Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 19
handtökur ritstjóra Umboðsmaður Alþingis hefur sent borgarstjórn Reykjavíkur og bæjar- stjórnum Akraness og Borgarbyggðar 12 spurningar. Þetta eru sveitarfélögin sem eiga Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Spurningar umboðsmanns snúast um grundvallaratriði í stjórnsýslu og al- mennu pólitísku siðferði. Nú heyrir upp á þá sem bera ábyrgð á ákvarð- anatökum undanfarinna mánaða í OR að svara umboðsmanni. Þessir ein- staklingar hafa borið miklar skyldur þar sem þau hafa farið með eignarhluti almennings í þessum sveitafélögum í OR. Svörin munu líklega ráða úrslit- um um pólitíska framtíð þó nokkurra sveitarstjórnarmanna og embættis- manna sem hafa komið að þessum verkum í umboði kjósenda í Reykjavík, á Akranesi og í Borgarbyggð. Spurningar umboðsmanns eru fyllilega tímabærar. Mikið moldviðri hefur á stundum staðið um þessi mál og því fagnaðarefni að hlutlaust eftir- litsembætti Alþingis steig fram og lagði fram skjal þar sem komið er beint inn á helstu álitamál sem varða stjórnsýsl- una. Ótal spurningum er ósvarað. Sjálfur bý ég á Akranesi og er varabæjarfulltrúi Frjálslynda flokks- ins í bæjarstjórn. Meirihluti þessarar stjórnar er myndaður af fulltrúum lista Sjálfstæðisflokks og lista Frjálslyndra og óháðra. Akranes á 5,6% hlut í OR og einn af sex fulltrúum í stjórn fyr- irtækisins. Sem varabæjarfulltrúi hef ég ekki verið upplýstur um þessi mál á neinum tímapunkti af hálfu aðal- fulltrúa meirihlutans í bæjarstjórn þó það heyri upp á þau, því það eru þau sem sitja í umboði kjósenda og fremja verknaðina. Oddviti Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórn Akraness er forseti bæjarstjórnar og fulltrúi Akurnesinga í stjórn OR. Bæjarstjóri Akraness fer með umboð bæjarbúa á eigendafund- um. Óttast sitjandi fulltrúar meirihlut- ans á Akranesi afstöðu Frjálslynda flokksins varðandi braskið með orku- auðlindir þjóðarinnar og kaupréttar- samningana sem sumir þykjast ekki hafa vitað um? Vita þau upp á sig ein- hverjar skammir sem þau óttast að ræða um? Hér er dæmi um pukrið. Síðdegis á miðvikudag í þessari viku, var hald- inn reglubundinn fundur í bæjarstjórn Akraness. Bæjarstjórnarfundir eru opnir almenningi og beinar útvarps- útsendingar frá þeim yfir bæinn. Að fundum loknum eru hljóðupptök- ur af þeim settar á vef Akraneskaup- staðar þar sem hlusta má á þennan fund (www.akranes.is). Fundurinn var merkilegur fyrir ýmislegt sem var sagt - en líka fyrir margt sem var látið ósagt, eða kannski frekar ekki aðgengilegt eyrum bæjarbúa á Akranesi. Á þessum fundi varð enn ein und- arleg uppákoma tengd málefnum OR og REI. Þessi mál voru nefnilega tek- in út fyrir sviga á bæjarstjórnarfund- inum. Forseti bæjarstjórnar lýsti því yfir við upphaf bæjarstjórnarfundar að Orkuveitumálin yrðu rædd sér- staklega á öðrum og lokuðum fundi allra bæjarfulltrúa, eftir bæjarstjórn- arfundinn. Af þessu leiddi að málin voru ekki rædd fyrir opnum tjöldum og í heyranda hljóði þar sem bæjar- búar eiga að fá hlutina upp á borð- ið. Minnihlutinn notaði ekki tím- ann á bæjarstjórnarfundinum til að leita svara við þeim spurningum sem brenna á fólki en fóru kringum mál- in eins og kettir kringum heitan graut, til að mynda um kaupréttarsamning- ana. Þarna var því fundi bæjarstjórn- ar slitið og síðan haldinn sérstakur „kynningarfundur“ sem var lokaður með bæjarfulltrúum (þar með tal- ið fulltrúa bæjarins í stjórn OR) og bæjarstjóra um þessi mál. Það var þá loks á miðvikudag að málið var „kynnt“ bæjarstjórn tæpri viku eftir að ákvarðanir um sameiningu, kaup- réttarsamninga og annað voru teknar í umboði bæjarbúa. Útvarpsútsending úr fundarsal bæjarstjórnar var rofin áður en „kynn- ing“ hófst. Allir bæjarfulltrúar þar með talið minnihlutans sem eru Framsókn, vinstri grænir og Samfylking virðast hafa fallist á þennan gjörning - það er að ræða hagsmunamál sem brenna á bæjarfélaginu og raunar þjóðfélaginu öllu fyrir luktum dyrum. Er það til fyr- irmyndar að hegða málum með þess- um hætti? Ef eitthvað er þarf umboðsmaður Alþingis að spyrja enn fleiri spurninga áður en fólk fær botn í hvað raunveru- lega er búið að vera í gangi í þessum málum. Það þarf að lofta út. Tilbúnir í leikinn Kárni Árnarson, Emil Hallfreðsson og Grétar Rafn Steinsson landsliðsmenn í knatt- spyrnu eru í óðaönn að undirbúa sig fyrir landsleikinn gegn Lettlandi um helgina. Emil Hallfreðsson blés myndarlega tyggjókúlu í stuttri hvíld á æfingu í gær. myndin P lús eð a m ínu s Björn Ingi Hrafnsson, borgarfulltrúi Framsóknar- flokksins, fær mínusinn að þessu sinni fyrir að reyna að svara gagnrýni með því að segja að REI-gjörningurinn hefði verið fínn ef hann væri í viðskipt- um en ekki pólitík. Sandkassinn Er ég virkilEga sá eini sem fékk aulahroll við að horfa á athöfn- ina þegar Yoko Ono lét kveikja á friðarsúlunni í Viðey? Hjálpi mér allir heil- agir. Ég hljóp upp í rúm, lok- aði að mér og setti höfuðið undir kodda þegar Villi Vill fór að lesa upp ræðuna sína sem hann hafði greinilega ekki lesið yfir áður. Mér heyrðist hann heldur ekki þekkja tungumálið. Þegar ég taldi að fyrrverandi borgarstjór- inn okkar hefði lokið sér af, fór ég fram og hugðist horfa á rest- ina af þessari útsendingu. Því hEfði ég betur sleppt. Mér fannst athöfnin ná nýjum hæð- um í kjánaskap þegar svart- klædda ekkjan hóf að endur- taka orðin „I love you“ í sífellu. Ég gat ekki horft á þetta. Ég slökkti á sjónvarpinu, setti Imagine á repeat og ákvað að elda mér hvalkjöt, sem var lík- lega besta ákvörðun dagsins. Finnst engum öðrum en mér fá- ránlegt að eyða hundrað millj- ónum króna í æðislega stórt vasaljós sem varpar ekki ljósi á neitt nema þá ömurlegu stað- reynd að það er verið að eyða peningunum okkar í eitthvað kjaftæði? ég Er viss um að það hefði verið hægt að byggja ágætis skjóls- hús yfir róna miðborgarinn- ar fyrir þessar hundrað millj- ónir. Þá fengju þeir allavega frið. Innri frið. Miðbæjarbú- ar fengju í það minnsta frið, eða hvað? Hverju ætli þessi frið- arsúla skili? Ætli sjálfsmorðs- árásum í Írak fækki? Ætli Ís- raelsmenn og Palestínumenn nái sáttum þegar þeir frétta af súlunni? Umfram allt, ætli Villi fyrirgefi Birni Inga að velta hon- um úr borgarstjórastólnum, og þeir fallist í faðma vegna friðar- súlunnar? Spurning hvort súlan hafi fellt Villa. Af hverju var Ástþór Magnús- syni og Stefáni Pálssyni ekki boðið? Margrómuðum friðar- sinnum! Baldur Guðmundsson fann engan frið. Lævi blandið loft stjórnmálamaður skrifar maGnús þór hafsTeinsson Forseti bæjarstjórnar lýsti því yfir við upphaf bæjarstjórnarfundar að Orkuveitumálin yrðu rædd sérstaklega á öðum og lokuðum fundi allra bæjarfulltrúa, eftir bæjar- stjórnarfundinn. DV Umræða föStudaGuR 12. oKtóbER 2007 19 DV fyrir 25 árum Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500Opið 7-21 alla daga vikunnar G S æ g r e i f a n s Humarsúpa r i l l ve is l a Fiskur á grillið Hin fullkomna humarsúpa samkvæmt New York Times Spurningin „Eftir að súlan reis féll Sjálfstæðisflokk- urinn. Menn verða bara að meta það hvort því fylgir friður eða ófriður,“ segir Kristinn H. Gunnarsson, þingmaður framsóknarflokksins. friðarsúlan var reist með miklum glæsibrag á þriðjudaginn en í gær varð uppi fótur um fit þegar Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson steig úr stóli borgarstjóra. sKaPar súLan friÐ Í BorGinni?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.