Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 12

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 12
F lest virðist enn óljóst um raun-veruleg áhrif skuldalækkana ríkis- stjórnarinnar á fjárhag einstakra fjölskyldna og hópa. Gengið er út frá því að 92% þeirra sem skulda verðtryggð húsnæðislán sendi inn umsókn en þegar um- sóknarfrestur er liðinn kemur í ljós hvort þær forsendur standast. Hagfræðingar Alþýðu- sambands Íslands hafa líka verið að vinna við útreikninga á þýðingu skuldalækkananna, Henny Hinz, hagfræðingur hjá ASÍ, segir það snúið enda eigi eftir að ákveða við- miðunarvísitöluna og ákveða hve hárri prósentu leiðréttingin nemur. Fjármálaráðherra á að taka þá ákvörðun með því að gefa út reglu- gerð. „Hvort viðmiðið verður 4,8% eða 4,3%, það virðist ekki koma fram fyrr en ljóst er hve margir sækja um,“ segir hún. Óvíst hvort 80 milljarða áætlun stenst Tryggvi Þór Herbertsson, verk- efnisstjóri skuldalækkana ríkis- stjórnarinnar, vill hins vegar ekki samþykkja þá nálgun að viðmiðun- arvísitalan sé óljós. „Við vitum ekki dreifinguna og hver kostnaðurinn verður,“ segir hann. Ætlunin sé að lækka skuldir um 80 milljarða á fjórum árum. Búið sé að taka frá 20 milljarða vegna lækk- unarinnar í fjárlögum þessa árs. Þessar for- sendur miða við að 92% þjóðarinnar muni senda inn umsókn um skuldalækkun. Það muni hins vegar ekki liggja fyrir hver kostn- aðurinn verður og hver niðurfærslan verður í hverju tilviki fyrr en umsóknafrestur er runninn út. Hann á að hefjast 15. maí. Þá fyrst liggi fyrir hver þátttakan er og þá verði hægt að fara að útfæra dæmið endanlega og átta sig á dreifingu af- skriftanna. Þá komi í ljós hvort for- sendunum um 80 milljarða kostnað verður breytt „eða hvort bætt verður við þetta,“ segir Tryggvi. Eitt dæmi hefur verið birt Á blaðamannafundi þar sem formenn ríkisstjórnarflokkanna fylgdu frumvörpum um málið úr hlaði var nefnt eitt dæmi um áhrif lækkunar á fjölskyldu sem hefur 700 þúsund króna heildarlaun á mánuði og skuldar 22 milljóna eftirstöðvar af verðtryggðu láni frá árinu 2008. Sú fjölskylda fær eina milljón í lækkun, eða 4,5% og getur svo full- nýtt möguleika til að lækka lánið um 1,5 milljón til viðbótar með sér- eignarsparnaði á þremur árum. Að því loknu verða ráðstöfunartekjur fjölskyldunnar 22.000 krónum hærri á mánuði en fyrir aðgerðirn- ar, að sögn ríkisstjórnarinnar. Önnur nákvæm dæmi um tekju- og eignastöðu fjölskyldna liggja ekki fyrir. Tryggvi Þór Herberts- son, verkefnisstjóri skuldalækk- ana í fjármálaráðuneytinu, segir að ákveðið hafi verið að svara ekki einstökum fyrirspurnum um slík mál. Hins vegar komi til greina að birta í einu lagi nokkur samræmd dæmi. Ákvörðun um það hefur þó ekki verið tekin. Svör um niður- færslur miðað við tekjur og skuldir einstakra fjölskyldna fáist ekki fyrr en eftir að allar umsóknir liggja fyrir og ljóst verður hve stór hluti almennings hefur hug á að nýta sér skuldalækkunina. Einhver hópur fær fjögurra milljóna lækkun Í fjölmiðlum hefur komið fram að óvíst sé hvort nokkur fjölskylda nái því að fá hámarkslækkun, sem er fjórar milljónir króna. Tryggvi vísar þeim efasemdum á bug. „Það eru aðilar sem munu fá fullar bætur,” segir hann en óljóst er hve margir þeir verða. Þar verður um að ræða aðila með miklar skuldir en ekki endilega háar tekjur. Þessi hópur hafi enn ekki fengið neinar leiðrétt- ingar, hvorki 110% leið né sérstöku vaxtabæturnar, sem greiddar voru til flestra fjölskyldna í tíð síðustu ríkisstjórnar. Pétur Gunnarsson petur@frettatiminn.is Einn liður í skuldalækk- unum ríkisstjórnarinnar er sá að þeir sem eru búnir að selja íbúð sem þeir áttu á árunum 2008 til 2009 og eiga enga íbúð í dag geta fengið sérstakan persónufrá- drátt sem lækka skatt- greiðslur viðkomandi næstu fjögur árin. Þetta á þó ekki við þann hóp sem hefur misst íbúðir uppboðum eða hefur fengið lækkun skulda vegna 110% leiðarinnar eða annarra úrræða. Þeir sem seldu og keyptu aðra íbúð fá niðurfell- ingu skulda vegna eldri íbúðarinnar greiddar inn á höfuðstól lánsins sem er á fyrsta veðrétti á nýju íbúðinni. Góu! PI PA R \T BW A • S ÍA • 1 30 95 4 Verði þér að PI PA R\ TB W A • S ÍA • 1 4 0 5 5 8 Miðað er við að 92% skuldara sæki um niðurfellingu Það kemur ekki í ljós fyrr en allar umsóknir liggja fyrir hvort áætlun um að nota 80 milljarða króna til að niður- greiða verðtryggð lán stenst eða hvort endurskoða þarf forsendurnar. ASÍ kvartar undan því að erfitt sé að átta sig á áhrifum tillagna ríkisstjórnarinnar og reikna út skuldalækkun einstakra aðila út frá fyrirliggjandi upplýsingum. Tryggvi Þór Herberts- son.Þeir sem seldu og keyptu ekki fá skattaafslátt í fjögur ár Skuldari Eftirstöðvar íbúðaláns frá árinu 2008 Lækkun höfuðstóls vegna leiðréttingar að teknu tilliti til frádráttarliða Lækkun %* Heildar lækkun höfuðstóls láns að viðbættri 1,5 milljón króna vegna séreignarsparnaðar Breyting á ráðstöfunar- tekjum á ári vegna lægri greiðslubyrði A 13.000.000 1.100.000 8,4% 2.600.000 252.000 B 16.000.000 1.200.000 7,5% 2.700.000 288.000 C 20.000.000 1.500.000 7,5% 3.000.000 312.000 D 25.000.000 1.700.000 6,8% 3.200.000 336.000 E 30.000.000 1.900.000 6,3% 3.400.000 360.000 Fyrirvari: Heildarumfang leiðréttingarinnar liggur fyrir að afstöðnu umsóknarferli. Útreikningum er aðeins ætla að gefa vísbendingar um líkleg áhrif. Þá ber að hafa í huga að frumvarpið er ekki orðið að lögum og getur tekið breytingum í meðförum Alþingis sem geta haft áhrif á niðurstöður. *Dálkurinn Lækkun % er reiknaður út af Fréttatímanum. Svona lækka nokkur lán Fjármálaráðuneytið hefur reiknað út dæmin hér að neðan um áhrif skulda- lækkunartillagna ríkisstjórnarinnar á verðtryggð lán miðað við tilteknar for- sendur en margt getur haft áhrif á niður- stöðuna. Forsendunum er lýst svo: „Miðað er við verðtryggt jafngreiðslu- lán með föstum 4,5% vöxtum. Forsendur um verðbólgu eru 3,5% á ári og 288 gjalddagar (24 ár) eru eftir af lánum. Fjárhæð þegar fenginnar beinnar niðurfærslu er breytileg eftir eftir- stöðvum og endurspeglar hún meðaltöl niðurfærslu eftir eftirstöðvum lána sam- kvæmt gögnum fjármála- og efnahags- ráðuneytis. Gert er ráð fyrir að heimili nýti sér séreignarsparnaðarleið til fulls, þ.e. 1,5 milljón á þremur árum. Breytingar ráð- stöfunartekna endurspegla breytingar þegar bein niðurfærsla og séreignar- sparnaðarleið hafa verið nýttar til fulls. Búið er að reikna til frádráttar fyrri úrræði sem heimili hafa notið. 12 fréttaskýring Helgin 4.-6. apríl 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.