Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 44

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 44
Föstudagur 12. október 200744 Ferðir DV U m s j ó n : B a l d u r G u ð m u n d s s o n . N e t f a n g : b a l d u r @ d v . i s á ferðinni Er vatn blautt? Já, vatn er blautt á svipaðan hátt og svefnlyf eru (yfirleitt) svæfandi, þegar okkur blæðir kemur blóð, við drekkum drykki, þegar við lyftum einhverju fer það upp í loftið og þorstinn er þurr enda hefur þá vatnið þorrið. svo er grasið líka grænt af sömu ástæðu og vatnið er blautt, þó að það sé kannski ekki alveg augljóst! – tekið af Vísindavefnum. Þ að hafði rignt eldi og brennisteini dagana á undan. Spáin var fín og sama var að segja um ferðaáætlun Útivistar. Ákveðið var að ganga yfir Esjuna. Fara á Hátind Esjunnar og þaðan norður og niður og koma niður að Meðalfellsvatni í Kjós. Ferðin var merkt sem þriggja skóa ferð, var sem sagt fyrir vant göngu- fólk. Þrátt fyrir að vera ekki í mikilli æfingu ákvað ég, það er ef veður- spáin gengi eftir, að slást í hópinn. Spáin hélt svo það var ekki annað að gera en fara af stað. Á Umferðarmiðstöðstöðinni leið mér eins og ég væri nýi strákurinn í bekknum. Fannst allir aðrir þekkj- ast, hélt mig til hlés og fylgdi svo á eftir þegar gengið var til rútu. Gæð- unum er misskipt. Meðan göngu- fólkið lestaði rútuna sat þrennt á bekk við Umferðarmiðstöðina, par sem vakti og maður sem svaf. Fólk sem á hvergi heima og á sér kannski engin markmið. Allavega ekki þau sömu og við sem vorum að hefja för yfir Esjuna. Þegar komið var að Esjurótum var strax tekist á við brattann. Há- tindur er í 909 metra hæð og hækk- unin upp er nokkuð ör. Það verður að segjast eins og er að það tók vel í að ganga upp Þverárkotshálsinn, reyndar voru uppi kenningar um að við hefðum gengið upp Kattarhrygg eða Kattarhryggi. En samkvæmt vef Landmælinga er sennilegast að við höfum farið Þverárkotsháls. Það var fagnaðarefni þegar komið var að vörðunni uppi, vitandi að mesta hækkunin var að baki. Æfingaleysið sagði til sín. Passa það næst, halda áfram að ganga, halda sér við. Veðrið lék við okkur, en við vor- um rétt um þrjátíu í ferðinni. Farar- stjóri var María Beglind Þráinsdótt- ir. Henni reyndist létt verk að leiða gönguhópinn, fróð og jákvæð. Þegar við náðum Hátindi kom eina augnablikið sem ekki sást til sólar, útsýnið takmarkaðist. Aðeins sást til hæstu fjallstinda. En þá, sem svo oft áður, verður að gera upp við sig að það er fleira en eitt sem fær fólk til að ganga á fjöll. Hreyf- ingin er frábær, félagsskapurinn getur verið góður, tengsl við nátt- úruna eu mikils virði og svo getur fínt útsýni verið viðbót við allt hitt. En verst er að treysta á útsýnið. Svo var á Hátindi Esjunnar sunnudag- inn 7. október. En það breytti ekki öllu hinu góða. Tilfinning að vera efst á Esjunni og eiga eftir að ganga niður, að hafa sem sagt náð áfanga sem einhvern tíma virtist fjarri, er dásamleg. Hreint dásamleg. Esjan er svo sem ekki hönnuð til göngu. Þar er stórgrýtt og gangan sjálf krefst allrar athygli, ef hún gleym- ist augnablik er hætta á að illa fari. Þegar gengið er af Hátindi og norð- ur Esjuna, eftir Skálatindi og þaðan að Meðalfelli er það fín gönguleið, ekki vegna þess að létt sé að ganga hana, heldur frekar vegna þess hversu útsýnið er mikið og fallegt. Hvalfjörðurinn er sérstakur og ekki er ónýtt að hafa hann fyrir framan sig. Þegar gengið var af Skálatindi, var ferðinni haldið áfram, norður og niður, eins og einn göngumanna orðaði það. Þegar líður að lokum góðrar gönguferðar er gott að láta hugann reika, njóta víðsýnisins og rúmsins. Furðu vekur hvað margt af göngufólkinu er vel að sér, þekkir öll kennileiti og örnefni. Ég dáist að því fólki sem ber svo mikla virðingu fyrir landinu að það leggur á sig að geta nefnt alla tinda, dali, læki og hlíðar réttum nöfnum. Að fara yfir Esjuna er góður dag- skammtur, hæsti tindur var rúm- ir 900 metrar og gönguvegalengd- in sennilega um sautján kílómetrar og við vorum um sex tíma á gangi. Æfingaleysið sagði ekkert til sín eft- ir að upp var komið. Gangan var alls ekki erfið, samt ekki létt, hún reyndi bæði á líkama og sál. Athyglin varð að vera í lagi. Sem sagt nokkuð krefj- andi ganga sem sannar enn og aft- ur hversu margir kostir eru til úti- veru og líkamsþjálfunar í nágrenni Reykjavíkur. Haustganga Hornstrandafara Hin árlega haustganga Horn- strandafara verður farin laugardag- inn 13. október en ferðin er á vegum Ferðafélags Íslands. Í ferðalýsingu segir að ferðin verði venju samkvæmt með árhátíðar- ívafi þar sem á dagskrá verði hæfileg blanda af útivist og skemmtun. Lagt verður af stað klukkan tíu á laugardagsmorgun frá Mörkinni 6, hvaðan ekið verður að brúsastöðum í Þingvallasveit. Þaðan verður gengið á búrfell og svo yfir öxará í átt að svartagili þar sem rúta mun sækja hópinn. gangan tekur um fimm tíma en að henni lokinni verður haldið til Nesjavalla þar sem göngugarpar baða sig og snæða tveggja rétta kvöldverð þar sem flutt verður ávarp, sungið saman og farið með gamanmál. klukkan 11 að kvöldi verður ekið til reykjavíkur. Nánari upplýsingar á fi.is Hekla númer hundrað Fjallgöngugarpurinn og hátinda- höfðinginn Þorvaldur Víðir Þórisson mun á næstunni ljúka því magnaða þrekvirki að ganga á hundrað hæstu fjöll landsins á rúmum 10 mánuðum. undanfarna mánuði hefur hann sigrað hvern tindinn á fætur öðrum og er nú óðum að nálgast takmark sitt. síðasta ganga Þorvaldar Víðis verður á drottningu Íslands, sjálfa Heklu. Í þessari síðustu göngu mun hann bjóða áhugasömum að ganga með sér á tindinn, en gangan verður farin á morgun, laugardag. Þeim sem hafa áhuga á að slást í för með Þorvaldi er bent á að hafa samband við Íslenska fjallaleiðsögumenn, sem standa að skipulagningu göngunnar á Heklu. Haustblót í Strút Ferðafélagið Útivist stendur helgina 19.–21. október fyrir uppskeruhátíð í skálanum við strút á Mælifells- sandi. Þar gefst ferðafólki kostur á að njóta haustkyrrðarinnar, villibráðar og gönguferða í nágrenni skálans. Á laugardags- kvöldinu verður fjölbreytt hlaðborð þar sem haustið er meginþemað. Þátttakendur koma sjálfir með mat á hlaðborðið, til að fagna vetrarbyrjun. Fararstjóri er sylvía Hrönn kristjánsdóttir og á meðan á dvölinni stendur er ráðgert að fara í gönguferðir um svæðið. rauði- botn, Hólmsárlón, strútslaug og torfajökull eru dæmi um staði sem eru í dagsgöngufæri frá skálanum. Nánari upplýsingar á utivist.is. Yfir Esjuna - norður og niður Útivist efndi til göngu yfir Esjuna. Rétt um þrjátíu mættu til göngunn- ar. Veður var frábært og útsýnið stórkostlegt. Sigurjón M. Egilsson var meðal göngumanna. Dimmt á Hátindi Útsýnið af Hátindi var nánast ekkert. Það skemmir ekki skemmtunina af góðri göngu. Leifur Hákonarson myndar að baki Leifi eru Móskarðshnjúkar og skálafell. Fjær sést í Þingvallavatn. Ekki að sökum að spyrja eftir að komið var niður af Hátindi var varla ský að sjá. útivera fyrir alla:Er ÚlfarsfEll hrÚga? Allir ferðir hefjast á einu skrefi. Þegar ég byrjaði að ganga á fjöll, eða réttara sagt á fell, var ég ekki til afreka. Allt of þungur, með króníska höfuðverki og svimaköst. Blóðþrýstingurinn allt of hár og svo framvegis. Úlfarsfellið var fínt takmark til að byrja með. Og er það enn. Einu sinni hitti ég mann í hlíðum Keilis og eins og oft gerist taka menn tal saman um gönguferðir. Hann spurði hvert ég hefði farið síðast.„Gekk á Úlfarsfell í gær,“ sagði ég. „Úlfarsfell?“ át maðurinn upp eftir mér og sagði: „Úlfarsfell er bara hrúga.“ Er Úlfarsfell hrúga? Nei, Úlfarsfell er engin hrúga. Úlfarsfell er 295 metra yfir sjó. Það tekur um klukkustund að ganga upp og niður, jafnvel korteri meira fyrir byrjendur. Þegar upp er komið sjá allir sem þangað koma að af Úlfarsfelli er fínasta útsýni. Langavatn og Hafravatn, Reykjanesfjöllin, Mosfellsdalur, Esja, Akrafjall, Faxaflói og Snæfellsnes svo eitthvað sé nefnt. Úlfarsfell er fínt fell, fyrir þau sem eru ekki vön göngu er fínt að fara á Úlfarsfell. Tekur sæmilega á þegar fólk er að þjálfast og fyrir þau sem eru í ágætri æfingu er hægt að fara upp og niður á tíma, það er keppa við sjálfan sig. Stundum hagar þannig til að ekki er tími eða aðstæður til að fara langt eða fara á há fjöll. Þá er betra að fara á Úlfarsfell en fara ekki. Skemmtilegasta leiðin upp er frá skógræktinni við Vesturlandsveg og ganga þaðan í suður, upp Hamrahlíð. Það er mun skemmtilegri leið en koma að fellinu að sunnan og ganga upp akveginn. Gangan að sunnan er skemmtilegri þar sem gengið er um gróið land og tilfinningin fyrir náttúrunni verður mun meiri. Ganga á Úlfarsfell tekur kannski eina klukkustund, eða ámóta langan tíma og tími í líkamsræktarsal. Gangan kostar ekkert og er eflaust miklu skemmtilegri og meira gefandi. Úlfarsfell Fínasti þrekstigi í næsta nágrenni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.