Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 46

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 46
Kaka 340 g sykur 170 g smjör við stofuhita 350 g hveiti 3 tsk lyftiduft 5 tsk Maldon sjávarsalt 4 stk egg 3 tsk vanilludropar 3 dl mjólk Matarlitir: gulur, appelsínugulur, grænn og blár, mikilvægt er að nota gel matarliti. Aðferð Hitið ofninn í 180°c og smyrjið tvö hring- laga eldföst mót að innan, ca. 22 cm að stærð, setjið einnig smjörpappír í formin svo auðvelt verði að ná hverjum botni út forminu fyrir sig. Best er að notast við smelluform við þessa uppskrift. Hrærið smjörið þangað til það er orðið ljóst og létt. Bætið sykrinum svo smám saman við og hrærið í rúmlega 2 mínútur. Bætið eggjunum saman við einu í einu og hrærið vel á milli. Bætið svo van- illudropum saman við. Blandið öllum þurrefnunum saman í skál og setjið saman við deigið smám saman til skiptis við mjólkina. Vigtið deigið í heild sinni og skiptið því svo jafnt í 4 skálar. Setjið smá matarlit í hverja skál eða þar til þú hefur náð þeim lit sem þú vilt hafa á kökunni. Hrærið deigið og matarlitinn vel saman. Hellið einum lit af deiginu í einu í bökunarformin með smjörpappír og bakið í rúmlega 10-15 mín- útur eða þar til tannstöngull kemur hreinn fermingar Helgin 4.-6. apríl 201446 Litríkar veitingar á fermingarborðið Regnbogakaka upp úr miðju kökunnar. Endurtakið þar til allir 4 botnarnir hafa verið bakaðir. Kælið kökurnar vel áður en þið setjið krem á kökuna. Smjörkrem 500 g smjör við stofuhita 2 pk flórsykur 4 tsk vanilludropar (eða það bragð sem þú vilt) 4 msk mjólk (ögn meira ef þarf Aðferð Hrærið smjörið í hrærivélinni þangað til það er orðið mjúkt og létt. Bætið smá og smá af flórsykrinum saman við og hrærið vel á milli. Bætið því næst vanilludropunum saman við og mjólkinni. Ef ykkur finnst kremið of þykkt bætið þið við mjólk og ef ykkur finnst það of þunnt bætið þá við flórsykri. Mikilvægt er að hræra kremið mjög vel þegar maður ætlar að skreyta kökur því þá losnum við alla smjörkekkina og kremið verður með fallega áferð. Því lengur sem þið hrærið því betra verður kremið. Skiptið kreminu til helminga og setjið matarlit saman við. Ég notaði hvítan matarlit til þess að fá fallegan hvítan lit. Notið endilega hugmyndarflugið og notið þá liti sem ykkur langar til. Margir leggja mikið upp úr útliti veisluborðsins í fermingarveislunum og er þá hægt að gera ýmislegt sem gleður augað en þarf ekki að kosta mikla peninga. Veitingarnar geta verið svo fallegar og litríkar að ekki þarf að skreyta mikið meira. Ekki er verra að slá tvær flugur í einu höggi – að gera skreytingar sem hægt er að borða. Litríkt sælgæti býður einnig upp á ýmsar leiðir til skreytinga – og ekki er verra að fá að leggja sér það til munns. Hið sama gildir um litríka ávexti – sem eru jafnframt mun hollari valkostur en sælgætið. Matarlitur og hvítt súkkulaði er nokkuð sem hægt er að leika sér með út í hið óendanlega. Hér eru nokkrar myndir sem gefa tóninn að því sem hægt er að gera – en það er ekkert sem hindrar í að láta ímyndunaraflið og sköpunargáfuna leika lausum hala. Þú nnur okkur á Facebook undir “Fatabúðin” Skólavörðustíg 21a 101 Reykjavík S. 551 4050 20% páskaafsláttur af öllum vörum *gildir ekki með öðrum tilboðum Nánar um sölustaði á facebook Höfuðhandklæðin frá Sif eru saumuð úr gæðabómull. Létt og þægileg í notkun og henta jafnt síðu sem stuttu hári og dömum á öllum aldri. Fáanleg í 12 litum Ert þú búin að prófa ? Moroccan Argan Créme sjampó og næring Þykkt og kremkennt sjampó og næring sem inniheldur Moroccan Argan olíu sem gefur extra mikinn raka og gljáa. Sérstaklega gott fyrir þurrt og/eða illa farið hár. Bætir klofna enda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.