Fréttatíminn


Fréttatíminn - 04.04.2014, Page 54

Fréttatíminn - 04.04.2014, Page 54
54 langur laugardagur Helgin 4.-6. apríl 2014  Miðbærinn Langur Laugardagur Verslunin GuSt var flutt um set fyrr í vetur og er nú við Ingólfs- stræti 2. Húsið var í töluverðri niðurníðslu en hefur verið tekið í gegn og er nú hið glæsilegasta. GuSt er í eigu Guðrúnar Kristínar Sveinbjörns- dóttur fatahönnuðar og hefur verið starf- rækt í miðbænum frá árinu 2001. Guð- rún er hæst ánægð með nýja húsnæðið sem er í eigu GuSt og kveðst glöð að hafa pláss fyrir vinnustofu á sama stað og það muni miklu að greiða ekki lengur háa leigu. Húsið er á tveimur hæðum og er vinnustofan á efri hæðinni þar sem hönnun og hluti framleiðslunnar fer fram. „Ullarflíkurnar eru framleiddar hérna á Íslandi, allt sem ég get framleitt hér heima geri ég hér, sérstaklega flíkur sem koma bara í fjórum til sex eintökum en flóknari saumaskapur er sendur til saumastofu í Litháen. Ég hef farið þangað í heimsókn og gengið úr skugga um að aðbúnaður starfsfólks sé góður. Það er mér virkilega mikilvægt. Svo hef ég líka sent verkefni til lítillar saumastofu á Skagaströnd.“ Þessa dagana er sumarlínan að koma úr framleiðslu og í verslunina GuSt sem er vinsæl bæði hjá ferðamönnum og inn- fæddum. „Yfir sumarið býð ég líka upp á ullarflíkur enda peysuveður á Íslandi allt árið,“ segir Guðrún sem í sumar ætlar að bjóða upp á ullarpeysur í ljósum og sumarlegum litum. „Það eru þrjár nýjar týpur af prjóni í framleiðslu fyrir mig svo að það er margt nýtt og spennandi væntanlegt, bæði sumarkjólar og ullar- peysur.“ -dhe H estamannafélögin á höfuðborgar-svæðinu standa um helgina fyrir Hestadögum 2014 þar sem ætlunin er að kynna íslenska hestinn fyrir borgarbúum. Í dag, föstudag, frá klukkan 17 til 19 bjóða hestamanna- félögin Fákur, Hörður, Sóti, Sprettur og Sörli gestum og gangandi í heimsókn. Þá verða nokkur hesthús opin og merkt með blöðrum. Í reiðhöllum félaganna verða svo hestateymingar fyrir börn í boði ásamt léttum veitingum. Klukkan 18 sýna börn og unglingar atriði og verður kaffi, svali og kjötsúpa í boði hjá hverju félagi. Á laugar- daginn verður skrúðreið um 150 hesta frá BSÍ um miðbæinn. Að sögn Haralds Þórarinssonar, formanns Landssambands hestamannafélaga, er markmiðið með göngunni að verkja athygli borgarbúa á íslenska hestinum. „Það er ekki nema mannsaldur síðan hesturinn var aðal farartækið hérlendis. Hann er svo nátengdur okkur og var notaður til allra er- inda áður fyrr. Síðar tók svo bíllinn við. Fólk átti líf sitt undir hestinum en nú til dags leiðum við sjaldan hugann að því,“ segir Haraldur. Lögreglumenn og slökkviliðs- menn fara fremstir í skrúðreiðinni og hljómlistarmaður mun blása í lúður. „Þetta er virkilega skemmti- legur viðburður og hestarnir eiga án efa eftir að lífga upp á bæjar- braginn í miðbænum á laugardag- inn. Við hvetjum fólk til að fjöl- menna í miðbæinn,“ segir hann. Ýmsir aðrir viðburðir tengdir Hestadögum 2014 verða í boði um helgina. Nánari upplýsingar má nálgast á vefnum www.lhhestar.is. www.odalsostar.is Þessi margverðlaunaði ostur, framleiddur í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki frá því árið 1965, rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribó-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með votti af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið. MARIBÓ HLÝLEGUR Handprjónasamband Íslands Skólavörðustíg 19 s. 552-1890 www.handknit.is Uppskriftir, Lopi, Prjónar, Rennilásar og Tölur. GuSt á nýjum stað í miðbænum Í sumar býður GuSt upp á ullarflíkur í sumarlegum litum enda alltaf peysuveður á Íslandi. Verslunin GuSt er flutt í glæsilegt húsnæði að Ingólfsstræti 2. Verslunin er á fyrstu hæð og vinnustofan á annarri. Skrúðreið um miðbæinn Íbúum höfuðborgarsvæðisins gefst kostur á að kynnast íslenska hestinum á Hestadögum 2014. Fjölmargir skemmtilegir viðburðir verða í boði. Á laugardag standa hestamannafélögin á höfuð- borgarsvæðinu fyrir skrúðreið um 150 hesta um miðbæinn. Skrúðreið um miðbæinn leggur af stað frá BSÍ klukkan 13 á laugardag. Riðið verður upp á Skólavörðuholt, niður Skólavörðustíg, yfir Lækjargötu, Austurstræti, Pósthússtræti, Kirkjustræti og Tjarnargötu að Ráðhúsi, áfram Tjarnargötu, í gegnum Hljóm- skálagarð, yfir Njarðargötu og aftur að BSÍ. Haraldur Þórarinsson er formaður Landssambands hestamanna- félaga. Opið laugardaga og sunnudaga kl.11-17 Laugavegi 59, sími 551 8258 Skólavörðustíg 14 Sími 571 1100 Laugavegi 58, sími 551 4884 20% asláttur af buxum

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.