Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 24
M adaiah og Manjula vinna bæði á Austurlanda Hraðlestinni þar sem Madaiah er annar aðalkokkanna en Manjula er aðstoðarkokkur. Starfa sinna vegna segjast þau hugsa um mat allan daginn en það aftrar þeim samt ekki frá því að elda að degi loknum og njóta matarins saman með drengjunum sínum. En Madaiah kemur nú samt ekki nálægt eldamennskunni heima. „Það er ekki til siðs á Ind- landi að karlmaðurinn eldi heima. Það er kvenmannsverk,“ segir Madaiah sem vann á fínu veitinga- húsi í Hassan á Indlandi þegar honum bauðst vinna á nýjum ind- verskum veitingastað sem átti að opna frekar langt í burtu, á Íslandi. „Bróðir eigandans bjó í Hassan og vandi komur sínar á veitingastað- inn þar sem ég vann. Þegar mér bauðst vinna á Íslandi ákvað ég að stökkva bara á tækifærið,“ segir Madaiah. Síðan eru liðin 19 ár. Íslenskt lamb á indverska vísu Starfsins vegna er Madaiah oft í vinnunni fram á kvöld. „Þegar við borðum öll saman heima þá elda ég oftast lamb því það er í mestu uppáhaldi hjá okkur, segir Madjula. „Íslenska lambið er alveg ótrúlega gott.“ Þau elda þó ekki lamb á íslenska mátann heldur á þann indverska. „Best finnst mér að hafa sterkt karrí með lambinu og mikið af tómötum og lauk. Svo höfum við alltaf hrísgrjón með því, við borðum voða lítið af kart- öflum,“ segir Madaiah. Strákarnir jánka því en uppáhaldsmaturinn þeirra er fiskur, sem Manjula myndi heldur aldrei borða ókrydd- aðan. „Það verður að vera indversk sósa með honum,“ segir Manjula og yngri sonurinn, Dhanus, bætir því við að nammi sé samt uppá- haldsmaturinn hans. Grét þegar hún sá Ísland Við spjöllum saman á blöndu af ensku og íslensku, á íslensku við strákana sem Manjula og Mada- iah skilja ágætlega, en finnst samt þægilegra að svara á ensku. „Tungumálið er það erfiðasta við Ísland. Ég skildi auðvitað ekki neitt þegar ég kom, nú skil ég flest en tala enn frekar lítið. Madaiah er miklu betri en ég, en ég reyni að æfa mig heima með strákunum. Það tala allir ensku í vinnunni,“ segir Manjula sem var 22 ára gömul þegar hún giftist Madaiah sem hafði þá unnið sem kokkur í Íslandi í 7 ár. „Mamma þekkti ætt- ingja Madaiah og okkur var komið saman. Hann kom í heimsókn til Hassan frá Íslandi og við vorum gift. Þegar ég svo átti að fljúga með honum til nýja heimilisins var vegabréfið ekki tilbúið svo ég varð eftir þegar hann fór. Á endanum þurfti ég að ferðast ein alla leið til Íslands en ég hafði aldrei fyrr farið í flugvél. Ég gleymi því aldrei þegar ég lenti á Íslandi eftir þetta langa ferðalag og horfði út um gluggann með augun full af tárum. Ég saknaði fjölskyldu minnar svo mikið. Madaiah tók á móti mér með risastóra úlpu og vafði mig inn í hana.“ Vilja verða gömul á Indlandi Þau segjast samt ekki sakna Ind- lands svo mikið í dag. „Kannski helst fjölskyldunnar en við reynum að fara þriðja hvert ár í heimsókn og vera þá í nokkuð langan tíma. Svo tölum við saman á skype næst- um daglega. Eða, jú, ég held ég verði að viðurkenna að ég sakna veðursins,“ segir Manjula og skellihlær. „Og jú, líka matarins,“ segir hún og hlær enn meira. „Ég sakna úrvalsins af grænmeti og ávaxtanna sem eru ekki til staðar hér.“ „En hér er nú samt miklu betra vatn og ég sakna þess alltaf þegar við erum á Indlandi,“ skýtur Madaiah þá inn í. En hugsa þau sér að snúa til baka eftir svona mörg ár? „Ég veit það ekki,“ segir Manjula, „örugg- lega ekki strákarnir, þeir hafa alltaf búið hér og þetta er þeirra heimili, þó svo ég viti ekki hvað þeir eiga eftir að vilja gera í fram- Grét þegar ég sá Ísland Madaiah og Manjula hafa bæði unnið við eldamennsku á Íslandi í fjölda ára. Við hittumst heima hjá þeim í vesturbæ Reykjavíkur þar sem þau búa með sonum sínum tveimur, Monith og Dhanus, til að ræða mat og enduðum að sjálfsögðu á að skiptast á uppskriftum. tíðinni.“ „Mig langar að eldast á Indlandi,“ segir Mandaiah þá. „Já, ég hugsa að ég fari þangað þegar ég verð eldri.“ „Ætli ég komi ekki með þér,“ segir þá Manjala og þau hlæja saman. Uppskriftin sem þau gefa mér að lokum segja þau vera dæmi- gerðan hversdagsmat sem þau eldi oft. Manjula skrifar hana niður fyrir mig en Madaiah bætir við kryddum hér og þar og það upp- hefjast miklar samræður um rétt krydd og hlutföll, augljóst að þar fara vanir kokkar, þó svo að annar eldi heima og hinn úti. Lokaút- koman er niðurstaða þeirra beggja sem fellur vonandi í kramið hjá lesendum. Halla Harðardóttir halla@gmail.com Madaiah og Manjula ásamt drengjunum sínum, Dhanus og Monith. Madaiah kom til Íslands fyrir 19 árum til að vinna á Austur-Indía félaginu en Manjula fyrir 12 árum, þegar hún giftist Madaiah. Þau starfa bæði á Austurlanda Hraðlestinni í dag og segj- ast aldrei fá leið á því að elda góðan mat, hvort sem það er í vinnunni eða heima. Hversdagslegur hrísgrjónaréttur með indverskri flatköku Veg Pulao 1 1/2 bolli basmati hrísgrjón 2 1/2 bolli grænmetissoð 2 smátt skornir vorlaukar Lítill haus brokkollí eða blómkál 2 smátt skornar gulrætur Einn sellerísstöngull, smátt skorinn 1/2 tsk. malaður svartur pipar 1 tsk soyasósa 2 anísstjörnur 2 kanelstönglar 10 kardimommur 5 negulnaglar Turmeric Cumin Salt Tvær lúkur af ristuðum kasjúhnetum 2 tsk. rifinn engifer 2 hvítlauksrif Ferskt chili fyrir hugaða 2 tómatar, smátt skornir Hitaðu olíu í pönnu og settu kanilstangir, turmeric, cumin, negul, kardimommur og anísstjörnur með. Steiktu þangað til bragðið hefur runnið í olíuna. Bættu þá hvíta hluta vorlauksins og steiktu þar til hann er gylltur. Bættu engifernum og hvítlauknum við. Svo gulrótum og brokkolí auk salts og pipars. Bættu svo soyasósu og selleríi við, og chili fyrir þá sem vilja, og steiktu í mínútu. Þá er komið að því að bæta við hrísgrónum og hræra í 2 mínútur. Svo er grænmetis- soðinu hellt yfir. Fylgstu með kryddinu og bættu við eftir smekk. Ekki hræra heldur eldaðu á lágum hita þar til vatnið hefur gufað upp, þá er rétturinn tilbúinn. Í lokin er ristuðu hnetunum, ferskum tómötum og græna hlutanum af vorlauknum dreift yfir. Gott er að hafa indverska Raitu, jógúrtsósu með réttinum. Chapati brauð ca. 12 stykki 2 bollar heilhveiti 1/2 tsk. salt 4 tsk. olía 3/4 bolli volgt vatn Hveiti til að hnoða og rúlla Allt sett í skál og hrært í massa. Massinn hnoðaður, en ekki of mikið. Smá olía sett yfir deigið, svo viskustykki yfir og látið liggja í 15 mínútur. Hitaðu pönnuna og gerðu litlar bollur úr deiginu á stærð við golfkúlur, sem þú svo fletur út með smávegis af hveiti. Steiktu svo brauðið á vel heitri pönnunni með smávegis olíu báðum megin þangað til það byrjar að blása aðeins út. Gott að geyma brauðið í lofttæmdum umbúðum þangað til það er borðað. 24 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.