Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 62
föstudagur 12. október 200762 Í dagsins önn DV Sandkorn n Í næsta þætti af Tekinn, sem sýndur er á Stöð 2 á föstu- dagskvöldum, er eitt fórnar- lambanna Ásgeir Kol- beins. Ás- geir var víst illa tekinn af félaga sín- um Auðuni Blöndal sem fékk samkyn- hneigðan barþjón til að daðra við Ásgeir. Það fylgir sögunni að Ásgeir sé ekki samkyn- hneigður en hann hafi þó virst upp með sér af þessari athygli sem barþjónninn veitti honum og gott ef hann hafi ekki bara tekið aðeins undir. En Ásgeir virðist hafa breitt bak og tók víst gríninu með mikilli reisn. n Anna Ólafsdóttir Björns- son, sagnfræðingur og blogg- ari, ræðir um REI-stríðið og Friðarsúl- una á blogg- síðu sinni í fyrradag eins og svo margir fleiri. Þar segir hún meðal annars að Vilhjálmur borgarstjóri sé vissulega ger- andi í því stríði, en þó hafi það ekki pirrað hana að sjá hann taka þátt í athöfninni í Viðey í fyrrakvöld þegar friðarsúlan var frumsýnd. Og Anna virð- ist mjög hliðholl þessu ljósi friðar í miðri orrahríðinni um REI. „[...] þökk sé listakonunni Yoko Ono fyrir að framkvæma þennan fallega draum hér á heimaslóð okkar Íslendinga. Mig grunar að þessi fallega gjöf muni hafa dýpri áhrif á um- hverfið en okkur grunaði þegar þessi hugmynd kom fyrst til tals,“ segir Anna. n Hemmi Gunn, frískur og fjörugur, lýsir yfir ánægju sinni á blogginu með Friðarsúluna í Viðey. Hann er þakklátur fyrir framtak Yoko Ono og borgar- yfirvalda í Reykja- vík sem á að hvetja fólk til frið- ar. Hemmi nefnir fína fólkið í færslu sinni en segist hafa saknað þess að sjá ekki helstu afreksmenn Íslands af bítla- kynslóðinni sem sungu í frið- aranda Bítlanna um árabil. Ja, það hefði nú kannski verið skondið að sjá Rúnar Júl. taka í spaðann á Ringo. Hver er maðurinn? „Maðurinn er andans og ljóðsins, skáld með göt á vösunum.“ Hver er menntun þín? „Ég er þrefalt háskóladroppát án einnar einustu einingar, og þegar ég síðast ákvað að nenna ekki að sitja á skólabekkjum klukkan átta á morgn- ana, að ég þyrfti að gjöra svo vel að bera ábyrgð á eigin menntun. Síðan þá vel ég mínar eigin skólabækur.“ Hvað drífur þig áfram? „Ástin og ljóðlistin, allajafna, en stöku sinnum, þegar í mig hlaupa ljót- ir andar, er ég drifinn áfram af pirringi, þótt ég sé ekki stoltur af því.“ Hvert er þitt hlutverk á Ljóðahá- tíðinni Nyhils um helgina? „Í þetta sinn, í fyrsta sinn, fæ ég að slaka á. Ég varð mér úti um léns- mann sem sér um alla vinnuna fyrir mig. Ég mun því bara spjalla við vini mína, eignast nýja vini, og svo fæ ég víst að lesa upp líka á föstudeginum. Já, og líka á laugardeginum, á Súfist- anum skilst mér. Og ég fæ að láta skína í hversu vel ég er gefinn á ráðstefnunni á sunnudeginum.“ Hvar er hátíðin? „Hátíðin er í Þjóðleikhúskjallaran- um, föstudags- og laugardagskvöld, og ráðstefnan er í Norræna húsinu eftir hádegi á sunnudag. Svo verður smá- upplestur á Súfistanum á Laugavegi á laugardag.“ Eigið þið von á mörgum erlendum gestum? „Það eru sjö stykki. Hinn þung- brýndi og hlægilegi Linh Dinh, a. rawl- ings sem gagnrýnendur segja „graða og óforskammaða“, fjöllistamaðurinn Leif Holmstrand, neðansjávarkafar- inn Markku Paasonen, póst-pönkar- inn Sean Bonney, femínistapían Vilja-Tuulia Huotarinen og danska heimsósómaskáldið Lars Skinnebach.“ Er hátíðin að rísa upp úr lægð? „Þetta er þriðja skiptið sem hátíðin er haldin, og hún var náttúrulega í lægð áður en hún var fyrst sett í gang og hef- ur í hvert sinn stækkað að umfangi og glæsileik.“ Í DAG Á MORGUN HINN DAGINN Veðrið +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx +10 7 +12 7 +11 7 xx xx xx xxxx xx xx xx xx +8 4 +9 4 xx xx xx xx xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx +xx xxxx +7 4 +10 7 xx xx xx xxxx xx +8 4 xx +10 7 +8 4 xx xx +7 4 +12 7 xx +5 7 xx +4 1 xx xx xx +84 -xx -xx MAÐUR DAGSINS NÚ GETUR ÞÚ LESIÐ DV Á DV.IS DV er aðgengilegt á dv.is og kostar netáskriftin 1.490 kr. á mánuði ég er þrefalt háskóladroppát Eiríkur Örn Norðdahl rithöfundur mun um helgina koma fram á Ljóðahátíðinni Nyhils sem haldin verður í Þjóðleikhúskjallaranum. eiríkur gaf nýlega út ljóðaþýðingasafn og ljóðabók sem ber heitið Þjónn, það er fönix í öskubakkanum mínum. stjörnur vIkUNNAR Tryggvi Gunnarsson, umboðs- maður alþingis, fær fjórar stjörnur fyrir að spyrja margra hvassra spurninga um hvernig staðið var að því að stofna og sameina opinbera félagið reykjavík energy Invest einkarekna félaginu geysi green energy. Þegar svör fást við þessum spurningum ætti margt að vera ljósara en nú um þetta mál sem hefur skekið íslenskt samfélag. Yoko Ono Hvað svo sem mönnum kann að þykja um Yoko ono – og það er víst að sumir hafa enn ekki fyrirgefið henni þátt hennar í að splundra bítlunum – verður því ekki neitað að friðargeislinn sem hún tendraði hefur sett sitt mark á líf landans þessa vikuna. geislinn er til prýði, hugsunin á bak við hann falleg og fólk í ferða- þjónustu fagnar án efa athyglinni sem hann beinir að landi og þjóð. Guðrún Ásmundsdóttir sýndi stórleik í einleiknum Ævintýri í Iðnó, svo mjög að Jón Viðar Jónsson leiklistargagnrýnandi gat ekki orða bundist. „Hún er sögumaður af guðs náð, hún er leikari af guðs náð.“ guðrún fékk fimm stjörnu dóm fyrir frammistöðu sína á leiksviðinu og nú fær hún tvær stjörnur vikunnar fyrir síendurtekið framlag sitt til menningarlífs landans. Ólafur Jóhannesson náði frábærum árangri sem þjálfari fótboltaliðs fH sem hann stýrði til Íslandsmeistaratitils þrjú ár í röð og bikarmeistaratitilsins í ár. Hann hætti á dögunum þjálfun liðsins og gerði það á eigin forsendum, hætti á meðan hann hafði enn eitthvað fram að færa frekar en að þrjóskast við og lenda jafnvel í vandræðum síðar. stjarna fyrir það. Ertu að skrifa bók? „Ég er að byrja á nýrri skáldsögu, um mann sem verður fyrir því skelfi- lega óláni að skipta um skoðun, en slíkt er afar sjaldgæft. Ég var að gefa út ljóðaþýðingasafn og nýja ljóðabók, sem heitir Þjónn, það er Fönix í ösku- bakkanum mínum, og er búinn að vera að glósa fyrir nýju skáldsöguna í dálítinn tíma. Bráðum fæ ég næði til að skrifa hana, og vonandi verður hún tilbúin fyrir næstu jól.“ Hvað er fram undan? „Fram undan er að fara aftur heim til Helsinki eftir helgi, vinna í þýð- ingum á ljóðum Allens Ginsberg, sjá hvort ég geti ekki fengið einhver skrif- djobb sem maður fær borgað fyrir og skrifa skáldsögu.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.