Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 55

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 55
DV Helgarblað föstudagur 12. október 2007 55 eins og gengur og gerist í heimi tískunnar sem og annars staðar er eitt heitara en annað. Margar af heitustu stjörnunum í Holly- wood eru komnar í kjóla sem einkennast af síðum ermum og hálsmáli sem líkist einna helst hálsfesti. Hálsmálið er upp í háls og fallega skreytt og jafnvel ermarnar líka. Þær demi Moore og Cameron diaz eru stórglæsilegar í þessum fínu kjólum. Nýr litur á hælaNa Það er varla hægt að leyfa kjólnum að njóta sín betur en með því að vera á hælum í eins lítið áberandi lit og hægt er. Haustið býður upp á kjóla og flíkur í öllum regnbogans litum og því tilvalið að velja sér kremaða og kamellitaða hæla. skvísurnar í Hollywood eru alveg með þetta á hreinu og hér má sjá þær Ivönku trump, Jessicu alba og kristen bell í eins náttúrulegum hælum og hægt er. Flottur stíll Persónan Kristín Björk JeaN Pierre BragaNza OPNuN í KrONKrON ef það er eitthvert merki sem er ótrúlega klæðilegt en að sama skapi einstakt og ótrúlega töff, þá er það Jean Pierre braganza. bæði kvenfata- og karlalínan eru nokkuð sem enginn ætti að láta fram hjá sér fara. Jean Pierre braganza er fæddur í London en flutti snemma til kanada og lærði myndlist þar til hann uppgötvaði sína sönnu köllun, tískuna. braganza flutti til London þar sem hann var settur á annað ár í fatahönnun í Central st. Martins. braganza hefur síðan þá ævinlega sýnt línurnar sínar á tískuvikunni í London og á stóran aðdáendahóp út um allan heim. Liborius á Laugaveginum er með þetta merki og því um að gera að næla sér í nokkrar góðar flíkur. Norski hönnuðurinn siv stoldal hefur verið öflug allt frá því hún útskrifaðist úr Central saint Martin‘s árið 1999. siv stoldal hannar karlmannafatnað og fást föt eftir hana í versluninni kronkron á Vitastíg. ekki nóg með það heldur er hún með sýningu í versluninni kronkron sem verður opnuð á morgun, laugardaginn 13. október. Það er því um að gera að koma við á Vitastígnum, bæði til að kíkja á hönnun hennar og sjá sýninguna. gaman, gaman, maður getur slegið tvær flugur í einu höggi. Nafn? „kristín björk kristjánsdóttir.“ Aldur? „29 ára.“ starf? „Listamaður.“ stíllinn þinn? „kósí.“ Allir ættu að? „sinna sérviskum sínum grimmt. upp á líf og dauða.“ Hvað er möst að eiga? „drifkraft, hugrekki, innsæi og góða ullarsokka.“ Hvað keyptir þú þér síðast? „Purpurarautt undirpils með pífum og bróderíi.“ Hverju færð þú ekki nóg af? „Hárborðum, fléttum og beltum. skóm sem segja: Hér kem ég! skikkjum og löngum sokkum sem ná örlítið upp á læri svo skín í heilaga staðinn á milli þeirra og pilsins.“ Næsta tilhlökkun? „að spila og sýna súper átta vídeóverk í Peking, sjanghæ og goungzhou fyrir skrilljón manns.“ Hvert fórstu síðast í ferðalag? „Ég er á tónleikaferð um kína.“ Hvað langar þig í akkúrat núna? „Víbrafón og rauðhettuskikkju.“ Perlur hér heima? „unaðsdalur.“ Hvenær fórstu að sofa í nótt? „aldrei. Ég fékk mér 20 mínútna „power“- kríu og stökk svo upp í flugvél.“ Hvenær hefur þú það best? „Þegar allt er með felldu.“ Afrek vikunnar? „að halda augunum á markmiðinu þrátt fyrir mikinn hasar og læti og muna stundum eftir því að hlæja. Já, svo fannst mér nú bara helvíti mikið afrek að muna eftir að pakka lóðboltanum svo ég gæti dittað að löskuðum kontaktmíkrófónum á ferð og flugi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.