Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 22
KRINGLUNNI OG SMÁRALIND VEROMODAICELAND| WP SOFI STRAP TOPPUR 4990 HONEY HEKLA SKYRTA 7990 WP SRIPE PILS 5990 CITA LACE STRIPE TOPPUR 3490 NÝJAR VÖRUR upplifun. Við fórum í safaríferð í Afríku, fallhlífarstökk á Nýja-Sjá- landi og köfuðum í Tælandi. Ferðin byrjaði þannig að við lentum í Nairobi í Kenýa seint um kvöld. Leigubílstjórinn virkaði í fyrstu blindur en hann var það víst ekki. Svo varð einhver bilun þannig að við þrjú vorum föst saman á skuggalegum stað í yfir klukku- stund þar sem hann talaði swahili í símann og sagði að vinir sínir væru að koma að sækja okkur. Við vorum sannfærð um að það ætti að ræna okkur en þetta fór allt vel og við skiluðum okkur á hostelið. Þá kom í ljós að bókunin okkar hafði misfarist en við fengum á endanum rúm hvort á sínum ganginum þar sem við sváfum með skítug gömul sturtuhengi sem sængur. Þannig byrjaði ferðin. Daginn eftir fórum við í miðborg Nairobi og ætluðum að taka út peninga en það gekk mjög erfiðlega. Við ákváðum síðan að eyða einum degi í fátækrahverf- inu, fengum fylgd með heimamanni og kynntumst þessum hræðilegu aðstæðum. Við kynntum okkur líka ýmis verkefni sem voru í gangi til að gera lífið bærilegra fyrir íbúa. Við heimsóttum leikskóla fyrir fötluð börn í fátækrahverfinu og á einum skólanum var búið að teikna kort þar búið var að skipta upp hverf- inu og búið að teikna sprautunál þar sem eiturlyfjafíklar voru, og sérmerkja svæði þar sem líkum var hent. Til að komast á milli svæða þurftum við að kaupa okkur vernd hjá eins konar Hells Angels því annars hefði verið ráðist á okkur. Það var gott fyrir okkur að sjá þetta því við áttuðum okkur á því hvað við höfðum það ótrúlega gott.“ Á ferðalaginu kynntust þau allri mannlífsflórunni og upplifðu ótrúlega fegurð í framandi löndum. „Það er gríðarlegur persónulegur þroski sem maður tekur út á svona ferðalagi. Þetta víkkar sjóndeildar- hringinn en sýnir manni líka hvað það er mikilvægt að lifa lífinu og vera ekki að hafa óþarfa áhyggjur. Þetta fer allt einhvernveginn, eins og Halldór Laxness sagði.“ Óvænt bónorð Hrund og Óskar hafa verið dugleg að safna sér fyrir ferðalögunum sínum, skipuleggja sig vel og um síðustu áramót fóru þau saman til New York. „Við erum bæði í þannig vinnu núna að við erum ekki oft saman í fríi. Við höfðum aldrei farið til New York þannig að við eyddum viku þar saman. Á miðnætti á áramótunum á Times Square skellti hann sér svo á skeljarnar. Það var mjög óvænt,“ segir Hrund um þetta rómantíska bónorð. Þau eru þó ekk- ert byrjuð að skipuleggja brúðkaup- ið. „Við erum ekki þannig gerð. Okkur gæti dottið í hug að gifta okkur á gúmmískónum í næsta laut eða undirbúa stórt brúðkaup, eða eitthvað þar á milli.“ Ævintýri Hrundar virðast óþrjótandi og hún lenti í enn einu þegar henni var boðið á barnabók- menntahátíð í Litháen á síðasta ári til að lesa upp úr „Loforðinu.“ „Ég hélt fyrst að þetta væri grín því það er svo langt síðan bókin kom út. En þá kom í ljós að það er búið að þýða bókina mína á litháísku og útgefandi þar í landi hefur áhuga. Ég skellti mér bara út og ferðaðist um með nokkrum öðrum höfund- um. Svo kom ég bara heim aftur. Bókin er ekki komin út í Litháen en það fer þá bara í gegnum mitt forlag ef af því verður. Það er allavega til vönduð þýðing. Í versta falli var þetta bara skemmtilegt ævintýri og einhver börn í Litháen hafa heyrt af „Loforðinu“ en kannski kemur hún þar út. Hver veit?“ Hrund segir gleðilegt hvað „Lof- orðið“ hefur vakið athygli víða enda leiðir hún oft hugann til Sunnu og loforðsins sem hún gaf henni. „Slysið verður ekki tekið til baka og ef maður finnur leið til að láta svona hluti verða til góðs þá er það alltaf það besta í stöðunni. Svo ég vitni í klisjuna um að tíminn lækni öll sár þá er það bara ekki rétt. Þetta verður ekki minna sárt með tímanum. Ég hef hins vegar lært að lifa með missinum og fundið mínar leiðir. Mér finnst fallegt að tala um Sunnu og vil halda minningu hennar á floti. Ég reyni að taka líf- inu hæfilega létt og njóta þess sem ber að höndum. Ég held að hún hefði viljað það.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is Hrund og Óskar á Times Square í New York á gamlársdag. Á miðnætti fór hann óvænt á skeljarnar. „Fallegi sólargeislinn hún Sunna,“ segir Hrund.Á Floating Market rétt hjá Bangkok í Tælandi. 22 viðtal Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.