Fréttatíminn - 04.04.2014, Blaðsíða 14
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg
Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@
frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
Þ
Þversagnar hefur gætt í íslenskum lögum varðandi
fjárhættuspil. Ýmis þeirra hafa verið heimiluð á
grundvelli sérlaga, svo sem happdrætti, lottó, get-
raunir og spila- og söfnunarkassar. Rekstur spilavíta
hefur hins vegar verið bannaður en hann er leyfileg-
ur í nánast öllum Evrópuríkjum að Íslandi og Noregi
undanskildum. Breytinga er að vænta í Noregi en í
stjórnarsáttmála ríkisstjórnar þar er kveðið á um að
heimila eigi fjárhættuspil.
Á almanna vitorði er að fjárhættuspil
hefur verið stundað áratugum saman
hérlendis í neðanjarðarklúbbum.
Því til viðbótar hafa möguleikar al-
mennings til að stunda fjárhættuspil
aukist stórlega með tilkomu netsins.
Auglýstar eru vefsíður sem bjóða al-
menningi aðgang að fjárhættuspilum
en þessar síður eru alla jafna vist-
aðar utan Íslands. Íslensk stjórnvöld
eiga því enga möguleika á því að hafa
eftirlit með þeirri starfsemi eða setja
reglur þar um.
Ástandið er óviðunandi. Því er frumvarp þrettán
þingmanna úr þremur flokkum til laga um spila-
hallir – sem við þekkjum sem spilavíti – tímabært.
Ástandið minnir um margt á fáránleika bjórbanns
hér í áratugi – sem brotið var á bak aftur árið 1989.
Það var sett, væntanlega af velmeinandi stjórnvöld-
um, til þess að draga úr drykkju. Bannið breytti
aðeins drykkjumenningu til hins verra. Lögleiðing
bjórs hefur breytt drykkjusiðum Íslendinga til hins
betra. Bann við fjárhættuspili var væntanlega einnig
sett af velmeinandi yfirvöldum til þess að koma í veg
fyrir að fólk færi illa með fé eða yrði fíkn að bráð.
Vandinn er sá að hér stríðir fólk engu að síður við
spilafíkn, enda er spilað þrátt fyrir bannið.
Því er skynsamlegt að færa starfsemina upp á
yfirborðið, hætta blekkingarleiknum líkt og gert
var í bjórmálinu. Hin ólöglega starfsemi er, eins og
fram kemur í greinargerð með frumvarpinu, utan
opinbers eftirlits. Þeir sem eiga þar viðskipti eru án
réttarstöðu. Með lögleiðingu kemst á eftirlit með
starfseminni og veita má viðskiptavinum réttar-
vernd – og koma má á til þeirra sem á þurfa að halda
meðferðarúrræðum við spilafíkn. Í frumvarpinu
eru skýr ákvæði varðandi aðgangskröfur í spilavíti.
Viðskiptavinir verða að hafa náð 21 árs aldri. Með
skilyrðunum eru send þau skilaboð að fjárhættuspil
sé fyrir fullorðna einstaklinga sem hafa nægilegan
þroska til að taka þátt í því. Þau eru ekki síst send út
vegna þeirra vefsíðna sem bjóða upp á fjárhættuspil
sem gera viðskiptavinum keift að stunda þau hvar
og hvenær sem er.
Auk þess minna flutningsmenn frumvarpsins á
hagsmuni ferðaþjónustu sem í kjölfar mikils vaxtar
skilar nú meiri gjaldeyri í þjóðarbúið en nokkur önn-
ur atvinnugrein. Lögleiðing spilahalla væri líkleg til
að efla hana með auknum afþreyingarmöguleikum.
Til viðbótar myndi lögleiðingin afla tekna fyrir ríki
og sveitarfélög en í frumvarpinu er gert ráð fyrir 40
til 80% greiðslu af spilaskattsstofni. Íslenska ríkið
verður af skatttekjum þar sem það skattlegur ekki
þá starfsemi sem þegar er til staðar.
Í frumvarpinu stuðst við reynslu Dana af lögleið-
ingu spilahalla árið 1990. Þar var meðal annars
horft til ferðaþjónustunnar og hagsmuna hennar. Á
þeim tíma voru ólöglegir spilasalir reknir í Kaup-
mannahöfn og víðar í Danmörku sem greiddu
engin opinber gjöld og sættu ekki opinberu eftirliti.
Ástandið var því svipað þar þá og það er hér. Fram
kemur að ágæt sátt hafi verið um þá ákvörðun Dana
að heimila rekstur spilahalla og reynslan góð. Þar
skipti máli að bann hafi verið lagt við aðgengi fólks
að spilasölum undir tilteknum aldri, skilyrðislausar
kröfur gerðar til gesta að sýna persónuskilríki við
komu og kvaðir lagðar á leyfishafa um upplýsinga-
og eftirlitsskyldu með spilafíklum. Fimmtán árum
síðar sýndu rannsóknir að algengi spilafíknar var
lægst í Danmörku af öllum Norðurlöndum. Ótti um
peningaþvætti hafi enn fremur reynst ástæðulaus.
Ólöglegu spilasalirnir reyndust ekki samkeppnis-
hæfir við löglegar spilahallir og lognuðust út af.
Leið Dana er ágætt fordæmi fyrir okkur.
Löggjöf um spilavíti löguð að raunveruleikanum
Hættum
blekkingarleiknum
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
Ástandið minnir um margt
á fáránleika bjórbanns
GEFÐU FERMINGARBARNINU
SKÖPUNARKRAFTINN
MEÐ GRÆJUNUM FRÁ OKKUR
Réttur föður í síðasta sæti
Getur foreldrajafnrétti
stangast á við réttindi barns?
F élag um for-eldrajafnrétti hefur um langt
árabil barist fyrir jafn-
rétti í sifjamálum. Það
er sannfæring okkar
að jafnrétti í sifjamál-
um sé best til þess
fallið að verja réttindi
barna og auk þess
grundvöllur að jafn-
rétti á vinnumarkaði
og þar með jafnrétti
í áhrifastöðum í þjóð-
félaginu. Á Íslandi
hefur jafnrétti verið nokkuð óum-
deilt þó útfærslan og framkvæmdin
vefjist oft fyrir fólki og veki þrálát-
ar deilur. Jafnrétti á sviði sifjarétt-
ar virðist vefjast sérstaklega mik-
ið fyrir mörgum og jafnvel þeim
sem ættu að þekkja nokkuð vel til
málaflokksins. Þannig hefur því
verið fleygt fram í umræðunni að
foreldrajafnrétti geti stangast á við
réttindi barns. Foreldrajafnrétti er
nýyrði í íslensku máli frá árinu 2008
þegar Félag ábyrgra feðra breytti
nafni félagsins í Félag um foreldra-
jafnrétti í samræmi við stefnumál
félagsins. Nú, sex árum síðar, á fólk
jafnvel enn í vandræðum með að
segja orðið foreldrajafnrétti og því
kannski eðlilegt að merking þess
flækist enn fyrir einhverjum. Hug-
takið foreldrajafnrétti snýst hins
vegar einfaldlega um að
barn hafi jafnan rétt til
beggja foreldra sinna og
að báðir foreldrar standi
jafnir fyrir lögum.
Andheiti við foreldra-
jafnrétti er foreldramis-
rétti. Ef foreldrajafnrétti
stangast á við rétt barns
eru þá réttindi barna
tryggð frekar með for-
eldramisrétti?
Félag um foreldrajafn-
rétti hefur bent á mörg
atriði í lögum og fram-
kvæmd laga þar sem réttur móður
er í fyrsta sæti, réttur ríkisins í öðru
sæti, réttur barnsins í þriðja sæti og
réttur föður í fjórða og síðasta sæti.
Þar erum við að benda á foreldra-
misrétti. Það foreldramisrétti sem
við bendum á stangast algerlega á
við réttindi barns enda koma rétt-
indi barns langt á eftir réttindum
móður. Þó svo réttindi barns kæmu
á undan réttindum móður, þá er for-
eldramisrétti alltaf andstætt réttind-
um barns, enda hefur barn þá ekki
sama rétt til beggja foreldra.
Félag um foreldrajafnrétti vill
færa réttindi barna úr þriðja sæti
upp í það fyrsta. Fram fyrir móður
og ríki. Þá viljum við færa réttindi
föður upp fyrir réttindi ríkisins og
til jafns við réttindi móður. Þann-
ig setur foreldrajafnrétti barnið í
fyrsta sætið, foreldra jafna í annað
sætið og ríkið í þriðja sætið.
Stefnumál Félags um foreldra-
jafnrétti eiga sér öll stoð í Samningi
Sameinuðu þjóðanna um réttindi
barnsins. Réttur barns skal vera án
mismununar af nokkru tagi gagn-
vart barni og/eða aðstæðum for-
eldra þess. Aðildarríki skulu virða
ábyrgð, réttindi og skyldur foreldra
og stórfjölskyldu. Barn skal hafa
rétt til þess að þekkja foreldra sína
og njóta umönnunar þeirra. Barn
skal hafa rétt til þess að viðhalda því
sem auðkennir það sem einstakling,
þar með talið fjölskyldutengslum
sínum. Aðildarríki skulu bregðast
við og veita börnum vernd ef þau
eru svipt fjölskyldutengslum. Aðild-
arríki skulu tryggja að barn sé ekki
skilið frá foreldrum sínum gegn
vilja þess. Aðildarríki skulu virða
rétt og skyldur foreldra og veita
þeim leiðsögn. Aðildarríki skulu
tryggja að sú meginregla sé virt
að foreldrar fari sameiginlega með
forsjá barns og komi því sameigin-
lega til þroska. Aðildarríki skulu
láta foreldrum í té efnislega aðstoð
og sjá fyrir stuðningsúrræðum svo
foreldrar geti séð fyrir lífsafkomu
barnsins.
Ef foreldrajafnrétti stangast á
við réttindi barns, þá gerir Barna-
sáttmáli Sameinuðu þjóðanna það
einnig.
Heimir Hilmarsson
varaformaður Félags um
foreldrajafnrétti
14 viðhorf Helgin 4.-6. apríl 2014