Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 56
Helgin 4.-6. apríl 201456 tíska Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 11-16 Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Pils á 8.900 kr. 2 litir: grátt og svart Stærð S - XXL A-snið Pils á 5.900 kr. "framlenging/undirpils" 2 litir: svart og beinhvítt Stærð S - XXL Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18, Laugardaga 10 - 14 NÝTT NÝTT Teg Selena - hálylltur í 75EF, 80DEF, 85DEF, 90DEF á kr. 6.850,- buxur í stíl á kr. 2.580,- www.siggaogtimo.is Verð kr. 144.000.- parið Skoðið laxdal.is/kjolar • facebook.com/bernhard laxdal Glæsikjólar 20 - 30% afsláttur föstudag til laugardags  Theodóra elísabeT smáradóTTir sTofnandi muffinTopKiller Buxur sem koma í veg fyrir „muffin top“ Theodóra Elísabet Smáradóttir, er stofnandi fatamerkisins MuffinTopKiller. Hún er jafnframt hönn uður merkisins sem hefur slegið rækilega í gegn síðustu misseri. Fyrirtækið selur vörur sínar á netinu en er með saumastofu og sýningarsal í Keflavík, heimabæ Theodóru. „Ég byrjaði að sauma hundaföt árið 2005 og þau urðu svo vinsæl að í dag er ég með vörulager í Svíþjóð þaðan sem ég sel fötin til Evrópu, Bandaríkjanna og Kanada. En það var alltaf frek- ar rólegt í hundafötunum á sumrin svo ég fór að sauma leggings samhliða þeim rekstri, segir Theodóra, stofnandi MuffinTop- Killer fatamerkisins. Ég byrjaði á því að gera buxur bara fyrir mig og vinkonur mínar en svo vatt þetta bara svona upp á sig. Ég ákvað því að stofna merkið og opna netverslun ásamt samstarfskonu minni Þóru Björk en hún hef- ur starfað hjá mér síðan 2005 með stuttu hléi. Við fórum saman út í efna- leiðangur þar sem við fundum góð og vönduð efni sem notuð voru til að búa til fyrstu línuna.“ Engar venjulegar leggings Það voru samt engar venjulegar leggings sem Theodóra byrjaði að sauma fyrir sig og vinkonurnar, heldur leggings sem koma í veg fyrir „muffin top”. „Það sem þessar leggings og núna líka buxur, snú- ast um er þessi góða teygja í mittið. Ég var orðin svo leið á því að finna aldrei almennilegar leggings eða sokkabuxur. Mittið var alltaf svo þröngt og gerði ekkert fyrir mann. Þröngar buxur eða leggings eiga það til að vera svo asnalega hann- aðar fyrir venjulegar konur, þrýsta á líkamann og búa til óþarfa línur. Oft kemur þá oft upp úr strengnum svona „muffin top”. Ég var orðin hundleið á því að vera í fínum kjól og í gegn sáust þessar lín- ur. Þetta eru samt eng- ar aðhaldsbuxur sem þú getur ekki hreyft þig í. Þetta snýst ekki um að þrýsta öllu inn og virka mjórri heldur snýst þetta um að vera í þægilegum fötum og líða vel,“ segir Theodóra. Það eru greini- lega fleiri konur sem hugsa eins og hún því línan hefur slegið al- gjörlega í gegn. „Ég opnaði net- verslunina kort- er í jólin 2012 og viðbrögðin voru ótrúleg. Netsíðan bara hrundi svo ég þurfti að færa hana á annan hýsil þar sem straumurinn var svo mikill. Þetta kom mér mjög skemmtilega á óvart. Og síðan hefur þetta verkefni, sem átti að vera til hliðar við annað, bara verið stöðug vinna.“ Lærði af ömmu „Ég er algjörlega sjálflærð en ég hef alltaf haft gaman að fötum og amma kenndi mér að sauma þeg- ar ég var lítil.“ Theodóra saumar ekki mikið sjálf lengur þar sem all- ur hennar tími fer í reksturinn, en hún er komin með tvær manneskj- ur í fullt starf og leitar nú að þeirri þriðju. Línar vex stöðugt og nú hafa peysur úr íslenskri ull bæst við bux- urnar. „Smekkur kvenna er auðvi- tað mjög misjafn en við reynum að hafa eitthvað fyrir alla. Þess vegna erum við með skræpótta liti og nátt- úrulega, þunn efni og leður, línan er mjög fjölbreytt,“ segir Theodóra. „Mér finnst ótrúlega gaman að geta boðið upp á svona breiða línu og skemmtilegt hvað kúnnarnir okk- ar eru fjölbreyttur hópur en hing- að koma bæði fermingarstelpur og ömmur þeirra að versla.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Þægilegar leggings sem koma í veg fyrir óþarfa línur í mittinu. Buxurnar henta, að sögn Theodóru, ekki bara við öll tækifæri heldur eru þær líka ótrúlega þægilegar. Theodóra segir tilganginn með MuffinTop buxunum ekki vera þann að þrýsta öllu inn heldur að líða sem best í fötunum, án þess að hafa áhyggjur af því að allt sé of þröngt eða stutt í mittið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.