Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 28

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 28
MARGSKIPT GLER - fyrir alla! VERÐ FRÁ: 17.900 kr. 40%afsláttur prooptik.is KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS www.norræna.is Sími 570 8600 Skemmtisiglingar með Norwegian Cruise Line Barcelona og Miðjarðarhafið 29. ágúst verð frá 275.000 Feneyjar og Barcelona 13. september verð frá kr. 360.000 Panama og Los Angeles 31. október verð frá kr. 424.000 Karabískahafið og Orlando 14. nóvember verð frá kr. 288.000 Íslensk fararstjórn www.norræna.is sími 570 8600 Valið besta skipafélag í Evrópu síðustu sex ár * – fyrst og fre mst – fyrst og fre mst ódýr! 1398kr.tvennan Páskatven na B arack Obama, for- seti Bandaríkjanna, ákvað á þriðjudag að beita fyrir sig öllu stjórnkerfi sínu til að þrýsta á Íslendinga um að hætta hvalveiðum. Erlendir friðunarsinnar lýstu vonbrigðum yfir að Obama ætlaði sér ekki að beita viðskiptaþvingunum. Þeir hugguðu sig hins vegar við það að daginn áður hafði Alþjóðadóm- stóllinn í Haag ákveðið að banna hvalveiðar Japana við Suður- skautslandið en það eru umsvifa- mestu hvalveiðar sem nú eru stundaðar í heiminum. Japanir ætla að una niðurstöðunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugs- son forsætisráðherra brást við yfirlýsingu Obama, með því að saka Bandaríkin um tvískinnung. Íslendingar létu þá ekki banna sér að stunda hvalveiðar. Þetta sé prinsippmál og snúist um rétt þjóðarinnar til að nýta auðlindir sínar. Þingmenn úr stjórnarand- stöðunni vilja hins vegar skoða málið nánar og hafa óskað eftir skýrslu um heildarmat á áhrifum hvalveiða hér við land. Peter Dill, forstjóri eins stærsta fisksölufyrir- tækis Þýskalands, Deutsche See, segir við Fréttatímann að hval- veiðarnar geti skaðað það starf sem nú sé í gangi til þess að bæta ímynd íslenskra sjávarafurða á alþjóðlegum mörkuðum. Hann dregur í efa að nokkur hagnaður sé af hvalveiðum en segist full- viss um að innan skamms hljóti Íslendingar að hætta veiðunum enda njóti sjónarmið Íslendinga í þeim málum einskis skilnings á alþjóðlegum vettvangi. Þetta var viðburðarík vika í hvalveiðiheiminum; við förum hér yfir það helsta og byrjum á að skoða nánar ákvörðun Obama frá því á þriðjudag. „Bandaríkin breyttust úr þjóð sem stundaði hvalveiðar í atvinnuskyni í þjóð sem stund- aði hvalaskoðun. Við þurfum að leggja meira á okkur til þess að stuðla að sams konar breytingu á Íslandi,“ sagði Barack Obama, for- seti Bandaríkjanna, í yfirlýsingu til Bandaríkjaþings á þriðjudag. „Ég tel að nauðsynlegt sé að beina stöðugri athygli að þeirri starfsemi sem tengist hvalveiðum Íslendinga í því skyni að hvetja Ísland til þess að stöðva veiðar í atvinnuskyni og styðja alþjóðlega viðleitni til hvalfriðunar.“ Síðan segir forsetinn að sér- staklega skuli hvetja Íslendinga til þess að virða alþjóðlegan sáttmála (CITES) um bann við viðskiptum með afurðir dýra í útrýmingar- hættu. Á lista CITES er langreyð- ur talin til þeirra tegunda sem eru í mestri útrýmingarhættu. Íslend- ingar leyfa veiðar á 154 langreyði á ári en Obama vísar í niðurstöður Alþjóðahvalveiðiráðsins um að veiðar á meira en 46 dýrum á ári geti ekki talist sjálfbærar. Obama nefnir að eitt fyrirtæki, Hvalur hf, stundi hvalveiðar í atvinnuskyni við Ísland og hann fer yfir sögu veiðanna síðustu ár og að veiðarnar hafi hafist á ný 2013 eftir hlé árin 2011 og 2012. Nú sé fyrirhugað að veiða 154 langreyðar á ári fram til 2018 þótt Alþjóðahvalveiðiráðið telji að Þrýstingur vegna hvalveiða á að setja svip á öll samskipti Íslands og Bandaríkjanna þar til Íslendingar sjá að sér. Þetta ákvað Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, á þriðjudag. Daginn áður voru hvalveiðar Japana við Suðurskautslandið dæmdar ólöglegar af Alþjóðadómstólnum í Haag. Forstjóri eins stærsta fisksölufyrirtækis Þýskalands segir við Fréttatímann að hann finni fyrir vaxandi þrýstingi á neytendur um að sniðganga íslenskan fisk. Hann dregur í efa að hvalveiðar Íslendinga skili nokkrum hagnaði eða efnahagslegum ávinningi. Aukin alþjóðleg athygli á hvalveiðum Íslendinga 28 fréttaskýring Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.