Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 36
„Kremd´ann með löppinni“ M Mín ágæta kona er mikið fyrir útlönd – en lítið fyrir útlendar pöddur. Ef út í það er farið er hún ekki mikið fyrir þær íslensku heldur. Hún hefur þó lært að umbera hérlend smákvikindi þótt hún forðist geitunga og kóngulær. Vogi flugur og kóngulær sér inn í okkar híbýli er mér gert að drepa snarlega óboðna gesti. Það er ekki alslæmt á þessum síðustu tímum þegar hlutverkum karla fer stöðugt fækk- andi. Gott er þá til þess að vita að manni er treyst fyrir einhverju, þótt ekki sé merkilegra en að slá til flugu. En það eru útlendu skorkvikindin sem hrella meira. Þau sáum við nokkur á dögunum eftir að frúin hringdi í mig í vinnuna og spurði formálalaust hvort ég væri til í að skella mér suður til Tenerife til þess að stytta biðina eftir vorinu. Ég samþykkti erindið, taldi enda að svo væri komið að ég væri einn af síðustu Ís- lendingunum sem ekki hefði reynslu af Kanaríeyjaferð. Við flugum því suður á bóginn í hið ei- lífa sumar sem þar ríkir, enda eyjarnar skammt undan Afríkuströndum. Engu var logið um veðurblíðuna og þann góða kost sem Atlantshafseyjar þessa hafa um- fram sum sólarlönd sem ég hef heim- sótt – að hitinn var þægilegur, yfirleitt 22-26 stig að degi til en heldur svalara að morgni og kvöldi. Fyrir hánorrnæna menn er það bærilegra en vist í 30 til 35 stigum eins og algengt er í öðrum sólar- löndum sem Íslendingar leita til að sum- arlagi. Ónefnt er það ástand þegar hitinn fer yfir líkamshita mannskepnunnar. Við þær aðstæður dreymir mig jökla en í vöku leita ég í loftkælingu og skugga. Minn betri helmingur þolir hitann betur enda dekkri á húð og hár en bóndinn sem helst sækir skyldleika til snæhéra og hvítra heimskautarefa. En pöddur eru algengari í suðurlöndum en á norðurhjara, jafnvel þar sem þær eiga ekki að vera, eins og í hótelherbergjum. Það kætti því ekki mína konu þegar hún rak augun í einhvers konar lýs við eld- húsvask í hótelíbúð okkar, nýkomin til Tenerife – og ekki bætti úr skák þegar hún sá hið sama við vaskinn á baðinu. Nú hefði mátt ætla, miðað við fyrri reynslu, að eiginkonan bæði mig hið snarasta að sálga þessum kvikindum – en svo var ekki. Sennilega voru lýs þessar of smáar til þess að þær vektu verulegan ótta. Hún hafði ekki mörg orð um uppgötvun sína heldur vatt sér út í nálæga verslun og keypti klór, tuskur og annan vopnabúnað til átaka við ófögnuðinn. Með illu skal illt út reka. Þegar hún sneri til baka beitti hún klórbrúsanum á lýsnar sem vissu ekki hvaðan á þær stóð veðr- ið. Eftir aðgerðirnar lyktaði íbúðin okkar eins og Sundhöllin í Reykjavík á góð- um degi. Frúin endurtók aðgerð sína nokkrum sinnum af ein- beittum ásetn- ingi um að útrýma þessari dýrategund. Það virtist ganga eftir svo við slökuð- um á næstu daga, sóluðum okkur, geng- um eftir ströndinni, borðuðum góðan mat og drukkum kælt. Smám saman rann úr okkur streita hvunndagsins – og klórlykt- in í íbúðinni dvínaði. Við hættum að hafa áhyggjur af suðrænum skorkvikindum sem ekki eru vön snöfurmannlegum til- þrifum konu úr Kópavoginum – þar til sú sama kona sá tvo kakkalakka á tröpp- unum upp að íbúð okkar hjóna. Þeir voru, vel að merkja, utandyra, ekki innan helgi íbúðarinnar. Það breytti engu í afstöðu konunnar til gestanna í tröppunum. Hún hefur megna andúð á kakkalökkum – ekki síst eftir vist þeirra á hótelherbergi sem við dvöldum á fyrir margt löngu á Flórídaskaga. Þarna var því komið alvöru verkefni fyrir mig – ekki viðureign við lýs sem mátti þurrka burt með klórblöndu heldur tveggja sentimetra raunverulega andstæðinga. Ég bað hana að slaka á, skordýrin væri úti og varla hægt að ætlast til þess að ég réðist til atlögu við öll þau kvikindi sem á vegi okkar yrðu. Við skyldum bara gæta þess að loka vel á eftir okkur svo kakkalakkarnir héldu sig á sínu yfirráðasvæði. Eftir fortölur lét konan það gott heita. Ég hafði nýverið fest blund það sama kvöld þegar skarkali á baðherberginu vakti mig. Ég hélt helst að frúin væri í baráttu við innbrotsþjóf þegar hún valhoppaði frá baðherberginu að eldhús- króknum og sótti klórbrúsann. „Það er kakkalakki ofan í baðkarinu,“ hrópaði hún um leið og hún lét hálfan brúsann vaða yfir skorkvikindið. Mér hafði láðst að loka baðherbergisglugganum svo annar hinna óboðnu gesta hafði komist inn. Hann fékk móttökur við hæfi og virtist lamast við klórgusurnar. Sá tími nægði mér til þess að grípa klósettpappír, fanga pödduna, henda í klósettið og skola niður. Konan hafði unnið forvinnuna með klórbrúsanum, mitt hlutverk var aðeins að fullkomna sigurinn á andskota okkar. Það var rökkvað í kringum okkur í atgangi þessum en konan enn í ham með klórbrúsann á lofti og skimaði ákaflega eftir hinu kvikindinu úr tröppunum, félaga þess sem skolað var niður. Fyrst annar hafði komist inn var allt eins líklegt að þeir hefðu gert það báðir. Hún sá hann ekki inni á baði og skaut því arnarfráum augum í átt að útidyrunum. „Þarna er hann,“ hrópaði hún og benti á eitthvað dökkt við útidyrnar, hikaði hvergi og lét afganginn af klór- brúsanum gossa á óarga- dýrið. „Kremd´ann með löppinni,“ kallaði konan með ákefð þess sem er í krappri vörn í ógnar- ástandi svo ég átti engra annarra kosta völ en láta hælinn vaða á seinni kakkalakkann. Það var ekki fyrr en við kveiktum ljósið í ganginum að við sáum að ég hafði drepið útihurðarstopparann. Jónas Haraldsson jonas@ frettatiminn.is HELGARPISTILL Te ik ni ng /H ar i 36 viðhorf Helgin 4.-6. apríl 2014 SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT METSÖLULISTI EYMUNDSSON VIKAN 26.03.14- 01.04.14 1 2Hljóðin í nóttinni Björg Guðrún Gísladóttir 5 6 7 8 109 43 Iceland Small World Sigurgeir Sigurjónsson Heiður Elif Shafak HHhH Laurent Binet Sannleikurinn um mál Harrys Quebert Joel Dicker Prjónabiblían Gréta Sörensen Konungsmorðið Hanne-Vibeke Holst Stúlka með maga Þórunn Erlu-og Valdimarsdóttir Verjandi Jakobs William Landay Kroppurinn er kraftaverk Sigrún Daníelsdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.