Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 50
 Uppskift ljúffeng og litrík kaka frá nóa síríUsi fermingar Helgin 4.-6. apríl 201450 20–50 % Afsláttur Við erum ekki Að hættA 552-8222 / 867-5117 {Skápar} {Skenkir} {Myndir} {Styttur} {Postulín} {Silfur} {Stólar} {Borð} 30 – 50 % AF húsgögnum 50 % AF bókum 20 % AF smáhlutum rýmingArsAlA út aprílVegnA PlássleYsis Botn: 165 gr sykur 6 egg 165 gr hveiti 2 msk. Konsum kakó 2 tsk. lyftiduft 2 dl kaffi, kalt Krem 1: 2½ dl rjómi 300 gr Síríus 70% súkkulaði Krem 2: 2½ dl rjómi 300 gr Konsum hvítir súkkulaðidropar Krem 3: 2½ dl rjómi 300 gr Síríus rjómasúkkulaði Aðferð Hitið ofninn í 180°C og smyrjið lausbotna 24 sm tertumót vel. Þeytið egg og sykur mjög vel saman þar til blandan er orðin ljós og loftmikil. Sigtið hveiti, kakó og lyftiduft yfir og hrærið því varlega saman við eggjablönduna með gaffli eða sleikju. Hellið deiginu í mótið og bakið kökuna neðst í ofni í 25 til 30 mínútur, eða þar til hún er svampkennd og gullinbrún. Látið hana kólna og skerið hana svo í fjóra þunna botna. Kremin eru öll búin til á sama hátt. Bræðið súkkulaðið yfir vatnsbaði, látið það kólna dálítið og blandið því svo gætilega saman við stífþeyttan rjómann. Leggið einn botninn á fat og setjið hringinn utan af laus- botna tertumótinu utan um hann. Bleytið í botninum með hluta af kaffinu og smyrjið síðan einu kreminu á hann. Leggið annan botn ofan á, bleytið í honum með kaffi og smyrjið kremi á hann. Endurtakið með þriðja botninn og kremið og leggið að lokum botninn sem eftir er ofan á. Látið kökuna standa í kæli í minnst þrjár klukkustundir. Bræðið súkkulaði og smjör saman í potti við mjög vægan hita. Takið pottinn af hellunni og hrærið mjólk og sírópi saman við. Hellið súkkul- aðibráðinni yfir kælda kökuna og skreytið hana með hindberj- um. Gott er að bera þeyttan rjóma fram með kökunni. Íslensk heilsurúm í fermingargjöf Verslunin Vogue fyrir heimilið flutti á dög- unum í glæsilegt 2000 fermetra húsnæði að Síðumúla 30. Við flutn- inginn voru verslanirn- ar Vogue og Lystadún Marco sameinaðar en þær voru áður til húsa í Mörkinni. Í Vogue fyrir heimilið er boðið upp á fataefni, gluggatjöld, gjafavöru fyrir bað- og svefnher- bergi, rúm, sófa og stóla. Höfuðáhersla er lögð á íslenskt hugvit og hönnun. Vogue fyrir heim- ilið byggir á gömlum grunni og hefur í 62 ár framleitt hágæða íslensk heilsurúm undir vörumerkinu Mediline. Heilsurúmin eru sniðin að þörfum hvers og eins og sé dýnan ekki sú rétta er hægt að skipta innan mánaðar. Þessa dagana er fermingartilboð á 120 cm breiðum rúmum sem kosta frá 92.900 krónum. Með hverju rúmi fylgir Thermofit heilsukoddi. Rúmin frá Mediline eru með steyptum köntum sem eykur endingartíma þeirra, sérstaklega hjá unglingum sem oft nota rúm sín einnig sem sófa. Hver og einn getur hannað sinn höfðagafl hjá Vogue fyrir heim- ilið og er þar að finna glæsilegt úrval lita og efna. Þar eru einnig á boð- stólum ýmsir fal- legir fylgihlutir fyrir svefnherbergi, eins og rúmteppi, sængur og rúmföt. Þegar keypt er rúm er 20 prósenta afsláttur af rúmfötum og sængum. Sængur- verin hjá Vogue fyrir heimilið eru úr 100 prósent hágæða bóm- ullarsatíni, straufrí og halda lit vel. KYNNING Verslanirnar Vogue og Lysta- dún Marco hafa nú verið samein- aðar undir heitinu Vogue fyrir heimilið. Versl- unin flutti nýlega í glæsilegt húsnæði við Síðumúla 30. Svefnstóllinn er hentugur í unglingaherbergið og ekkert mál að breyta honum í rúm ef næturgesti ber að garði. Algeng breidd er 120 cm en mögulegt er að panta aðrar stærðir. Hrúgöldin eru íslensk framleiðsla og hafa verið vinsæl hjá unga fólk- inu. Þau kosta frá 14.900 kr. Girnileg þriggja laga súkkulaðiterta Mediline heilsurúmin eru framleidd á Íslandi. Með hverju 120 cm rúmi fylgir nú Thermofit heilsukoddi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.