Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 74

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 74
Kynlífs- umræðan er mjög þörf því ungt fólk skortir oft sjálfsöryggi sem er svo mikilvægt til að eiga gott kynlíf. Gurrí og Evert verða einnig þjálfarar í næstu þáttaröð af Biggest Loser Ísland. V ið erum stútmenntaðar í lífinu og höfum einstakan hæfileika til að lifa því,” segja þær Anna Tara og Katrín sem sjá um útvarpsþáttinn Kynlega kvisti á X inu. Anna Tara er með BS-gráðu í sál- fræði og stundar kynjafræði í Háskólanum auk þess að vera í hljómsveitunum Hljóm- sveitt og Reykjarvíkurdætrum en Katrín er innkaupafulltrúi hjá Pennanum og í námi hjá Klassíska listdansskólanum. Þær segja útvarpið vera góðan vettvang til að ræða kynjafræði og kynlíf, málefni sem snerti okkur öll en sem svo mörgum þyki samt erfitt að ræða. Ungt fólk leitar í klám „Kynlífsumræðan er mjög þörf því ungt fólk skortir oft sjálfsöryggi sem er svo mikilvægt til að eiga gott kynlíf. Það leitar í klám og þess háttar efni og notar það sem einhvers konar leiðsögn í kynlífi af því það skortir umræðu og annars konar fræðslu. Einnig fylgir sumu kynlífi, eins og endaþarmsmökum, gjarnan óþarfa skömm. Það kemur stundum á óvart hvað við erum komin stutt í þeim málum. Það hefur farið fyrir brjóstið á okkur þegar fólk ber skömm af ákveðnum kynlífshegðunum sem það ætti að geta notið skammarlaust,“ segir Anna Tara, „og því viljum við opna umræðuna til þess að fólk átti sig á því að það eru oft margir í sömu sporum og til að þess að stuðla að heilbrigðara kynlífi,“ bætir Katrín við. Engin skömm að endaþarmsmökum Viðfangsefni þáttarins hingað til hafa til að mynda verið fantasíur kvenna, endaþarmsmök, femínismi, píkur og skapa- hár. „Það kom okkur sérstaklega á óvart hvað það virðist vera mikið um að stelpur séu ekki að taka kynfæri sín í sátt en við sáum ummæli eins og „mér finnst píkan mín svo ljót“ eða „ég er með roastbeef píku“ og svo framvegis þar sem stelpur eru að velta því fyrir sér hvort píkur þeirra séu eðlilegar. Ótrúlegt en satt þá virðist enn vera tabú að nota orðið píka,“ segir Katrín. Þær segja umræðuna um endaþarms- mök gjarnan einkennast af mikilli nei- kvæðni sem sé skiljanleg og geti átt sér margar ástæður. „Þar sem fólk virðist vera að stunda endaþarmsmök í auknum mæli viljum við að fólk viti hvernig megi stunda heilbrigð endaþarmsmök í stað þess að banna þau. Við teljum það vera raunhæfari og betri leið að heilbrigðara kynlífi, líkt og að hvetja fólk til að nota smokka en ekki til skírlífis,“ segir Anna Tara. Lærum af hvort öðru Anna Tara og Hildur velta kynjafræði mikið fyrir sér og spurðar út í „öfgafemínisma” og neikvæða umræðu í þjóðfélaginu segja þær orðið sjálft hafa litla merkingu fyrir sig, femínisminn innihaldi allskonar mis- munandi stefnur. „Að okkar mati er ekki um að ræða stríðandi fylkingar heldur teljum við að sem flestir vilji vinna að jafn- rétti kynjanna en beiti þar mismunandi aðferðum eða hafi mismunandi skoðanir á því hvernig vinna eigi að því. Í rauninni mætti frekar segja að um samvinnu sé að ræða því við getum öll lært af skoðunum hvers annars og þannig mótumst við enn frekar.“ Uppspretta efnis þessara hispurs- lausu kvenna er langt í frá uppurin því á döfinni hjá þeim eru sjálfs- myndir kynjanna, BDSM kynlíf, karlafræði, klám og skrímsla- væðing svo fátt eitt sé nefnt. Hægt er að nálgast þættina á facebooksíðu þáttarins. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Vinsælasta þáttaröð skjásEins hEldur áfram Önnur þáttaröð af Biggest Loser Ísland Opnað hefur verið fyrir skrán- ingar í aðra þáttaröðina af Biggest Loser Ísland á SkjáEinum. Síðast skráðu sig 1300 manns og kom- ust því færri að en vildu. „Ég er mjög spenntur,“ segir Evert Víg- lundsson þjálfari en hann og Guð- ríður Jónsdóttir, betur þekkt sem Gurrí, verða einnig þjálfarar í nýju þáttaröðinni. Lokaþáttur fyrstu þáttaraðarinnar var í gærkvöldi en á sex mánuðum misstu þátt- takendur yfir hálft tonn. „Þetta gekk mjög vel. Ekki bara var mikið áhorf heldur sýndi ár- angur keppenda og sannaði að það sem við Gurrí vorum að gera virkar. Okkar nálgun var mjög heilbrigð og við voru ekki að leita að neinum töfralausnum. Við lögð- um áherslu á að fá fram hugarfars- breytingu hjá fólki og hjálpuðum því að tileinka sér hreint mat- aræði og hreyfingu.“ Hann segir að með næsta hópi keppenda verði æfingar og matur með sama sniði en andlega nálgunin verði mark- vissari. „Við ætlum ekki að vera meðvirk með einhverju væli. Við Gurrí erum sammála um að það tók okkur smá tíma á að átta okk- ur á hvaða afsakanir áttu eitthvað undir sér og hverjar ekki. Það er svo auðvelt að fara að afsaka sig til að forðast álag en svo kemur í ljós að afsakanirnar áttu sér enga stoð. Við ætlum að passa okkur meira á meðvirkninni. Við erum búin að ákveða það.“ Skráning fer fram á skjarinn. is/biggestloserisland og fara upp- tökur fram á haustmánuðum. Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is  kynlEgir kVistir á X-inu Píkan er enn tabú Anna Tara Andrésdóttir og Katrín Ásmundsdóttir eru forvitnar frænkur sem hafa vakið athygli fyrir vikulega þætti sína, Kynlega kvisti, á útvarpsstöðinni X-inu. Þar fjalla þær um kynjafræði og kynlíf á hispurslausan hátt milli þess sem þær spila vel valda tónlist í takt við umræðuna. Anna Tara er með BS-gráðu í sálfræði og stundar kynjafræði í Háskólanum auk þess að vera í hljóm- sveitunum Hljómsveitt og Reykjarvíkurdætrum en Katrín er innkaupafulltrúi hjá Pennanum og í námi hjá Klassíska listdansskólanum. Laila Av Reyni er rísandi stjarna í tónlistarsenu Fær- eyja. Hún er nú á Íslandi í boði Menn- ingar-og listafélags Hafnarfjarðar og kemur fram á fimm tónleikum dagana 1.-5. apríl. Í kvöld, föstudaginn 4. apríl, treður hún upp í Gamla Kaup- félaginu á Akureyri en á morgun laugardag í Fjöru- kránni Hafnarfirði. Hún er að sögn Menningar- og listafélags Hafnar- fjarðar eitt best geymda leyndarmál Færeyja auk þess að vera eftirsóttur fatahönnuður og innanhúsarkitekt í Danmörku. Fyrsta sólóplata hennar, sem kom úr í fyrra, sló rækilega í gegn og fékk frábæra dóma. Hljómsveitin Sometime treður upp með Lailu öll kvöldin. AK Extreme snjóbrettahá- tíðin verður haldin um helgina á Akureyri. Hápunktur helgarinnar er sjálf snjóbrettakeppnin en þar taka meðal annars þátt bræðurnir Halldór og Eiríkur Helgasynir, sem teljast til bestu snjóbretta- kappa lansins og þó víðar væri leitað. Hápunktur keppninnar verður vafalítið Big Jump/ Gámastökks keppnin í gilinu á laugardagskvöldið klukkan 21. Tónlistar- viðburðir verða einnig á vegum hátíðarinnar alla dagana á Græna hattinum, Café Akureyri, Pósthús- barnum og Sjallanum en þar troða meðal annars upp Brain Police, Sólstafir, Highlands, Vök, Úlfur Úlfur, Gísli Pálmi, Kött Grá Pje, Emmsjé Gauti, Últra Mega Techno Bandið Stefán, Endless Dark, Logi Pedro, DJ Thor og Larry Brd. Snjóbretta-og tónlistarhátíð á Akureyri Laila Av Reyni á Íslandi 74 dægurmál Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.