Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 42
42 grænn lífsstíll Helgin 4.-6. apríl 2014 edalgardar.is • Hellulagnir • Trjáklippingar • Jarðvegsskipti • Smágröfuþjónusta • Vörubíll með krabba Einar • 698 7258 25% afsláttur Af öllum linsum prooptik.is KRINGLUNNI 2. HÆÐ HAGKAUPSHÚSINU, SKEIFUNNI SPÖNGINNI, GRAFARVOGI SÍMI 5 700 900 | WWW.PROOPTIK.IS GOLD PLATED SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM Vistvæn innkaup eru að velja þá vöru eða þjónustu sem er síður skaðleg umhverfinu eða heilsu manna og ber sama eða lægri líf- tímakostnað samanborið við aðrar vörur og þjónustu sem uppfylla sömu þörf. Gátlisti fyrir innkaup á hreinlætispappír • Veljið umhverfisvottaðan pappír. Ef valinn er pappír sem vottaður er af til dæmis norræna umhverf- ismerkinu Svaninum eða evrópska umhverfismerkinu Blóminu þá hafa neðangreind atriði þegar verið upp- fyllt. • Veljið endurunninn pappír. Því stærri hlutfall af pappírnum sem er endurunninn því betra. Mun minna af orku þarf til að framleiða hreinlætispappír úr endurunnum pappírsmassa en úr nýjum trefjum. • Veljið pappír sem ekki er bleiktur með klór. Klórbleiking skapar mengun- arvandamál í nærumhverfi fram- leiðslunnar. Ef upplýsingar um bleikingaraðferð er ekki að finna á umbúðum ættu seljendur að geta veitt upplýsingar um hvort pappír sé klórbleiktur. • Veljið pappír sem er ekki pakk- aður í PVC-plast. Plastgerðin PVC (pólivínylklór- íð) inniheldur lífræn klórsambönd sem valda mengun við urðun og brennslu. Seljendur geta upplýst ykkur um plastgerð komi það ekki fram á umbúðunum. Gátlisti fyrir innkaup á einnota bleium • Veljið Svansmerktar bleiur. Svanurinn er trygging fyrir því að varan sé ein sú umhverfisvænsta á markaðnum, án þess að það komi niður á gæðum eða virkni vörunnar. • Sniðgangið bleiur með kremi og ilmefnum.  Umhverfi ÁrangUrsrík flokkUn sorps Jörðin gefur ekki endalaust af sér Það er ekki flókið að flokka sorp og lykilatriði að virkja alla fjölskyldumeðlimi með jákvæðu hugarfari. Jörðin gefur ekki endalaust af sér og því mikilvægt að endurvinna. Íbúar í Stykkis- hólmi hafa flokkað allt sitt sorp frá árinu 2008 og nýta moltuna í garða sína.  Umhverfisvernd vistvæn innkaUp erU til góða fyrir Umhverfið og heilsU fólks Vistvænni bleiur og hreinlætispappír Klórbleiking á hrein- lætispappír skapar mengunarvanda- mál í nærumhverfi framleiðslunnar, og ljósvirk bleikiefni í bleium geta valdið húðertingu. NordicPhotos/Getty Ilmefnin geta framkallað ofnæmi og verið skaðleg umhverfinu. Krem geta innihaldið efni sem hafa skað- leg áhrif á umhverfi. • Sniðgangið bleiur með ljósvirku bleikiefni (e. optical brightener). Ljósvirk bleikiefni geta valdið húðertingu. Heimild: Vistvæn innkaup / vinn.is KYNNING Samfara aukinni um- hverfisvitund eru sífellt fleiri sem flokka sorp. Að sögn Agnesar Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra sölu- þjónustu og markaðssviðs Íslenska Gámafélagsins, er talið að á um 75 til 80 pró- sent allra heimila á Íslandi sé flokkað með einum eða öðr- um hætti. „Á síðastliðnum sex árum höfum við orðið vör við mikla aukningu. Á sumum heimilum byrjar fólk að flokka því sveitarfélagið leggur línurnar en aðrir ákveða þetta upp á eigin spýtur. Einnig er mikil vakn- ing meðal fyrirtækja og höfum við veitt yfir þúsund fyrirtækjum ráð- gjöf í þeim efnum. Þá er mikilvægt að hafa fræðsluna skemmtilega og að fólk sjái tilganginn með flokkun- inni,“ segir Agnes. Flokkun ber árangur Agnes segir nokkuð bera á þeim misskilningi að flokkun skili sér ekki alla leið og að sorpið fari á endanum allt í sömu holuna. Það sé þó fjarri lagi því hver tegund fari á sinn rétta stað í endurvinnsluferl- inu. „Það er gríðarlega mikilvægt að flokka svo hægt sé að endur- vinna. Jörðin getur ekki gefið enda- laust af sér og því er mikilvægt að endurvinna af krafti,“ segir Agnes og bendir á að framleiðsla á einum farsíma jafngildi því að losuð séu 60 kíló af CO2 og í hann þurfi hátt í 20 kíló af ýmsum hráefnum. „Mikill ávinningur hlýst af því að endurvinna ál því við endurvinnsl- una þarf einungis fimm prósent þeirrar orku sem þarf til frum- vinnslu þess.“ Þriggja tunnu kerfi Þriggja tunnu kerfið sem felur í sér að heimili eða fyrirtæki eru með eina græna tunnu, eina brúna og eina fyrir almennt sorp. Þannig næst góður árangur og lítið sem ekkert af sorpinu þarf að urða. Þetta kerfi er ákveðið af sjálfstætt af hverju og einu sveitarfélagi. Í grænu tunnuna má setja allan pappír, bylgjupappa, plast, fernur og minni málmhluti eins og til dæmis niðursuðudósir og málmlok af glerkrukkum. Tunnan er losuð mánaðarlega og innihaldið flutt til flokkunar í Gufunesi þar sem starfsmenn Íslenska Gámafélags- ins aðgreina flokkana sem svo fara mismunandi leiðir í endurvinnslu. Agnes segir gríðarlega mikilvægt að endurvinna plast því það getur tekið allt að 500 ár fyrir það að eyðast þegar það er urðað. Eins geti plast fokið á haf út og valdið dauða fugla, fiska, sela og fleiri dýra sem éta það eða flækjast í því. Í brúnu tunnuna má setja lífrænt sorp sem svo er notað til moltugerðar. Talið er að 30 til 35 prósent af sorpi heimila sé lífrænt. Mikilvægt er að nota rétta poka fyrir lífræna úrganginn í brúnu tunnunni. Hentugastir eru pokar úr maíssterkju sem fást í flestum matvöruverslunum undir heitinu Maíspokinn eða Bio- bag. Þeir pokar brotna niður á skömmum tíma í jarðgerðinni og skilja því ekki eftir leifar líkt og plastpoki myndi gera. Í almennt sorp fara svo efni sem ekki eru endurvinnanleg, eins og til dæmis gler, bleyjur, aska, kattasandur og frauðplast. Agnes segir það ekki þurfa að vera flókið að byrja að flokka sorp. „Nóg er að endurskipuleggja einn skáp fyrir flokkunina. Fólk segir oft að það hafi ekki pláss til að flokka en það þarf ekki að vera plássfrekt. Lykilatriði er að virkja alla fjölskyldumeðlimi með sér með jákvæðu hugarfari og um- fram allt að ítreka ávinninginn sem hlýst af því að flokka og end- urnýta fyrir okkur sem einstak- linga, þjóð og gesti hér á jörðinni. Umfram allt þurfum við að huga að kynslóðum framtíðarinnar og hvernig umhverfi þær taka við. Við bjóðum upp á margar lausnir í þeim málum og hægt er að nálgast þær upplýsingar á gamur.is.“ Stykkishólmur til fyrirmyndar Um tuttugu sveitarfélög hér á landi bjóða upp á þriggja tunnu kerfi og sér Íslenska Gámafélagið um moltugerð fyrir mörg sveitar- félög sem hafa boðið íbúum sínum að nýta moltuna til að græða garða og eins hafa sveitarfélög notað hana við sínar framkvæmdir. Agnes segir það miður að sveitar- félögin á höfuðborgarsvæðinu bjóði aðeins upp á tunnur fyrir endurvinnanlegt og almennt sorp en ekki fyrir lífrænan úrgang. Frá árinu 2008 hafa íbúar í Stykkis- hólmi flokkað allt sitt sorp með góðum árangri. Í dag fer 55 pró- sent af úrgangi þeirra til endur- vinnslu eða moltugerðar sem áður var ekkert.“ Nánari upplýsingar má nálgast á síðunnni www.gamur.is. Unnið í samvinnu við Íslenska Gámafélagið. Hentug tunna til flokkunar sem smellpassar í eldhússkápinn. Allt að 500 ár getur tekið plast að eyðast og því er mikilvægt að halda notkun þess í lágmarki og endurvinna það sem notað er. Plast sem fýkur út á haf getur valdið dauða fugla, fiska, sela og fleiri dýra sem annað hvort flækjast í því eða éta það. Agnes Gunn- arsdóttir er fram- kvæmda- stjóri söluþjónustu og markaðs- sviðs Íslenska Gámafélags- ins. Talið er að 30 til 35 prósent af sorpi heimila sé lífrænt. Maíspokinn hent- ar vel undir lífrænt sorp því hann er unninn úr maíssterkju, brotnar niður á stuttum tíma og skilur ekki eftir sig leifar í náttúrunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.