Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 20
unni út í Viðey. Það var vont veður
og þungt yfir, fólk var að skemmta
sér en var strax farið að kvíða fyrir
siglingunni til baka. Eftir á segi ég
að það hafi verið eitthvað vont í loft-
inu. Þarna var ég þegar bróðir minn
hringir og ég fæ þetta hræðilega
símtal. Hann og pabbi voru saman
heima þegar þeir fengu fregnirnar.
Það fór einhvern veginn allt að ger-
ast í einu. Í fréttunum voru birtar
myndir af vettvangi og ættingjar og
vinir áttuðu sig á því að þetta var
líklega okkar bíll og fóru að hafa
samband við pabba sem vissi ekki
hvaðan á sig stóð veðrið. Stuttu
seinna mætir prestur heim og til-
kynnir þeim hvað gerðist. Bróðir
minn hringdi svo strax í mig.“
Hrund var algjörlega misboðið
vegna vinnubragðanna í tengslum
við upplýsingagjöf. „Það er fárán-
legt að þetta skuli hafa gerst svona.
Það hefur eitthvað klikkað í þeirri
keðju sem á að fara af stað varðandi
upplýsingaflæði til aðstandenda.
Ég er líka alfarið á móti því að sýna
ítarlegar myndir af vettvangi svona
skömmu eftir alvarleg slys. Það er
nánast hægt að bóka að ekki eru
allir fjölskyldumeðlimir búnir að
fá fregnirnar. Í þetta skiptið vissi
fólk að systir mín og mamma voru
á ferð á þessum slóðum og var fljótt
að leggja saman tvo og tvo.“
Heimurinn hrundi
Símtalið frá bróður hennar er sem
greypt í minni Hrundar. „Ég heyrði
fyrst ekki hvað hann sagði þannig
að hann þurfti að endurtaka sig.
Það endaði með því að ég fór út
fyrir til að fá smá frið. Ég skildi
hann fyrst ekki því hann sagði ekki
„mamma“ heldur notaði hann orð
prestsins: „Guðrún er á gjörgæslu
og Sunna er látin.“ Ég fór alveg úr
sambandi og fattaði ekki einu sinni
að spyrja hvort fleiri hefðu slasast.
Ég tók leigubíl beint heim og heyri
þá að Linda, vinkona Sunnu, hafi
farið líka. Þetta setti líf mitt á hvolf
og heimurinn bara hrundi. Mitt líf
er markað af því sem gerðist fyrir
slys og eftir slys,“ segir Hrund og
fjölskyldulífið varð aldrei samt. „Ég
held að við höfum öll breyst mjög
mikið. Ofan á sorgina og áfallið
við að missa Sunnu þá fór ein-
hvers konar keðjuverkun af stað.
Mamma slasaðist mjög illa og til að
byrja með vissum við ekki hvort við
myndum missa hana líka. Ofan á
andlega áfallið hlaut mamma mikil
likamleg meiðsli. Á myndum sást
dökkur blettur í höfðinu á henni,
sem ekki var vitað hvað væri og
til að byrja með talaði hún dálítið
bjagað. Hún náði sér þó og er al-
gjör kraftaverkakona. Ég skil ekki
hvaðan hún fékk allan sinn kraft.
Pabbi tók þetta líka mjög inn á sig
og þurfti að leggjast inn á Reykja-
lund vegna andlegra veikinda. Það
fór allt úr skorðum.“
Hrund var mikið á heimili for-
V ið Sunna vorum mjög líkar. Mamma sagði stundum að hún hefði eignast tvíbura
með 9 ára millibili. Það var sterk
tenging á milli okkar og ég vil lifa
mínu lífi í takt við hvernig ég held
að hún hefði lifað sínu lífi,“ segir
Hrund Þórsdóttir, fréttamaður á
Stöð 2, sem missti systur sína í
bílslysi fyrir áratug þegar Sunna
var aðeins 13 ára gömul. „Hún var
óhrædd og kunni að njóta líðandi
stundar. Ég held að við séum öll
betra fólk eftir þessa reynslu fyrst
við náðum að koma niður stand-
andi.“
Hrund hefur starfað við fjöl-
miðla í 9 ár. Eftir að ljúka BA-gráðu
í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands skráði hún sig í blaða- og
fréttamennsku og var í fyrsta
námshópnum eftir boðið var upp
á námið á meistarastigi. Hluti af
náminu er starfsnám á hinum ýmsu
fjölmiðlum og var Hrund í fram-
haldinu boðið starf fréttamanns
á Morgunblaðinu. „Ég hafði lengi
haft áhuga á fjölmiðlum og var
mjög ánægð að komast þar að,“ seg-
ir Hrund. Lokaverkefnið í blaða- og
fréttamennsku átti að vera fræðileg
ritgerð og verkleg afurð. Sumir
skrifuðu greinaflokka eða gerðu út-
varpsþætti en Hrund ákvað að láta
drauminn rætast og skrifa barna-
bók, skáldsögu sem þó byggði á
þeirri erfiðu reynslu að missa systir
sína. „Bókin heitir „Loforðið“ var
mín verklega afurð. Í raun var þetta
einskonar sjálfsþerapía.“
Fékk fréttirnar á árshátíð
Sunna lést 20. febrúar 2004. „Systir
mín var að æfa hjá skíðadeild KR
og hún og vinkonur hennar voru að
fara að keppa á Ólafsfirði. Mamma
keyrði einn bílinn og systir mín
var í aftursætinu hjá henni ásamt
einni af hennar bestu vinkonum.
Í Norðurárdalnum lenda þær í
árekstri við jeppa.“ Hrund gerir ör-
stutt hlé á máli sínu en heldur svo
áfram. „Þær fóru báðar vinkonurn-
ar. Mamma slasaðist mjög illa. Þær
hefðu fermst þá um vorið.“
Hrund var 22 ára þegar slysið
varð og þau stóðu eftir tvö systk-
inin, hún og 17 ára bróðir hennar.
„Sem betur fer á ég hann líka. Það
var hann sem hringdi í mig. Ég
var á leið á árshátíð stjórnmála-
fræðinema þegar þetta gerðist.
Slysið var um eftirmiðdaginn en
af einhverjum ástæðum fréttum
við fjölskyldan þetta ekki fyrr en
eftir kvöldfréttir í sjónvarpinu, ein-
hverjum klukkutímum síðar. Ég
var uppstríluð, nýbúin í fordrykk að
skemmta mér á leiðinni með ferj-
Hrund Þórsdóttir, fréttamaður
á Stöð 2, missti systur sína
aðeins 13 ára gamla í bílslysi.
Móðir þeirra ók bílnum og
slasaðist hún illa. Hrund gaf
sjálfri sér og systur sinni það
loforð að lifa lífi sínu fyrir þær
báðar. Hún hefur síðan reynt
að láta drauma sína rætast,
hefur gert fjölmiðla að starfs-
vettvangi sínum og farið í
heimsreisu um ókunnar slóðir.
Hugmyndin að skáldsögu
Hrundar „Loforðið“ er byggð á
þessu loforði.
Hrund Þórsdóttir,
fréttamaður á Stöð
2, segir það hafa
breytt lífi sínu
að missa systur
sína aðeins 13 ára
gamla. Ljósmynd/Hari
Lifi líka fyrir
systur mína
20 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014