Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 58
58 heilsa Helgin 4.-6. apríl 2014
Rannsókn samband sykuRlausRa dRykkja og hjaRtakvilla
sími: 588 8998
Steinbökuð gæðabrauð
að hætti Jóa Fel
Hjartakvillar eldri kvenna tengdir
við neyslu sykurlausra drykkja
– Lifið heil
ÍS
L
E
N
S
K
A
/S
IA
.I
S
/L
Y
F
6
85
32
0
4/
14
www.lyfja.is
Fyrir
þig
í Lyfju
Læg a
verð í
LyfjuBioténe
Munnúði, munnskol,
munngel og tannkrem
sem vinnur gegn munnþurrki.
20%
afsláttur
Gildir út apríl
k onur sem hafa farið á breytingaskeiðið og drekka tvo eða fleiri sykurlausa
drykki á dag eru líklegri en ella til
að fá sykursýki, háan blóðþrýst-
ing og hærri BMI stuðul. Rann-
sóknin var gerð að frumkvæði
bandarísku samtakanna „Womens
Healt Initiative“, en þau hafa að
markmiði að efla rannsóknir á
heilbrigði kvenna og vinna að
forvörnum gegn sjúkdómum og
heilsutapi kvenna.
Niðurstöður rannsóknarinn-
ar, sem náði til 60.000 kvenna í
Bandaríkjunum á meðalaldrinum
63 ára, og Huffingtonpost fjallaði
um á dögunum, sýna greinilegt
samband milli neyslu sykurlausra
gosdrykkja og ýmissa hjartakvilla.
Rannsóknin er sú viðfangsmesta
til þessa til að fjalla um samband
sykurlausra drykkja og hjartasjúk-
dóma og tók lífsstíl og BMI-stuðul
þátttakenda til greina. Konur sem
drukku tvo eða fleiri sykurlausa
gosdrykki á dag voru ekki aðeins
30% líklegri til að fá hjartaáfall eða
slag, heldur voru þær líka 50% lík-
legri til að deyja úr einhverskonar
hjartasjúkdómum en konur sem
drukku sjaldan eða aldrei sykur-
lausa gosdrykki.
Samkvæmt eldri rannsóknum
drekkur einn af hverjum fimm
Bandaríkjamönnum sykurlausa
drykki á hverjum degi og helm-
ingur þeirra drekkur meira en tvö
glös á dag.
Sumir halda sykurlausa drykki
vera hollari en sykurdrykki en
fjöldi rannsókna sýnir að gervisæt-
an í sykurlausu drykkjunum getur
haft ýmiskonar skaðlega áhrif og
nú bætast neikvæð áhrif á hjartað
við þær rannsóknir.
Rannsakendur segja niðurstöð-
urnar eiga að hringja viðvörunar-
bjöllum og fá fólk til að hugsa sig
tvisvar um áður en það kaupir gos-
drykki.
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Í tilefni af alþjóðlegri viku sem til-
einkuð er minni saltneyslu vill
embætti landlæknis vekja athygli
á því að þrátt fyrir að saltneysla
hafi minnkað um 5% frá árinu 2002
borði Íslendingar enn of mikið salt.
Þetta sýna niðurstöður landskönn-
unar á mataræði meðal fullorðinna
sem fram fór 2010–2011. Meðal-
neysla karla á salti er a.m.k. 9,5 g
og kvenna 6,5 g á dag.
Hversu mikið salt
að hámarki á dag?
Samkvæmt nýjum norrænum ráð-
leggingum er ekki mælt með að
borða meira en 6 g af salti á dag
og börn 2–9 ára ættu ekki að neyta
meira en 3–4 g á dag. Þörfin fyrir
salt er hins vegar ekki meiri en 1,5
g af salti á dag.
Draga má úr
hækkun blóðþrýstings
Mælt er með að dregið sé úr salt-
neyslu. Þannig má draga úr hækk-
un blóðþrýstings, en háþrýstingur
er einn af áhættuþáttum hjarta- og
æðasjúkdóma. Minni saltneysla get-
ur einnig dregið úr líkum á ákveðn-
um tegundum krabbameina.
Danir hafa sýnt fram á það að
með því að minnka saltneyslu um 3
grömm á dag að meðaltali hjá þjóð-
inni megi koma í veg fyrir um það
bil 1000 dauðsföll á ári af völdum
hjarta og æðasjúkdóma og heila-
blóðfalls.
Til að draga úr saltneyslu er ráð-
lagt að sneiða hjá saltríkum vörum,
velja saltminni vörur, takmarka salt
í matreiðslu og við borðhald en nota
annað krydd eða kryddjurtir í stað-
inn.
Samkvæmt nýjustu rannsóknum hafa sykurlausir drykkir mun meiri áhrif á hjartað en áður var
talið og konur virðast vera í sérstökum áhættuhópi.
Drögum úr saltneyslu