Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 23
Stórsveit Samma
Stórsveit Samúels Jóns Samúlssonar (Samma í Jagúar) spilar á
Græna hattinum á Akureyri í kvöld. Tónleikarnir byrja kl 21 og er
miðaverð 2.000 krónur. Á morgun spilar hljómsveitin í Herðubreið á
Seyðisfirði og svo í Rauða húsinu á Eyrarbakka á sunnudaginn.
Geisladiskur sveitarinnar, Fnykur, hefur fengið frábæra dóma og er
nú uppseldur hjá útgefanda en nýtt upplag er á leiðinni til landsins.
DV Menning Föstudagur 12. október 2007 23
Drekabókin
aftur fáanleg
Bókin Drekafræði – dreka-
bókin mikla eftir dr. Ernest
Drake er loksins fáanleg á ný.
Bókin kom út hjá Bjarti síðasta
haust en íslenskir verðandi
drekafræðingar voru fleiri en
ráð hafði verið fyrir gert og
seldist bókin
upp á örfá-
um vikum.
Drekafræðin
er merkileg
vísindagrein,
bæði æva-
forn og að
miklu leyti
ókannað
svið, að því er segir í tilkynn-
ingu. Í drekabókinni er tal-
að um ýmsar drekategundir,
heimkynni þeirra, líffræði og
lífeðlisfræði, lífsferli og atferli.
Sagt er frá drekum og dreka-
bönum, kynntar aðferðir til að
veiða dreka og temja og rætt
um gagnleg álög og töfra.
Kindahausar
sviðnir
Hefur þú séð hvernig kinda-
hausar og lappir eru sviðin?
Hefur þú fylgst með alvöru-
sláturgerð? Hefur þú smakk-
að heimagerða kæfu, slátur,
brauð eða geitamjólk? Ef ekki
er tilvalið að leggja leið sína í
Gamla bæinn í Laufási á morg-
un milli klukkan 14 og 16 til
þess að upplifa gamla tíð með
öllum skynfærum. Tóvinnufólk
verður að störfum í baðstof-
unni og forvitnilegur markaður
með ýmsu góðgæti fyrir munn
og maga verður í skálanum.
Aðgangseyrir fyrir fullorðna er
500 krónur.
Uppboð Gall-
erís Foldar
Næsta listmunauppboð
Gallerís Foldar verður haldið í
Súlnasal Hótel Sögu á sunnu-
dagskvöldið kl. 18.45. Boðin
verða upp 150 verk af ýmsum
toga, þar á meðal fjöldi verka
gömlu meistaranna. Með-
al annars má nefna verk eftir
Þórarin B. Þorláksson, Jón Stef-
ánsson, Mugg, Ásgrím Jónsson,
Kjarval og Svavar Guðnason.
Einnig verða boðin upp verk
eftir Dieter Roth og Ólaf El-
íasson. Verkin verða til sýnis í
Galleríi Fold í dag kl. 10–18, á
morgun kl. 11–17 og sunnudag
kl. 12–17.
Hægt er að nálgast upp-
boðsskrána á myndlist.is.
Drengjakór Reyjavíkur syngur
Drengjakór Reykjavíkur syngur í messu í Hallgrímskirkju á sunnudags-
morgun kl. 11. Friðrik S. Kristinsson er kórstjóri en organisti er cantor
kirkjunnar, Hörður Áskelsson. Kaffi verður á könnunni í messulok.
Ljóðahátíð Nýhils fer fram um helgina:
Ör í hjarta samtímans
Þriðja alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils
fer fram um helgina. Fjöldi skálda,
meðal annars frá Kanada, Danmörku,
Englandi og Víetnam, taka þátt í há-
tíðinni. Hún fer fyrst og fremst fram
í Norræna húsinu og
Þjóðleikhúskjallaran-
um og verður hleypt
af stokkunum á síðarnefnda staðnum
í kvöld. Þar fer fram fyrra ljóðapartí
hátíðarinnar þar sem ellefu skáld
munu stíga fram, þar á meðal eitt
breskt, eitt danskt og Finninn Markku
Paasonen sem var tilnefndur til bók-
menntaverðlauna Norðurlandaráðs
árið 2006 fyrir bók sína Söngvar sokk-
inna borga. Íslensku skáldin sem ætla
að láta ljós sitt skína í kvöld eru meðal
annarra Kristín Ómarsdóttir, Eiríkur
Örn Norðdahl og Una Björk Sigurð-
ardóttir.
Á morgun verður upplestur á Súf-
istanum kl. 15. Eiríkur Örn, Ingólfur
Gíslason, Gísli Hvanndal auk erlendra
heiðursgesta munu lesa upp. Um
kvöldið fer svo fram seinna ljóðapartí
helgarinnar, einnig í Þjóðleikhúskjall-
aranum, þar sem fram koma meðal
annarra Angela Rawlings, Linh Dinh,
Jóhamar, Kristín Eiríksdóttir, Örv-
ar Smárason, Ásmundur Ásmunds-
son, Arngrímur Vídalín, Kristín Svava
Tómasdóttir og Kira Kira. Ólöf Arn-
alds spilar auk þess ljúfa tóna.
Málþing um samtímaljóðlist fer
fram í Norræna húsinu á sunnudag
kl. 13 til 16.40. Fyrri hlutinn ber yfir-
skriftina „How unpoetic it was“, eða
„En hvað það var óskáldlegt“, og stýrir
Birna Bjarnadóttir umræðum. Seinni
hálfleikur, „Taking Aim at the Heart
of the Present“ („Ör í hjarta samtím-
ans“), verður hins vegar í traustum
höndum Benedikts Hjartarsonar.
Allar nánari upplýsingar um há-
tíðina og skáldin er að finna á nyhil.
org.
ljóð
við en hinir eru Hafið bláa, Ávaxta-
karfan og Benedikt búálfur. Selma
Björnsdóttir er leikstjóri og er þetta
í fyrsta sinn sem hún leikstýrir „at-
vinnumannasýningu“ ef svo má
segja. Samvinnuverkefni hennar
og Þorvaldar Bjarna eru orðin mý-
mörg. „Við höfum unnið saman á
mörgum plönum,“ segir Þorvaldur.
„Þetta er í fyrsta sinn sem við vinn-
um saman þar sem hún er að leik-
stýra svona stóru stykki og ræður
mig sem tónlistarhöfund. Við höf-
um oftast unnið saman þar sem
hún syngur og leikur í mínum söng-
leikjum, til dæmis Ávaxtakörfunni
og Hafinu bláa. Svo höfum við unn-
ið saman að fullt af sýningum hjá
menntaskólunum og svo gerðum
við náttúrlega margar plötur saman
í poppinu,“ segir Þorvaldur og ber
hann Selmu vel söguna sem fag-
manni. „Hún hefur svo skýra sýn á
allt það sem hún er að gera og er svo
ákveðin, en um leið þolinmóð, að
hún nær svo góðum tökum á þeim
sem hún er að vinna með. Og hún
er mjög vinsæl hjá þeim sem vinna
með henni. Það er alveg einstaklega
góður mórall í þessari sýningu.“
Farsælt samstarf við Selmu
Þorvaldur hefur séð um tón-
listina í ófáum áhugamannaleik-
sýningum í gegnum tíðina og eru
nemendamótssýningar Verzlunar-
skólans þar fremstar í flokki. Hann
segir töluverðan mun á því að vinna
að slíkum sýningum og uppsetning-
um hjá atvinnumannaleikhópum.
„Þar er fólk sem er ekki sérstaklega
menntað í leik eða söng og kemur
það kannski aðallega fram í því að
í menntaskólasýningunum þarf að
hjálpa fólki aðeins meira í að finna
réttu leiðina. Í staðinn kemur al-
veg rosaleg leikgleði og kraftur sem
er oft mjög skemmtilegt við þessar
menntaskólasýningar.“
Ævintýrið um Gosa eftir Ítal-
ann Carlo Collodi birtist fyrst á
prenti á seinni hluta 19. aldar. Síð-
an þá hefur það heillað ófá börn
víða um heim. Þorvaldur Bjarni
er í hópi þeirra barna. „Ég heillað-
ist af hversu dramatísk en drunga-
leg sagan er á köflum. Hún er full af
andstæðum, til dæmis þrá Jakobs,
pabba Gosa, til að eignast einhvern
tímann son sem hann getur elskað
og verndað, versus illskan og sjálfs-
elskan í Stórólfi leikhússtjóra. Ferð-
in til Allsnægtalands var til dæmis
sérstaklega ógnvænleg og dularfull
eins og ég upplifði hana sem krakki.
Hins vegar eru í sögunni athyglis-
verðar pælingar um hvað gerir okk-
ur nöktu apana að manneskjum.“
Gera má ráð fyrir að seint komi
að því að Þorvaldur þurfi að kvarta
undan verkefnaskorti. En hvað er
það sem ræður því fyrst og fremst
að hann velur að taka að sér eitt-
hvað eitt verkefni frekar en annað?
„Það er oftast bara fólkið sem maður
starfar með sem ræður því að maður
stekkur á eitthvað. Ég hef til dæmis
alltaf hrifist af málverkum Vytautas-
ar og var því mjög spenntur að fara
inn í þessa uppfærslu. Ég fékk ein-
mitt teikningar og myndir frá hon-
um áður en ég byrjaði að semja sem
var mjög inspírerandi. Svo hefur
samstarf okkar Selmu verið gott og
það fór ekki á milli mála að ég var
tilbúinn að semja fyrir hennar fyrsta
stóra leikstjórnarverkefni.“
Straumlínulagaðra
tónvinnslunám
Tónvinnsluskóli Þorvaldar
Bjarna er nú á sínu fjórða starfsári.
Hann segir mikið að gera í tengsl-
um við starfsemina þar. „Þetta er
farið að rúlla sinn vanagang, ef
svo má segja. Tónvinnslunámið
er búið að straumlínulagast og frá
því í fyrra höfum við verið í beinu
samstarfi við Digidesign sem
framleiðir Protools-upptökufor-
ritið. Við erum því orðin það sem
heitir alþjóðlega viðurkenndur
„Protools-skóli“. Fólk er þá líka að
koma út úr skólanum með alþjóð-
lega viðurkenndar gráður.“
Þorvaldur vill ekki fullyrða
um að tónlistarnámið skili okkur
færari tónlistarmönnum. „Enda
kannski ekki mitt að tjá mig um
það,“ segir hann. „En það vant-
aði klárlega svona nám í notkun
tónlistar- og upptökuforrita hér
á landi. Við svo sannarlega stytt-
um leiðina verulega hjá þeim sem
hafa áhuga á að taka upp og vinna
sína tónlist með þeim tækjum sem
eru til í dag. Það er að segja, ef þú
ert að semja lög og hefur áhuga á
að koma þeim á framfæri áttu að
geta gert þetta sjálfur að loknu
þessu námi, með þeim tækjum
sem eru í boði.“
Aftur á skjáinn
Síðastliðinn laugardag hóf sjón-
varpsþátturinn Laugardagslög-
in göngu sína í Ríkissjónvarpinu.
Þar verður meðal annars valið lag-
ið sem keppir fyrir Íslands hönd í
Evróvisjón-söngvakeppninni í Serb-
íu næsta vor. Þorvaldur er tónlistar-
stjóri þáttarins og segir einnig álit
sitt á lögunum og flutningi þeirra í
þættinum, ekki ólíkt því sem hann
gerði svo vel í hinni vinsælu Idol-
stjörnuleit á Stöð 2 í tvo vetur. „Þetta
er mjög skemmtileg tilbreyting. En
við erum ekki þarna sem dómnefnd,
við erum ekki þarna að dæma lög-
in eða flytjendur, heldur erum við
raunverulega fulltúar áhorfenda
við að fylgjast með hvað gerist á bak
við tjöldin á meðan á vinnslu lag-
anna stendur. Við ætlum á engan
hátt að hafa áhrif á hvaða lög kom-
ast áfram. Við erum eiginlega svona
spekúlantar um þetta allt saman,
ætlum að velta upp alls konar flöt-
um um þetta í vetur og hlutverk
okkar á eftir að verða margs konar.
Ég hef líka komið að hönnuninni á
formi þáttarins með starfsmönnum
Sjónvarpsins og er að vinna með
öllu tónlistarfólkinu, pródúsentun-
um og fleirum sem koma að þessu.
Ég snerti því á mörgum punktum
og það eru í rauninni forréttindi
að fá að kynnast sköpunarferlinu
hjá öllum þessum frábæru höfund-
um. Við höfum nefnilega verið að
heimsækja tónlistarfólkið á með-
an það er að vinna að lögunum og
höfum í rauninni fylgst með ferlinu
frá því höfundarnir voru að klóra í
sér hausnum allt þar til lagið er til
og springur út. Þannig að þetta er
heilmikið ævintýri.“
Þorvaldur hefur heyrt flest lögin
sem munu keppa um farseðilinn til
Serbíu og líst afskaplega vel á. „Það
eru mörg frábær lög að verða til
þarna og eins og kom fram í fyrsta
þættinum var ég mjög hrifinn af
laginu hennar Hafdísar Huldar.
Og í rauninni öllum lögunum sem
voru þar þótt það hafi kannski snert
mig sérstaklega,“ segir Þorvald-
ur. Aðspurður segir hann þó ekki
hægt að fullyrða neitt um það hvort
þessi breytta umgjörð geti stuðl-
að að betri árangri Íslands í loka-
keppninni næsta vor. „Enda er það
kannski ekki aðalatriðið í þessu. Við
erum raunverulega bara að búa til
hálfs árs þáttaröð sem snýst öll um
tónlist og tónlistarsköpun og mér
finnst það frábært framtak hjá Sjón-
varpinu. Og sem tónlistarmaður er
ég náttúrlega himinlifandi.“
Íslensk tónlist í heimsklassa
Í ljósi þeirrar gríðarlegu þekk-
ingar sem Þorvaldur hefur á tónlist,
og reynslu hans af tónlistarsköpun
og vinnu með ýmsum öðrum ís-
lenskum tónlistarmönnum, er fróð-
legt að heyra hvað honum finnst
um gæði íslenskrar dægurlagatón-
listar samtímans. Að hans mati hafa
þau aukist stórlega í seinni tíð. „Það
gerist miklu oftar núna, þegar mað-
ur heyrir plötur frá til dæmis Pétri
Ben og fleirum, að við fyrstu hlust-
un sé maður ekkert alveg viss hvað-
an þetta er. Maður hugsar kannski:
Er þetta eitthvað frá Ástralíu, er
þetta eitthvað frá Bandaríkjunum,
er þetta eitthvað sem er búið að slá í
gegn í heiminum? Menn eru komn-
ir í heimsklassa í þessu, enda ekkert
skrítið því aðgengið að tónlist hefur
verið miklu meira en hjá fyrri kyn-
slóðum með tilkomu netsins. Fram-
ganga Bjarkar og Sigur Rósar hefur
líka verið afskaplega inspírerandi
fyrir síðustu kynslóðir.“
Todmobile enn að
Hljómsveitin Todmobile, sem
Þorvaldur stofnaði fyrir tæpum tut-
tugu árum ásamt Andreu Gylfadótt-
ur og Eyþóri Arnalds, reis úr dvala
fyrir nokkrum misserum og gaf
meðal annars út plötu í fyrrahaust.
Og upprisan er ekki yfirstaðin, ef
svo má segja. „Við spilum svona tvö,
þrjú böll á mánuði,“ segir Þorvald-
ur. „Við erum því í sjálfu sér að spila
miklu meira heldur en við höfum
gert síðasta áratug. Svona dansleik-
ir eru hins vegar ekki fremst á síð-
um blaðanna. Þetta eru líka árshá-
tíðir og bara böll úti um allt land.
Í lok október verðum við svo með
tónleika á NASA.“ Það er því ljóst
að Þorvaldur Bjarni er vakinn og
sofinn í tónlistinni á mörgum víg-
stöðvum. „Já já, þetta er mitt plat-
form, mitt starf, þannig að auðvitað
snýst allt um þetta.“
FÓLKIÐ aðalaðdráttaraflið
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson er með mörg járn í eldinum nú
um stundir líkt og endranær, enda á meðal færustu tónlistar-
manna þjóðarinnar. Hann samdi tónlistina við fjölskyldusöng-
leikinn Gosa sem frumsýndur verður í Borgarleikhúsinu á
morgun og er tónlistarstjóri nýs skemmtiþáttar í Ríkissjón-
varpinu. Í viðtali við Kristján Hrafn Guðmundsson segir
Þorvaldur meðal annars frá aðkomu Sinfóníuhljómsveitar
Búlgaríu að söngleiknum, „kombakki“ sínu á sjónvarpsskjá-
inn og skoðun sinni á íslenskri dægurlagatónlist samtímans.
Glatt á hjalla Halldór gylfason (skolli),
Víðir guðmundsson (gosi) og aðalbjörg
Árnadóttir (Lóra) í hlutverkum sínum í
söngleiknum gosa sem frumsýndur
verður á morgun. MYND: Borgarleikhúsið
Markku Paasonen tilnefndur til
bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs
árið 2006.