Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 4
 LEIÐIN TIL HOLLUSTU Skyr.is drykkirnir standast þær ströngu kröfur sem gerðar eru til matvæla sem merktar eru Skráargatinu. Þú getur treyst á hollustu Skyr.is. www.skyr.is H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Tala land og þjóð markvisst niður veður Föstudagur laugardagur sunnudagur SmávæTa S- og Sa-Til, en annarS þurrT áfram milT. HöfuðborgarSvæðið: Rigning um moRguninn, en síðan þuRRt. að meSTu þurrT og SólríkT n-Til á landinu. HiTi að meSTu yfir 0°C HöfuðborgarSvæðið: skýjað, en að mestu þuRRt. meira Skýjað og Smá væTa S- og a-landS. milT í veðri. HöfuðborgarSvæðið: skýjað að mestu en þuRRt. með þessu áframhaldi fer að grænka mikil umskipti urðu í veðrinu um liðna helgi og síðan hefur verið milt. svo verður áfram, og nú fer að sjá í grænt í byggðum S- og SV-til. Hitinn helst yfir frostmarki á láglendi meira og minna til sunnudags. að mestu verður þurrt, helst að það rigni með köflum suðaustanlands og austanlands á sunnudag. sennilega kaldara strax eftir helgi, en ekkert hret að sjá enn. 7 4 8 6 7 6 5 8 7 6 7 5 4 4 7 einar Sveinbjörnsson vedurvaktin@vedurvaktin.is Þ að er nú bara þannig að einn læknirinn fór héðan fyrir 5 árum og okkur hefur ekki enn tekist að fylla hans skarð. Ann- ar fór á eftirlaun í haust og sá þriðji er að vinna í hálfu starfi og ekkert gengur að finna menn í þeirra störf. Svo er einn í veikindaleyfi svo þá má segja að hér sé allt að hrynja,“ segir Samúel J. Samúels- son, yfirlæknir á Heilsugæslunni í Mjódd, þar sem aðeins þrjár stöður af sjö eru mannaðar. „Þetta er mjög slæmt ástand en það eru bara engir heimilislæknar á lausu. Stöðurnar hafa verið auglýstar í langan tíma en enginn sækir um þær.“ álag á læknum bitnar á sjúklingunum Samúel segir ástandið hafa versnað eftir hrun. „Hér hrundu auðvitað öll laun um helming svo eðlilega fóru ungir læknar utan þar sem kjörin eru betri. Það er erfitt að keppa við hærri laun, meira frí og þægilegri vinnutíma og þess vegna koma ungir læknar ekki auðveldlega heim. Svo eru flestir læknar með tengingu erlendis og geta því auðveldlega farið. Það eru bara gömlu karlarnir eftir sem nenna ekki að rífa sig upp. Þetta er í raun eins og sveitir sem eru á leið í eyði, flestir eru farnir en nokkrir gefast ekki upp og eru eftir. En það kemur auðvitað að því að við förum líka,“ segir Samúel sem gæti farið á eftirlaun í haust en ætlar þó ekki að hætta á meðan hann hefur heilsu til að halda áfram. En álagið á læknunum sem eftir sitja getur verið mjög mikið og það bitnar á sjúklingunum. „Það lendir auð- vitað á okkur sem erum eftir að reyna að sinna skjólstæðingum læknanna sem fóru. Það tekur sinn tíma að komast inn í þeirra mál sem geta verið jafn misjöfn og þau eru mörg.“ Stéttin er að breytast Samúel bendir á að ástæður lækna- skortsins séu þó margslungnar og margir samverkandi þættir sem hafi áhrif. Tímarnir séu að breytast og stéttin með. „Yngri kynslóðin vill ekki vinna eins og við gerðum í gamla daga og svo er stéttin að breytast í kvennastétt. Þær eiga börnin og því breytist vinnutíminn. Þetta verður til þess að nú dreifist álagið og þá vantar fleiri lækna. Þetta hefur verið viðvarandi í nokkuð mörg ár í stéttinni,“ segir Samúel. Ómar Sigurvin Gunnarsson, formaður félags almennra lækna, segir lækna sem eru að ljúka sér- námi erlendis skila sér mun síðar heim en áður. „Það er athyglisvert að skoða aldursdreifinguna hjá læknum en meðalaldur heimilis- lækna hefur lækkað um fimm ár á síðustu fimm árum. Meðalaldurinn er aðeins lægri á einkastofunum því þar er aðeins meiri nýliðun. Þar er minni miðstýring svo fólk getur hagað sínum vinnutíma betur.“ Grunnlaun heimilislækna eru 530.556 krónur eftir sex ára grunn- nám, eins árs kandídatsnám og fjögurra til sex ára sérnám, það er að segja ellefu til þrettán ára nám. Margir þeirra lækna sem nú starfa á heilsugæslunni eru læknar með læknaleyfi sem hafa ekki lokið sérnámi. Már Egilsson er ungur læknir sem stefnir á að verða sérfæðingur í heimilslækn- ingum. Hann segir marga unga lækna stefna á að klára sérnámið erlendis þar sem launin séu tvöfalt, jafnvel þrefalt hærri en á Íslandi, en það séu ekki bara launin sem heilli. „Skortur á sérfræðingum hér heima rýrir gæði námsins hér mjög mikið.“ Már stefnir samt á að koma heim aftur þegar hann líkur sérnáminu, það er að segja ef um- hverfið verður skárra en í dag. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is „allt frá efnahagshruninu hefur mark- visst verið að því unnið að tala land og þjóð niður. það er ekki gert í útlöndum, heldur fyrst og fremst hér heima,“ sagði sigmundur Davíð gunnlaugsson forsætisráðherra á aðalfundi samtaka atvinnulífsins í gær. „Loks var komin réttlæting fyrir byltingarstjórn, sem myndi brjóta á bak aftur það hræðilega samfélag sem hafði verið byggt upp á íslandi á 20. öld,“ bætti hann við. „til er fólk sem leit á vissan hátt á efnahagslegar ófarir íslands sem sinn stærsta sigur, sem réttlætinguna fyrir sjálfu sér og skoðun- um sínum. Loksins var komin sönnun þess að ísland og íslendingar væru ekkert svo merki- legir, og jafnvel hálfglataðir aular. Loksins hlytu allir að sjá að íslendingar hefðu í gegnum tíðina aldrei getað stjórnað sér sjálfir almennilega,“ sagði forsætisráð- herrann ennfremur. „þetta er ekki stór hópur og slíkur hópur hefur alltaf verið til, en hann hefur færst mjög í aukana á undanförnum árum og lætur sér- staklega mikið í sér heyra nú þegar draumurinn um vonlausa ísland er að fjara út og allt horfir til betri vegar í efnahagslífi landsins.“ síðan sagði hann: „það er tímabært að segja skilið við hugarfar afturhalds, neikvæðni og niðurrifs. Flest bendir enda til að svartnættinu sé að slota og trú á eigin getu að eflast. það er einna helst í innstu myrkviðum netsins og í ræðu- stól alþingis, stöku sinnum, að hagsmunaverðir svartnættisins halda vöku sinni.“ Lögfræðingar og stjórnmálamenn stýra Landsvirkjun þrír lögfræðingar, tveir fyrrverandi stjórn- málamenn og einn sveitarstjórnarmaður á landsbyggðinni sitja í nýrri stjórn Lands- virkjunar sem skipuð var í gær. Formaður er jónas þór guðmundsson, hæstaréttar- lögmaður og formaður Lögmannafélags íslands. aðrir stjórnarmenn eru Helgi jóhannesson hæstaréttarlögmaður, jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar. þeir þrír eru fulltrúar stjórnarflokkanna en fulltrúar stjórnarand- stöðunnar eru þórunn sveinbjarnardóttir, framkvæmdastýra samfylkingarinnar og Álfheiður ingadóttir, líffræðingur og fyrr- verandi ráðherra og þingmaður Vg. Varamenn eru Páley Borgþórsdóttir, teitur Björn einarsson, Ásta Björg Pálmadóttir, fyrir ríkisstjórnarflokkana en Skúli Helgason og steinþór Heiðarsson fyrir stjórnarandstöðuna. Björn thors og Hilmir snær í Borgarleikhúsið sex nýir leikarar hafa verið fastráðnir til Borgarleikhússins. Björn thors, Hilmir snær guðnason eru þekktastir í hópnum en hinir eru katla margrét þorgeirsdóttir, Hjörtur jóhann jónsson, þórunn arna kristjánsdóttir og maríanna Clara Lúthers- dóttir.kristín eysteinsdóttir, nýr leikhús- stjóri Borgarleikhússins, hefur jafnframt sagt upp samningum við fimm eldri leikara en í þeim hópi eru til dæmis theodór júlíusson og Hanna maría karlsdóttir.  heilbrigðisÞjónusta læknaskortur í heilsugæslunni Alvarlegt ástand á heilsugæslunni í Mjódd Samúel J. Samúelsson, yfirlæknir heilsugæslunnar í Mjódd, segir ástandið hafa verið slæmt frá hruni en nú sé allt að hrynja. Læknar leita út fyrir landsteinana að betri kjörum auk þess að sækja frekar í einkastofurnar þar sem vinnutíminn er sveigjanlegri og launin hærri. samúel j. samúelsson, yfirlæknir heilsugæslunnar í mjódd, segist aldrei hafa séð það svartara á heilsugæslunni en þar eru þrjár stöður af sjö mannaðar. 4 fréttir Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.