Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 72

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 72
 Í takt við tÍmann ÞórdÍs Björk Þorfinnsdóttir Mig langar að vera góð í öllu Þórdís Björk Þorfinnsdóttir er söngkona í rappsveitinni Reykjavíkurdætur. Hún syngur einnig í nýju bandi, Tuttugu, sem komið er í úrslit í Músíktilraunum. Hún er skapandi og listræn og gjörólík bræðrum sínum enda algjört örverpi í orðsins fyllstu merkingu. Staðalbúnaður Fatastíllinn minn er mjög afslappaður og þægindin skipta mestu máli. Ég er sífellt á þeytingi milli staða og geng því aldrei í hælum og á ógeðslega mikið af strigaskóm. Ég fer aldrei í kjól eða pils, er oftast í buxum og stórum peysum enda lendi ég í vandræð- um ef ég á að gera mig geðveikt fína. Ég kaupi mest föt í útlöndum, Urban Outfitters og Monki og í „vintage“ búðum hérna heima. Með auknum þroska er mér far- ið að finnast gaman að kaupa mér eina og eina dýra og vandaða flík og vel þá jafnvel íslenska hönnun. Núna síðast keypti ég mér fjaðrareynalokk á 30 þúsund. Hugbúnaður Ég veit ekkert hvaðan tónlistaráhuginn kemur. Ég hef verið syngjandi frá því ég man eftir mér. Var athyglissjúka barnið sem var alltaf að troða upp í fjölskyldu- boðum. Svo er ég á sjónlistabraut í Mynd- listaskólanum í Reykjavík og hef mjög gaman af því að mála og teikna. Ég held ég eigi í alvörunni engin önnur áhuga- mál en tónlistina og myndlist. Ég fer ekki í ræktina en hef gaman af dansi og æfði dans þegar ég var yngri. Ég hef ótrúlega lítinn tíma fyrir hreyfingu, hreyfingin mín felst helst í því að hlaupa á milli staða. Mér finnst ótrúlega gaman að fara út að skemmta mér með vinum mínum og fer oftast á Kaffibarinn eða Prikið, Harlem eða Dolly ef við ætlum að dansa. Ég er reyndar svo meðvirk að ég fer alltaf bara þangað sem allir hinir fara. Vélbúnaður Um daginn keypti ég mér iPhone 5S og McBook Pro sama daginn. Það var eiginlega geggjað, geðveikt veldi á mér. Ég kann takmarkað á þetta en finnst ég lúkka vel. Ég er greinilega þræll neysl- unnar. Aukabúnaður Ég kann ekkert að elda en ég held því fram að það sé eingöngu vegna þess að ég hef aldrei lagt mig fram við að læra það. Mig langar ótrúlega að vera góð í öllu en hef ekki tíma til þess. Ég gæti alveg verið góð í að baka en hef ekki tíma til þess. Ég bý í foreldrahúsum en for- eldrar mínir sjá lítið af mér. Ég er örverp- ið á heimilinu og á tvo eldri bræður sem eru fluttir að heiman. Þeir kenndu mér að hlusta á rapp þegar ég var lítil og lengi vel var rappið minn leyndi hæfileiki. Nú er hann ekki svo leyndur lengur. Ég fer mikið út að borða og uppáhaldsstaðirnir mínir eru Snaps og Nora Magazin. Svo elska ég Búlluna. Ég elska hamborgara og pítsur og nenni ekkert að taka þátt í „fitness-healthy-lifestyle-rugli“. Ég borða það sem ég vil þegar ég vil og er ekkert að búa mér til „búst“ á morgnana þótt það myndi hljóma vel. FACEBOOK: NAME IT ICELAND · INSTAGRAM: @NAMEITICELAND Smáralind og Kringlunni NÝTT! Limited línan er komin Peysa Gallaskyrta Bolur Bolur 6990 5690 4290 3990 72 dægurmál Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.