Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 54
54 langur laugardagur Helgin 4.-6. apríl 2014  Miðbærinn Langur Laugardagur Verslunin GuSt var flutt um set fyrr í vetur og er nú við Ingólfs- stræti 2. Húsið var í töluverðri niðurníðslu en hefur verið tekið í gegn og er nú hið glæsilegasta. GuSt er í eigu Guðrúnar Kristínar Sveinbjörns- dóttur fatahönnuðar og hefur verið starf- rækt í miðbænum frá árinu 2001. Guð- rún er hæst ánægð með nýja húsnæðið sem er í eigu GuSt og kveðst glöð að hafa pláss fyrir vinnustofu á sama stað og það muni miklu að greiða ekki lengur háa leigu. Húsið er á tveimur hæðum og er vinnustofan á efri hæðinni þar sem hönnun og hluti framleiðslunnar fer fram. „Ullarflíkurnar eru framleiddar hérna á Íslandi, allt sem ég get framleitt hér heima geri ég hér, sérstaklega flíkur sem koma bara í fjórum til sex eintökum en flóknari saumaskapur er sendur til saumastofu í Litháen. Ég hef farið þangað í heimsókn og gengið úr skugga um að aðbúnaður starfsfólks sé góður. Það er mér virkilega mikilvægt. Svo hef ég líka sent verkefni til lítillar saumastofu á Skagaströnd.“ Þessa dagana er sumarlínan að koma úr framleiðslu og í verslunina GuSt sem er vinsæl bæði hjá ferðamönnum og inn- fæddum. „Yfir sumarið býð ég líka upp á ullarflíkur enda peysuveður á Íslandi allt árið,“ segir Guðrún sem í sumar ætlar að bjóða upp á ullarpeysur í ljósum og sumarlegum litum. „Það eru þrjár nýjar týpur af prjóni í framleiðslu fyrir mig svo að það er margt nýtt og spennandi væntanlegt, bæði sumarkjólar og ullar- peysur.“ -dhe H estamannafélögin á höfuðborgar-svæðinu standa um helgina fyrir Hestadögum 2014 þar sem ætlunin er að kynna íslenska hestinn fyrir borgarbúum. Í dag, föstudag, frá klukkan 17 til 19 bjóða hestamanna- félögin Fákur, Hörður, Sóti, Sprettur og Sörli gestum og gangandi í heimsókn. Þá verða nokkur hesthús opin og merkt með blöðrum. Í reiðhöllum félaganna verða svo hestateymingar fyrir börn í boði ásamt léttum veitingum. Klukkan 18 sýna börn og unglingar atriði og verður kaffi, svali og kjötsúpa í boði hjá hverju félagi. Á laugar- daginn verður skrúðreið um 150 hesta frá BSÍ um miðbæinn. Að sögn Haralds Þórarinssonar, formanns Landssambands hestamannafélaga, er markmiðið með göngunni að verkja athygli borgarbúa á íslenska hestinum. „Það er ekki nema mannsaldur síðan hesturinn var aðal farartækið hérlendis. Hann er svo nátengdur okkur og var notaður til allra er- inda áður fyrr. Síðar tók svo bíllinn við. Fólk átti líf sitt undir hestinum en nú til dags leiðum við sjaldan hugann að því,“ segir Haraldur. Lögreglumenn og slökkviliðs- menn fara fremstir í skrúðreiðinni og hljómlistarmaður mun blása í lúður. „Þetta er virkilega skemmti- legur viðburður og hestarnir eiga án efa eftir að lífga upp á bæjar- braginn í miðbænum á laugardag- inn. Við hvetjum fólk til að fjöl- menna í miðbæinn,“ segir hann. Ýmsir aðrir viðburðir tengdir Hestadögum 2014 verða í boði um helgina. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.lhhestar.is. www.odalsostar.is Þessi margverðlaunaði ostur, framleiddur í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki frá því árið 1965, rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribó-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með votti af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið. MARIBÓ HLÝLEGUR Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is Uppskriftir, Lopi, Prjónar, Rennilásar og Tölur. GuSt á nýjum stað í miðbænum Í sumar býður GuSt upp á ullarflíkur í sumarlegum litum enda alltaf peysuveður á Íslandi. Verslunin GuSt er flutt í glæsilegt húsnæði að Ingólfsstræti 2. Verslunin er á fyrstu hæð og vinnustofan á annarri. Skrúðreið um miðbæinn Íbúum höfuðborgarsvæðisins gefst kostur á að kynnast íslenska hestinum á Hestadögum 2014. Fjölmargir skemmtilegir viðburðir verða í boði. Á laugardag standa hestamannafélögin á höfuð- borgarsvæðinu fyrir skrúðreið um 150 hesta um miðbæinn. Skrúðreið um miðbæinn leggur af stað frá BSÍ klukkan 13 á laugardag. Riðið verður upp á Skólavörðuholt, niður Skólavörðustíg, yfir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Tjarnargötu að Ráðhúsi, áfram Tjarnargötu, í gegnum Hljóm- skálagarð, yfir Njarðargötu og aftur að BSÍ. Haraldur Þórarinsson er formaður Landssambands hestamanna- félaga. Opið laugardaga og sunnudaga kl.11-17 Laugavegi 59, sími 551 8258 Skólavörðustíg 14 Sími 571 1100 Laugavegi 58, sími 551 4884 20% asláttur af buxum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.