Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 34
takendum og erum orðið daglega með námskeið.“ Fæddist með tvo þumalfingur Rökkvi Dan, sonur Berglindar, er 9 ára gamall og unir sér vel á nám- skeiðinu. Móðir hans hefur alveg orð fyrir honum þar sem hann talar ekki. „Ég er búin að umgang- ast fatlaða síðan ég var 13 ára og á meðgöngunni hugsaði ég með mér að ég yrði að vera tilbúin ef barnið yrði ekki heilbrigt. Ég var alltaf meðvituð um þann möguleika, því af hverju ætti ég ekki að eignast fatlað barn eins og einhver annar. Þegar hann fæddist var hann með tvo þumalputta á annarri hend- inni, með sex fingur. Þegar ég sá þetta hugsaði ég með mér að þetta væri nú ekki svo slæmt, að það væri bara allt í lagi að hafa tvo þumalputta, en maðurinn minn fékk mun meira sjokk. Síðar kom í ljós að Rökkvi var með opið á milli bæði gátta og hvolfa í hjartanu. Hann er fyrsta barnið mitt og ég hafði engan samanburð þannig en mér fannst hann alltaf mjög ró- legur. Hjartalæknirinn sem hann var í eftirliti hjá sá einhver frávik í hegðun og vísaði okkur áfram þannig að Rökkvi komst mjög fljótt í greiningu, aðeins um 18 mánaða er hann greindur með þroska- hömlun og dæmigerða einhverfu. Hann var ekki með gott jafnvægi og byrjaði seint að labba en við Hátún 6a • 105 Rvk • Sími: 552 4420 • fonix.is Mikið úrval af heimilistækjum Kæli og frystiskápar Spanhelluborð Blástursofnar Uppþvottavélar Blind á hestbaki Jenný Vignisdóttir var að fara í annað skipti á hestbak þegar Frétta- tíminn leit við. Hún er lögblind og hefur þrjá aðstoðarmenn sér til halds og trausts, tvo sem styðja við hana til hlið- anna og einn sem teymir hestinn. „Jenný var búin að tala lengi um að fara á reiðnámskeið og amma hennar, móðir mín, fékk þá hugmynd að skrá hana á þetta námskeið,“ segir Rósa Víkingsdóttir, móðir Jennýjar. „Afi hennar er með hesta í Sandgerði og hana hefur lengi langað að fara á hestbak. Það er hægara sagt en gert að finna tómstundir sem henta henni. Hún var að æfa sund og fór með hópnum í keppnisferðalag en langaði síðan að breyta til. Hún er mikil keppnis- manneskja og vill fá áskoranir við hæfi.“ Jenný býr í Reykjanesbæ en afi hennar og amma keyra hana á námskeiðið í Mosfellsbæ. „Henni líkar þetta mjög vel og er virkilega spennt þó hún sé enn svolítið óör- ugg,“ segir Rósa. -eh Jenný Vignis- dóttir og Rökkvi á hestbaki. Berglind Inga á milli þeirra. fórum með hann á hestbak og ég held að það hafi hjálpað honum mikið. Það ýtti ekki síður á mig eftir að hann fæðist að byrja aftur með námskeiðin, þegar ég átti sjálf fatlað barn.“ Safnar geisladiskum Þrátt fyrir að Rökkvi gæti farið hvenær sem er á hestbak með for- eldrum sínum ákvað Berglind að skrá hann á námskeið, ekki síst vegna félagslegra þátta. „Hann er ekki í öðrum tómstundum enda ekki mikið í boði fyrir fatlaða. Á námskeiðinu fara allir samtímis að kemba hestunum, fara í hnakkinn og setja á sig hjálm. Þetta er allt öðruvísi en þegar við erum bara tvö.“ Sérlega mikilvægt er að efla félagsfærni Rökkva þar sem hann talar ekki í setningum. „Hann segir orð og orð, hann hefur alltaf gert það en ekki meir. Hann skilur hins vegar allt en fólk heldur oft að hann skilji ekki því hann talar ekki. Hans nánustu eru orðnir flinkir í að skilja hann. Það er samt ekki nóg að við skiljum hann. Rökkvi er í Klettaskóla sem er dásamlegur skóli og þar er hann að læra að tjá sig með táknum í iPad og við erum búin að kaupa eins forrit og hann notar í skólanum. Hann er orðinn svo stór núna að hann verður að geta tjáð sig við aðra.“ Þó Rökkvi sé kominn á hestbak er hann með geisladisk og heldur á honum með því að setja einn fingur í gatið í miðju disksins. Berglind útskýrir að hann sé með áráttu og safni geisladiskum. „Hann á örugg- lega 300 diska. Hann fær diska í afmælis- og jólagjafir, hann á Dóru, Diego, Tomma og Jenna. Hann horfir samt ekki á diskana heldur geymir þá í tösku og leikur sér með þá þannig að hann tekur þá upp úr töskunni og flettir í gegnum þá. Hann hefur gert það í mörg ár og finnst það ótrúlega gaman. Hann meira að segja fer á hestbak með töskuna og alla diskana. Hann fær ekki að vera með töskuna í skól- anum en annars er hann alltaf með hana.“ Að halda námskeiðunum úti kostar sitt, nemendur borga hefð- bundið námskeiðsgjald en einnig koma til styrkir frá fjölda fyrir- tækja, stofnunum og einkaaðilum. Þá eru ótaldir sjálfboðaliðarnir en án þeirra væri þetta ekki mögulegt. „Hingað kemur hestafólk sem er búið snemma í vinnunni og hjálpar til við námskeiðin, við fáum líka ellilífeyrisþega sem vilja aðstoða og skólakrakka. Í haust byrjuðum við síðan í samstarfi við framhalds- skólann í Mosfellsbæ en krakkarnir fá einingu fyrir að koma hingað tvisvar í viku og hjálpa. Formaður fræðslunefndar fatlaðra í hesta- mannafélaginu, Hólmfríður Hall- dórsdóttir, á líka heiður skilinn fyrir skipulagningu og hún tryggir að það séu alltaf nógu margir sjálf- boðaliðar mættir til að taka á móti krökkunum. En þetta er gaman. Ég held hreinlega að ég sé í skemmti- legasta starfi í heimi. Þetta er fjöl- breytt, lærdómsríkt og hér eru allir glaðir.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Ceraviva® flísar Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is Kletthálsi 7 Reykjavík – Fuglavík 18 Reykjanesbæ Einnig fáanleg í stærðinni 15x60cm Ceraviva Cementi flísar 30x60cm verð kr. 3.490 pr.m2 20% afsláttur af allri merkjavöru! prooptik.is KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS Björn Gylfason fer á hestbak þó hann notist alla jafna við hjólastól. Hann hefur þrjá að- stoðarmenn sér til halds og trausts. Ljósmyndir/ Hari 34 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.