Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 31

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 31
Við bjóðum spennandi matseðil Íslendingar hafa fjölbreyttan smekk sem við gerum okkar allra besta á hverjum degi að sinna. Þitt er valið! Ferskt á hverjum degi SKELLTU ÞÉR ÚT AÐ BORÐA. 565 6000 / somi.is félagsmiðlum – að sniðganga eigi framleiðsluvörur Íslendinga.“ Íslendingar endurskoði af- stöðu sína Peter Dill bendir á að hvalveið- arnar geti skaðað þá viðleitni sem nú er í gangi til þess að efla ímynd íslenskra sjávarafurða á erlendum mörkuðum og segir: „Ísland er um þessar mundir að móta og kynna nýtt vörumerki og lógó fyrir íslenskar sjávarafurðir undir heitinu 'Icelandic Res- ponsible Fisheries' (IRF). Það er alveg augljóst að trúverðugleika þess starfs er teflt í hættu með því að jafnframt séu í gangi stöðugar umræður um hvalamálin. Þess vegna mundi það styðja við IRF- verkefnið ef Ísland mundi ákveða að hætta hvalveiðum. Við mundum vilja vekja athygli á þessu atriði við íslensku þjóðina og þá sem taka ákvarðanir um þessi atriði og beina því til þeirra að þeir taki sína afstöðu til endurskoðunar.“ Dregur í efa að veiðar skili hagnaði HB Grandi, þar sem Kristján Loftsson í Hval hf er stjórnar- formaður og meðal stærstu hlut- hafa, er einn helsti viðskiptavinur Deutsche See á Íslandi. Um við- skiptin við HB Granda segir dr. Peter Dill: „Við höfum lengi átt samskipti við HB Granda og fyrirtækið er sakað um að tengjast hvalveiðum. Við teljum svo ekki vera þar sem fyrirtækið er sjálfstæður aðili og tengist ekki hvalveiðum hr. Kristjáns Loftssonar við Ísland. Við metum samband okkar við HB Granda mikils og vitum að fisk- veiðum og fiskvinnslu fyrirtækis- ins er stýrt á sjálfbæran hátt og að fyrirtækið er í fremstu röð hvað það varðar. Við viljum horfa á þessi mál í víðara samhengi: Við erum sann- færð um að Ísland muni að lokum þurfa að breyta afstöðu sinni þar sem sá stuðningur við núverandi stefnu fjarar út og verður að engu á næstu árum vegna grundvall- arbreytinga á þeim gildum og viðhorfum sem ríkja meðal þjóða okkar og ekki aðeins innan ESB. Það þarf ekki að taka það fram að allur efnahagslegur ávinningur eða hagnaður af hvalveiðum mun hverfa, ef hann er ekki nú þegar að engu orðinn.” Vilja heilarmat á hvalveiðum og hvalaskoðun Á mánudaginn lögðu níu stjórnar- andstöðuþingmenn undir forystu Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, þingmanns Samfylkingarinnar, fram þingsályktunartillögu á Alþingi þar sem lagt er til að Alþingi feli Bjarna Benediktssyni, fjármála- og efnahagsráðherra að láta fara fram mat á heildarhags- munum Íslands vegna hvalveiða í íslenskri lögsögu. Metnir verði efnahagslegir og viðskiptalegir hagsmunir, hagsmunir sjávar- útvegs og ferðaþjónustu sem og áhrif hvalveiða á stöðu Íslands á alþjóðavettvangi og á sam- skipti við einstök ríki. Þar á meðal verði skoð- aður efnahagslegur ávinningur, svo sem hagnaður, útflutnings- tekjur og atvinnu- sköpun af hvalveið- um annars vegar og af hvalaskoðun hins vegar. Ráðherrann skili þinginu skýrslu um þetta fyrir lok þessa árs. Í þeirri skýrslu skuli lagt mat á hvort hvalveiðar og hvalaskoðun geti þrifist samhliða á sömu slóðum og hvort hvalveiðar skaði viðskipta- hagsmuni Íslands og aðra hags- muni á alþjóðavettvangi. Alma á langri siglingu til Japans Og meðan allt þetta var að frétta af hvalveiðum hér innanlands og á alþjóðavettvangi hélt flutn- ingaskipið Alma frá Kýpur áfram siglingu sinni milli Hafnarfjarðar og Japans, að talið er. Sú ferð hófst Hafnarfjarðarhöfn um þarsíðustu helgi. Um borð eru að minnsta kosti 2.000 tonn af frosnu lang- reyðarkjöti. Það er helmingsvið- bót við þær birgðir sem fyrir eru í frystigeymslum í Japan og mun meira en tekist hefur að selja á heilu ári á innanlandsmarkaði Japana um langt árabil. Vefurinn marinetraffic.com sýnir framvindu siglingarinnar þegar skipið er svo nærri landi að hægt er að nema frá því stað- setningarmerki. Það lenti utan þjónustusvæðis um 100 mílur suður af Íslandi en síðast var hægt að staðsetja það á mánudaginn. Þá var Alma undan ströndum Sierra Leone og hélt áfram siglingunni til suðurs á rúmlega 14 hnúta hraða. Ef allt hefur gengið að óskum er skipið nú í grennd við Góðravon- ahöfða, syðsta odda Afríku, og á Indlandshafið og síðan Kyrrahafið framundan áður en kjötið af lang- reyðunum, sem skotnar voru hér við land í fyrra, kemst á áfangastað í frystigeymslunum í Japan. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is fréttaskýring 31 Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.