Hér varð allt að hafa sinn löglega hraða enda höfundurinn hvoru tveggja, barnakennari og lögregluþjónn. Ármann Kr. Einarsson, barna- og unglinga- bókahöfundur Lesið fyrir yngstu kynslóðina. Merkir Íslendingar:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.