Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 6
DORMA Holtagörðum, Reykjavík ✆ 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri ✆ 558 1100 Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆ 558 1100 SVEFNSÓFA- SPRENGJA Nýttu tækifærið komdu strax FiNlEy SVEFNSÓFi með tungu Stærð: 244x165 H: 85 cm Dökkgrátt, grábrúnt og ljóst slitsterkt áklæði. tilboð svefNsófaspreNgja 125.990 fullt verð kr. 179.990 Svefnsvæði 140x190 cm Stærð: 228x162 H: 83 cm Dökkgrátt slitsterkt áklæði. Með rúmfatageymslu í tungu. tilboð svefNsófaspreNgja 111.920 fullt verð kr. 139.900 Svefnsvæði 140x190 cm Silo SVEFNSÓFi með tungu SiEStA SVEFNSÓFi Stærð 192 x 85 cm. Rautt, grænt, fjólublátt og svart slitsterkt áklæði. tilboð svefNsófaspreNgja 111.920 fullt verð kr. 139.900 Stærð dýnu 147x197 cm. Rúmfata- geymsla. Í ljósi sterkra viðbragða við far- tölvusöfnun fyrir Fransiscu, starfs- mann Bónus á Granda, ákváðu Alda Sigmundsdóttir og Ása Jóhanns að safna sem flestum tölvum fyrir fjöl- skyldu Fransiscu og börn í Zambíu í samvinnu við Tölvulistann. Yfir 20 fartölvur söfnuðust. Starfsmenn Tölvulistans uppfærðu og yfirfóru tölvurnar, stækkuðu minnið í þeim og hreinsuðu. Fransisca er stödd í Zambíu og mun taka við tölvunum og koma þeim í réttar hendur á sínu heimasvæði. DHL Express á Íslandi bauðst til þess að taka þátt í verk- efninu með því að senda tölvurnar án endurgjalds til Zambíu og sjá til þess að koma þeim á leiðarenda til Fransiscu. „Það er sérstaklega ánægjulegt að Fransisca skuli einmitt vera í Zambíu þegar fartölvurnar koma. Það er mikilvægt að tölvurnar rati í réttar hendur og það er engri bet- ur treystandi en Fransicu að sjá til þess,“ segir Gunnar Jónsson, mark- aðsstjóri Tölvulistans. „Það er okkur sönn ánægja að styrkja þetta verkefni með flutningi til Zambíu,“ segir Atli Freyr Einars- son, framkvæmdastjóri DHL á Ís- landi. „Þegar við fréttum af verk- efninu vorum við ekki lengi að taka ákvörðun um að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Við höfum notað sögu og viðhorf Fransiscu sem dæmi í starfsmannakynning- um hjá DHL um afburðarþjónustu- lund, eins og viðskiptavinir Bónus á Granda þekkja.“ Yfir 20 fartölvur söfnuðust. Tölvulistinn yfirfór þær og DHL Express á Íslandi flytur þær til Zambíu.  FartölvusöFnun tölvulistinn hreinsaði yFir 20 tölvur sem söFnuðust DHL Express flytur fartölvur til Fransiscu í Zambíu O ft er því fleygt að verkföll hafi slæm áhrif á námsframvindu og að nemendur detti auðveld- lega úr námi á verkfallstímum. Engin rök virðast þó vera á bak við þessar staðhæfingar þar sem engar tölur eru þó til um brottfall nemenda á verkfalls- tímum. Von á upplýsingum í vor Hagstofa Íslands heldur skrá yfir allar skráningar og brautskráningar fram- haldsskóla landsins en erfitt er að lesa úr þeim tölum þar sem engar upplýs- ingar liggja á bak við þær. Menntamála- ráðuneytið hefur engar upplýsingar um brottfall nemenda vegna verkfalla því aldrei hefur verið kallað eftir rann- sóknum á ástæðum brottfalls í fram- haldsskólum, hvorki á verkfallstímum né öðrum tímum. Samkvæmt upplýsingum frá ráðu- neytinu munu upplýsingarnar væntan- lega liggja fyrir eftir þessa önn sem er að ljúka þar sem ráðuneytið hefur undanfarnar tvær annir kallað eftir því að allir skólar skrái niður uppgefnar ástæður nemenda fyrir brottfalli úr námi. Skýrsla með þeim niðurstöðum mun verða birt á vef mennta-og menn- ingarmálaráðuneytisins fljótlega eftir að önn lýkur. Aðstæður misjafnar eftir skólum Síðasta verkfall kennara í framhalds- skólum var haustið 2000 og stóð yfir frá 7. nóvember til 7. janúar. Að sögn Yngva Péturssonar, rektors Menntaskólans við Reykjavík, hættu 16 nemendur í skólanum það ár en ekki sé hægt að meta ástæður brottfallsins. Sumir hættu alveg námi, aðrir hafi farið í aðra skóla eða til útlanda í skiptinám. Ágústa Gunnarsdóttir, kennari við Fjölbraut í Breiðholti og kynningar- stjóri skólans, segir ekki hægt að bera saman menntaskóla eins og MR, Versló og MH, við Fjölbrautaskóla. „Í mennta- skólunum sem biðja um 8,50 og yfir í meðaleinkunn er mjög einsleitur hópur nemenda miðað við til dæmis FB þar sem þú hefur þverskurð af öllu þjóð- félaginu. Hér er fjölbreyttur hópur nemenda sem eru misvel undirbúnir og því meira brottfall miðað við t.d. MR. Hér eru líka fatlaðir nemendur, inn- flytjendur og nemendur sem þurfa að vinna mikið með námi. Í rauninni ætti skóli eins og FB, sem er fjársveltur, að fá mun meira fjármagn til að koma til móts við þessa mismunandi námsgetu,“ segir Ágústa og bætir því við að það sé miður að engar rannsóknir hafi verið gerðar á ástæðum brottfalls nemenda. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  verkFall BrOttFall Framhaldsskólanema Engar tölur til um brottfall nemenda á verkfallstímum Menntamálaráðuneytið hefur engar upplýsingar um brottfall nemenda vegna verkfalla því aldrei hefur verið kallað eftir rannsóknum á ástæðum brottfalls í framhaldsskólum, hvorki á verkfalls- tímum né öðrum tímum. 16 nem- endur hættu í MR í verk- fallinu árið 2000. 6 fréttir Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.