Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 28
föstudagur 12. OKtÓBEr 200728 Helgarblað DV
É
g var mjög leiðinlegur krakki,“
segir Auðunn Blöndal, eða
Auddi eins og fleiri þekkja hann.
„Væri ég á sama aldri í dag væri
ég bryðjandi rítalín allan dag-
inn. Ég var ofvirkur.“ Auddi ólst
upp á Sauðárkróki. Hann á tvær
systur sem hann stendur á milli í
aldri. „Ég var svo fyrirferðarmik-
ill að systir mín eldri lamdi mig
reglulega. En ég skil hana vel, ég átti þetta full-
komlega skilið,“ segir hann hlæjandi. „Einhvern
daginn þegar ég var búinn að fá nóg af barsmíð-
um hennar sagðist ég mundu hefna mín þegar
ég yrði stærri og sterkari en hún. Þessi yfirlýs-
ing mín rifjaðist svo upp fyrir mér á aðfanga-
dag þegar ég var átján ára. Ég hjólaði í hana og
málningin fór út um allt. Hún var ekki hress.“
Auddi segist hafa róast í kringum fermingu. „Ég
þroskaðist og fann þá að eldra fólki fannst ég
óþolandi. Þetta var hætt að vera fyndið. Ég laun-
aði mömmu svo þolinmæðina með því að vera
fínn unglingur. Ég byrjaði ekki að drekka fyrr
en ég var átján ára.“ Þrátt fyrir ofvirknina segist
hann hafa verið fínn nemandi. „Svona þegar ég
nennti að læra gekk það mjög vel. Ég hef alltaf
átt mjög auðvelt með að læra,“ segir Auddi sem
segist þó hafa verið iðnari í íþróttum en við lest-
ur námsbóka.
Kann ekki að skipta um dekk á bíl
Átján ára fluttist Auddi frá Sauðárkróki til
Reykjavíkur. Mamma hans og systir unnu þá
hjá Íslandsflugi en þar fékk Auðunn sína fyrstu
vinnu í höfuðborginni. „Það var í rauninni bara
verið að kasta til mín beini. Þetta var bara svona
svo ég fengi eitthvað að gera. Það var engin
þörf fyrir mig þarna. Ég var ráðinn þarna sem
aðstoðarmaður flugvirkja. Ég bara ráfaði um
vinnusvæðið sparkandi í dósir og beið þess að
vinnudeginum lyki. Ég entist þó í tvo mánuði
en ég held að ég hafi ekki gert handtak. Ég kann
ekkert svona. Ég kann ekki einu sinni að skipta
um dekk á bíl.“ Eftir aðgerðaleysið í flugskýlinu
hóf Auðunn störf á lager. „Mér hundleiddist það
en þar var mjög góður mórall og ég kynntist fullt
af fínum strákum.“ Á þessum tíma var Auddi far-
inn að hugleiða að leggja skemmtanabransann
fyrir sig. „Ég hafði leikið í leikritum og komið
fram á ófáum skemmtunum á Sauðárkróki. Ég
fann það alveg að þetta var það sem ég vildi gera
þó að fram að þessu hefði ég stefnt að íþrótta-
frama.“
Angraði Simma á djamminu
Á meðan Auddi lét sér leiðast á lagernum
streymdu vinir hans frá Króknum til að hefja
háskólanám. „Alltaf þegar ég hitti gamla fé-
laga frá Króknum var spurt: Hvað ert þú að
gera? Hvað ert þú að gera? Ég hálfskammaðist
mín fyrir að segja að ég væri bara að vinna á
lager, með fullri virðingu fyrir þeim sem vinna
þá vinnu, og svaraði því: Ég byrja bráðum í 70
mínútum.“ Auddi hafði þá þegar sóst eftir að
koma að þættinum 70 mínútur með einhverj-
um hætti. „Ég fór oft niður á sjónvarpsstöðina
PoppTíví og talaði við dagskrárstjórann, Bússa,
sem lofaði að gefa mér séns.“ Á þrautseigjunni
sótti Auddi í eitt og hálft ár um að taka þátt í
þættinum. „Ég var líka alltaf að angra Simma
á djamminu og spurði hann: Jæja, hvenær fæ
ég að leika í falinni myndavél hjá ykkur? Það
styttist í það, maður, sagði þá Simmi. Ég gafst
bara ekkert upp á að ganga á eftir þessu. Þeir
héldu að ég væri annað hvort þroskaheftur eða
bara ótrúlega áhugasamur. Sem betur fer létu
þeir reyna á þetta og ég byrjaði að leika í falinni
myndavél.“ Auðunn segist hafa fljótt fallið inn
í hópinn. „Sveppi er nú einn af mínum bestu
vinum í dag. Við hittumst líka allir reglulega.
Höldum úti svona matarklúbbi. Þetta eru allt
miklir snillingar,“ segir Auddi.
Frægðin spennandi í byrjun
Auddi hefur nú unnið við sjónvarp í sjö ár;
í 70 mínútum, Strákunum, Svínasúpunni og nú
síðast Tekinn. Hann er þjóðþekktur maður og
sérlega vinsæll hjá yngri kynslóðinni. Auddi seg-
ist þó ekki kvarta yfir frægðinni. „Þetta gengur í
bylgjum. Mér fannst þetta geðveikt spennandi
fyrst. Svo kom tímabil sem ég var voða spaði og
fannst þetta þreytandi. En það þroskaðist sem
betur fer af mér. Þetta er bara gaman og ég er
mjög þakklátur, því ef fólk hefði ekki gaman af
þáttunum sem ég hef komið fram í væri ég ekki
í þessari vinnu sem mér þykir svo skemmtileg.
En auðvitað dettur alltaf inn einn og einn leið-
inlegur, það er ekki það. Ég var sjálfur að væla
í Simma í jogginggalla á Sportkaffi. Ég var þessi
leiðinlegi sjálfur.“
Myndarlegur maður í sambúð
Þegar um svo myndarlega menn er að ræða
er eðlilegt að vera forvitinn um fjölskylduhagi.
„Ég er í sambúð.“ En svo er auðséð að Auddi vill
ekki fara nánar út í þá sálma. Ég gantast og spyr
hvort hann sé eins og ekta Hollywood-stjarna.
„Nei, oj,“ segir hann þá. „Ég hef bara aldrei haft
áhuga á því að ræða svona hluti opinberlega og
ég veit að kærastan mín hefur ekki áhuga á því.
Ég virði það við hana.“ Þrátt fyrir mikinn vilja til
„Ég var mjög leiðinlegur
krakki. Væri ég á sama aldri í
dag væri ég bryðjandi rítalín
allan daginn. Ég var ofvirkur.“
Auðunn Blöndal auddi hefur átt miklum
vinsældum að fagna sem sjónvarpsmaður í
þáttum á borð við 70 mínútur, strákana,
svínasúpuna og nú síðast tekinn.