Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 58
58 heilsa Helgin 4.-6. apríl 2014  Rannsókn samband sykuRlausRa dRykkja og hjaRtakvilla sími: 588 8998 Steinbökuð gæðabrauð að hætti Jóa Fel Hjartakvillar eldri kvenna tengdir við neyslu sykurlausra drykkja – Lifið heil ÍS L E N S K A /S IA .I S /L Y F 6 85 32 0 4/ 14 www.lyfja.is Fyrir þig í Lyfju Læg a verð í LyfjuBioténe Munnúði, munnskol, munngel og tannkrem sem vinnur gegn munnþurrki. 20% afsláttur Gildir út apríl k onur sem hafa farið á breytingaskeiðið og drekka tvo eða fleiri sykurlausa drykki á dag eru líklegri en ella til að fá sykursýki, háan blóðþrýst- ing og hærri BMI stuðul. Rann- sóknin var gerð að frumkvæði bandarísku samtakanna „Womens Healt Initiative“, en þau hafa að markmiði að efla rannsóknir á heilbrigði kvenna og vinna að forvörnum gegn sjúkdómum og heilsutapi kvenna. Niðurstöður rannsóknarinn- ar, sem náði til 60.000 kvenna í Bandaríkjunum á meðalaldrinum 63 ára, og Huffingtonpost fjallaði um á dögunum, sýna greinilegt samband milli neyslu sykurlausra gosdrykkja og ýmissa hjartakvilla. Rannsóknin er sú viðfangsmesta til þessa til að fjalla um samband sykurlausra drykkja og hjartasjúk- dóma og tók lífsstíl og BMI-stuðul þátttakenda til greina. Konur sem drukku tvo eða fleiri sykurlausa gosdrykki á dag voru ekki aðeins 30% líklegri til að fá hjartaáfall eða slag, heldur voru þær líka 50% lík- legri til að deyja úr einhverskonar hjartasjúkdómum en konur sem drukku sjaldan eða aldrei sykur- lausa gosdrykki. Samkvæmt eldri rannsóknum drekkur einn af hverjum fimm Bandaríkjamönnum sykurlausa drykki á hverjum degi og helm- ingur þeirra drekkur meira en tvö glös á dag. Sumir halda sykurlausa drykki vera hollari en sykurdrykki en fjöldi rannsókna sýnir að gervisæt- an í sykurlausu drykkjunum getur haft ýmiskonar skaðlega áhrif og nú bætast neikvæð áhrif á hjartað við þær rannsóknir. Rannsakendur segja niðurstöð- urnar eiga að hringja viðvörunar- bjöllum og fá fólk til að hugsa sig tvisvar um áður en það kaupir gos- drykki. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Í tilefni af alþjóðlegri viku sem til- einkuð er minni saltneyslu vill embætti landlæknis vekja athygli á því að þrátt fyrir að saltneysla hafi minnkað um 5% frá árinu 2002 borði Íslendingar enn of mikið salt. Þetta sýna niðurstöður landskönn- unar á mataræði meðal fullorðinna sem fram fór 2010–2011. Meðal- neysla karla á salti er a.m.k. 9,5 g og kvenna 6,5 g á dag. Hversu mikið salt að hámarki á dag? Samkvæmt nýjum norrænum ráð- leggingum er ekki mælt með að borða meira en 6 g af salti á dag og börn 2–9 ára ættu ekki að neyta meira en 3–4 g á dag. Þörfin fyrir salt er hins vegar ekki meiri en 1,5 g af salti á dag. Draga má úr hækkun blóðþrýstings Mælt er með að dregið sé úr salt- neyslu. Þannig má draga úr hækk- un blóðþrýstings, en háþrýstingur er einn af áhættuþáttum hjarta- og æðasjúkdóma. Minni saltneysla get- ur einnig dregið úr líkum á ákveðn- um tegundum krabbameina. Danir hafa sýnt fram á það að með því að minnka saltneyslu um 3 grömm á dag að meðaltali hjá þjóð- inni megi koma í veg fyrir um það bil 1000 dauðsföll á ári af völdum hjarta og æðasjúkdóma og heila- blóðfalls. Til að draga úr saltneyslu er ráð- lagt að sneiða hjá saltríkum vörum, velja saltminni vörur, takmarka salt í matreiðslu og við borðhald en nota annað krydd eða kryddjurtir í stað- inn. Samkvæmt nýjustu rannsóknum hafa sykurlausir drykkir mun meiri áhrif á hjartað en áður var talið og konur virðast vera í sérstökum áhættuhópi. Drögum úr saltneyslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.