Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 12.10.2007, Blaðsíða 36
an til Celtic. En þetta var vandasamt fyrir þjálfara og kergja og leiðindi frá lokum tímabilsins á undan. Svo voru meiðslavandræði á hópnum en ég hef gjarnan sagt það og stend við það að þetta hafi verið eitt mitt besta ár í þjálfun. Það er fyrst og fremst í mót- læti sem reynir á. Hvernig maður vinnur úr hlutunum og það var ekki auðvelt. Maður lærir mikið á því. Það er ekkert sjálfgefið í þessu og ég ber mikla virðingu fyrir leikmannahópn- um 2004. Bara fyrir að standa í lapp- irnar við erfiðar aðstæður. Þó að það hafi séð á liðinu, margir reynslumikl- ir menn horfið á braut, og þeir sem höfðu burði til að sigra á mótinu. Þá var hópurinn mjög þéttur og gaf sig í hvert einasta verkefni. Þannig að það urðu engin slys og við áttum ágætis leiki inn á milli.“ KR lenti í sjötta sæti í Landsbankadeildinni og Willum fór í frí sem þjálfari KR en kom heim sem þjálfari Vals. Rekinn og ráðinn í sama fríinu Willum fór í frí með fjölskyldu sinni en hann á þrjú börn og eitt er á leiðinni. Leiðin lá til Portúgals þar sem fjölskyldan skyldi vera í forgangi. Willum hafði ekki notast við GSM- síma fyrr en hann tók við Val, þrátt fyrir að nánast hvert mannsbarn eigi slíkan síma, KR-ingar tjáðu honum að þeir ætluðu að ráða nýjan þjálfara daginn áður en hann fór utan, enda var samningurinn opinn og eitt ár tekið í einu. Valsmenn sáu sér leik á borði og réðu hann í sama fríi. „Ég ætlaði ekki að láta neitt trufla það frí. En það voru útsjónarsam- ir einstaklingar í Val sem náðu ein- hvern veginn að komast í samband við mig. Eftir mikla þrjósku þessara manna og nokkra umhugsun tók ég við Val. Ég ætlaði bara að gefa fjöl- skyldu minni þessar þrjár vikur og ekki láta fótboltann trufla það neitt. Enda var ég ekki með GSM-síma á þeim tíma, en þeir náðu í mig í gegn- um frúna.“ Úr varð að Willum tók við Val sem hafði verið í miklum öldu- dal. Liðið fór upp og niður á milli efstu deildar og fyrstu en nú var lag. Félagið stóð í stórræðum utan vallar, nýr völlur skyldi byggður og allt í einu varð Valur spennandi félag. „Það var mikil áskorun í því að taka við Val. Félagið er með svo gríðarlega hefð og ég ber ómælda virðingu fyrir félaginu, bara frá uppvaxtarárunum mínum í Vesturbænum. Þá eru í Val öflugir og framsýnir stjórnendur, sem fylgir mikill metnaður og kraftur. Þess vegna fannst mér þetta spennandi kostur. Ég hafði svo sem fylgst vel með og vissi að það væri ákveðinn grunn- ur í leikmannahópnum sem hægt var að vinna með. Það voru mjög öflug- ir knattspyrnumenn í liðinu, sem er alltaf ákveðin grundvallarforsenda, og það var mikill kraftur í félaginu og mikill hugur. Þannig að mér tókst ekki alveg að vera í rólegheitunum,“ segir Willum og glottir. Fjölmargir sterkir leikmenn gengu til liðs við Val eftir að Willum tók við. Kjartan Sturluson, Atli Sveinn Þór- arinsson, Grétar Sigurðsson, Guð- mundur Benediktsson og Sigþór Júlí- usson, svo fáeinir séu nefndir. „Ég hugsa að leikmenn hafi skynj- að svipað og ég gerði að það væri eitt- hvað að gerast í félaginu og mikill hugur. Smám saman efldist og þéttist hópurinn og menn skynjuðu það að þarna var gaman. Ég held að menn leiti þangað sem er mikill hugur og árangurskröfur. Það hefur komið töluvert af leik- mönnum til okkar sem ég þekki og hef unnið með og ég veit að hafa þá eiginleika sem einkenna sigurvegara. Svo var þessi hugur að vilja koma í Val af því að þar var eitthvað að gerast. Stór hluti af þjálfun er að raða sam- an ólíkum eiginleikum í sterka liðs- heild.“ Fyrsta tímabil Vals undir stjórn Willums var í raun ævintýralegt eins og hann segir sjálfur frá. Liðið end- aði í öðru sæti í deildinni en varð bik- armeistari. „Við ætluðum okkur að vinna mótið en héldum því innan klefans enda ekki ástæða til annars. Mér fannst við alveg hafa mannskap í það og kraft. FH-ingarnir voru reynd- ar með ógnarsterkt lið og við náðum að fylgja þeim nokkuð vel eftir. Við unnum sjö af níu leikjum í fyrri um- ferðinni og í eðlilegu árferði hefði það dugað til að vera efstir eftir fyrri um- ferðina. En við unnum bikarinn og unnum sjö af níu mótum sem við tók- um þátt í. Unnum allt nema deildar- bikarinn og Íslandsmótið þar sem við lentum í öðru sæti, þannig að þetta var virkilega skemmtilegt ár og fór fram úr björtustu vonum.“ Þegar Valur varð bikarmeistari árið 2005 voru liðin 13 ár frá síðasta titli fé- lagsins. Bikartitillinn leysti eithvað úr læðingi sem erfitt er að útskýra. „Ég þekki það frá tíma mínum í KR. Ég veit ekki hvort það sé rétt að segja að það sé þrúgandi ástand en svona allt að því. Þegar líður langur tími getur þetta myndað einhverja spennu sem er erfitt að lýsa. Bikarinn hjálpaði okk- ur sem liði og þá sáu menn að það var allt hægt í þessu. Það er styttra í bik- arúrslitin en í Íslandsbikarinn, það er meira svona maraþon. Fyrst við vorum komnir svona langt í bikarn- um var ekki um annað að ræða en að vinna hann. Það gaf mönnum aukna trú að landa bikarnum.“ Leikmenn komu ekki á Hlíðarenda í sjö mánuði Eftir að bikartitillinn var kominn í hús kom skrýtið tímabil hjá Vals- mönnum. Miklar framkvæmdir voru á Hlíðarendasvæðinu og liðið þurfti að æfa um allan bæ um veturinn enda ekki um annað að velja. Vetur- inn fyrir tímabilið var erfiður. „Hann auðvitað einkenndist af því sem er búið að hrjá okkur síðustu tvö ár og það er aðstöðuleysi. Það var erfitt fyrst að fóta sig í því og vinna úr því. Maður þurfti svolítið að læra inn á það. Bæði þjálfarateymið og svo hópurinn. Við unnum meira með það núna í ár og ræddum það en það var erfiðara þá. Það var nýtt að vera að æfa úti um all- an bæ. Raða saman æfingum þannig að þetta var svolítið snúið. Sem dæmi fengum við til liðs okkur leikmenn haustið 2005 og þeir höfðu ekkert komið niður á Hlíðarenda um vorið 2006, búnir að vera í félaginu í ein- hverja sjö mánuði. Þegar maður er að vinna með hug- tök eins og félagsvitund er það auðvit- að svolítið sérstakt.“ Valur hefur spilað heimaleikina sína undanfarin tvö ár á Laugardalsvelli. Mikið mannvirki þar sem áhorfendur vilja stundum týnast. „Laugardalsvöllur hefur aldrei verið betri en í ár. Grasið var alveg meiri- háttar. Eftir breytingarnar er hann náttúrulega stórkostlegur leikvangur. Það er verið að gera mjög góða hluti með völlinn og það er ekkert að því að spila á Laugardalsvellinum. En það hefur ekki unnið neitt með okk- ur. Fyrir hin liðin að koma á völlinn er auðvitað bara stemning. En fyrir okk- ur að eiga við þetta tóm þarna, af því þetta er svo stórt, var eins og völlur- inn væri hreinlega tómur.“ Markmiðið var alltaf Íslandsmeistaratitill Willum segir að fyrir tímabilið í ár hafi alltaf verið stefnt að því leynt og ljóst að standa uppi sem sigurvegari. Liðið var orðið fullmótað, lykilmenn voru búnir að spila lengi saman og liðsheild og þéttleiki hópsins voru áberandi sterk. „Það var kominn þessi sigurbrag- ur á liðið og við vorum komnir með þennan ás í liðið. Við fengum mikinn liðsstyrk. Breytingarnar voru reyndar miklar milli ára sem er aldrei gott en engu að síður tókst að halda þessum ás. Við vorum ekki sáttir við að vinna ekki hin tvö árin og við misstum ann- að sætið í lokaumferðinni og vorum bara súrir. Ég sagði áðan að vonbrigði eru alltaf jarðvegur ef maður miss- ir sig ekki og heldur haus. Þá eru vonbrigði það sem er mikill kraftur í. Þannig að markmiðið var ljóst frá fyrstu æfingu í nóvember. Ég hef ver- ið meira inni á þeirri línu að halda markmiðunum innan hópsins og fara varlega með þau opinberlega en mér fannst það við hæfi núna að lýsa því yfir hvað við ætluðum að gera. Til að staðfesta það inni í hópnum og lýsa því yfir og segja það fullum fetum. Það var kannski gert í þeim tilgangi að staðfesta trúna. Við höfum misst mjög sterka leik- menn frá okkur sem hafa staðið sig gríðarlega vel. Bjarni Ólafur, sem reyndar kom aftur og það var mik- ill fengur í honum, Garðar Jóhanns- son, Garðar Gunnlaugsson, Grétar Sigfinnur þar áður og svo má ekki gleyma félagslega sterkum knatt- spyrnumönnum. Góðum og gildum Valsmönnum. Á móti kemur að við fengum skemmtilega blöndu leik- manna sem ég þekkti vel til og vissi að myndu fylla þessa mynd okkar. Það má ekki gleyma því að það var ákveðið áfall að missa Matthí- as Guðmundsson. Því þessi tvö ár á undan var hann leikja- og marka- hæsti leikmaður okkar. En svona í staðinn fengum við félagslega sterka knattspyrnumenn. Þeir smullu strax inn í þetta hjá okkur. Það tekur alltaf tíma að læra inn á nýja leikmenn en við urðum alltaf sterkari og sterkari sem er einkenni góðra liða. Það var mikið öryggi yfir liðinu, það hikstaði reyndar aðeins hjá okkur. Við mis- stum alla vinstri hliðina úr liðinu um tíma. Barry, Rene og Hafþór Ægi. En það er kannski dæmi um styrk liðs- ins að við silgdum í gegnum þetta.“ Margir fara út sem hafa verið undir stjórn Willums Ellefu ár eru síðan Willum tók við Þrótti sem var hans fyrsta þjálfun- arstarf í fótboltanum. Undantekn- ingarlaust hafa erlend lið komið og keypt sterka leikmenn úr liðum sem hann hefur þjálfað. Heiðar Helguson þegar hann var með Þrótt, Kristján Örn, Veigar Páll, Kjartan Henry og Thedór Elmar þegar hann var með KR og fjórir leikmenn Vals hafa far- ið í atvinnumennsku eftir að Willum tók við liðinu. „Þessu er erfitt að svara. Ég held að þetta sé frekar háð velgengni liða. Þegar vel gengur og liðsheild virkar vel sem lið njóta eiginleikar einstakl- inganna sín best. Það er þannig held ég í þeim tilfellum sem ég hef upp- lifað sem eru reyndar æði mörg. Þá hefur hitt þannig á.“ Leikmenn sem farið hafa út eftir að hafa leikið undir stjórn Willums Heiðar Helguson Einar Örn Birgisson Tómas Ingi Tómasson Theódór Elmar Bjarnason Kjartan Henry Finnbogason Veigar Páll Gunnarsson Kristján Örn Sigurðsson Bjarni Ólafur Eiríksson Garðar Gunnlaugsson Garðar Jóhannsson Ari Freyr Skúlason Geymir allar yfirlýsingar Nokkrir leikmanna Vals eru komnir á efri ár og eru á síðari stig- um ferils síns. Willum segir að þeg- ar markmiðum sé náð sé eðlilegt að hugsa um eitthvað annað. „Það hefur auðvitað verið mikið álag og það er oft þannig þegar áfangi næst finnst mönnum oft orðið gott. Það er það sem er kannski að gerast hjá okkur. Einhverjir menn ná markmið- um sínum og vilja þá gera eitthvað annað. En okkur er mikið í mun að halda hópnum eins mikið og okkur er unnt í samvinnu við stjórnina, sem er geysidugleg þegar kemur að þess- um þætti. Og svo erum við með ein- vala liðsstjórnunarteymi sem ég legg mikla áherslu á að halda í. Barry er bara eitt ár í einu-maður. Það helg- ast af því að hann býr í Skotlandi og hann mun svara okkur endanlega í vetur. Við virðum það við hann. Ég á ekki von á öðru en að flestir leikmenn verði áfram. Það er í nokkuð góðum farvegi. Ég er þeirrar skoðunar al- mennt að þú verðir að gera ráð fyr- ir ákveðnum breytingum. Við erum með leikmenn sem verða kannski orðnir atvinnumenn á morgun.Svo þarf alltaf nýtt blóð til að halda öðr- um mönnum á tánum. En við erum ekki að tala um marga leikmenn. Við erum að tala um leikmenn sem hafa getu, burði og þor til að taka slaginn með okkur.“ Willum hefur þjálfað í 11 ár. Hann hefur unnið allt sem hægt er að vinna hér á landi. Hann hefur unnið all- ar deildir, frá neðstu deild til þeirrar efstu, og orðið bikarmeistari. Hann þarf því ekki að sanna neitt fyrir nein- um. Hann er einfaldlega einn af þeim betri í sínu fagi. „Ég held að ég verði að taka hóg- væru leiðina á þetta og geyma yfirlýs- ingarnar,“ segir Willum þegar hann er spurður að því hvar hann sjái sjálfan sig eftir nokkur ár. „Maður gerir þetta stundum, geymir markmiðið inni í klefanum. Ég mun leggja mig fram af krafti með Val á næsta tímabili og svo er að fjölga í fjölskyldunni, sem á all- an minn hug þessa stundina. Þannig að ég hugsa ekki mikið lengra en það í bili,“ segir Willum Þór Þórsson, þjálf- ari Íslandsmeistara Vals. benni@dv.is Föstudagur 12. október 200736 Sport DV Hefur fylgt Willum guðmundur benediktsson hefur lengi leikið undir stjórn Willums. Þjálfari ársins Willum var valinn þjálfari ársins 2007.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.