Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 12
V erulegur skortur er á fjármagni til nýsköpunarfyrirtækja hér á landi þó svo að gífurleg gróska sé í
nýsköpun að sögn sérfræðinga. Helga Val-
fells, framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs
atvinnulífsins, og Gunnar Páll Tryggvason,
framkvæmdastjóri Icora Partners, voru
meðal þeirra sem héldu erindi á nýsköpun-
arráðstefnunni Startup Iceland sem fram fór
í Hörpunni fyrr í vikunni. „Það er skortur
á fjármagni fyrir alla fasa „start-up“ fyrir-
tækja,“ segir Helga í samtali við Fréttatím-
ann.
Gunnar Páll tekur undir þetta: „Það er
einkennilegt að á sama tíma og rosalega
mikill kraftur er í nýsköpun og sprota-
fyrirtækjum hér á landi vantar fjármagn
til að geta virkjað þann kraft.“ Hann segir
nokkrar ástæður liggja þar að baki: „Mest af
fjármagninu hér á landi er bundið í lífeyris-
sjóðum. Þó svo að við viljum að sjálfsögðu
að þeir passi peningana okkar vel geta þeir
alveg farið í áhættusamari fjárfestingar eins
og raunin er með sprota- og nýsköpunar-
fyrirtæki, bara ef það er gert rétt,“ segir
Gunnar Páll. „Slíkar fjárfestingar geta verið
mjög arðbærar og það eru alltaf ákveðin
fyrirtæki sem ná árangri og geta þannig
skilað verulegum arði í þjóðarbúið, bæði í
formi arðsemi af fjárfestingunni en líka í
störfum og oft með því að skapa nýjar gjald-
eyristekjur,“ segir Gunnar Páll.
Nýsköpunarsjóður nær eini sjóðurinn
Nýsköpunarsjóður (NSA) er eins og stendur
eini sjóðurinn sem er að fjárfesta í sprota-
fyrirtækjum að sögn Helgu, utan sjóðsins
Eyrir sprotar, sem fjárfestir aðeins. „Sjóður-
inn hefur bolmagn til að fjárfesta í tveimur
nýjum fyrirtækjum á árinu en vildum gjarn-
an fjárfesta í 5-6,“ bendir hún á. NSA hefur
haldið fundi með lífeyrissjóðum með það
að markmiði að hvetja þá til að fjárfesta í
auknum mæli í nýsköpun. „Þetta er eigna-
flokkur sem lífeyrissjóðirnir hafa ekki verið
að fjárfesta mikið í undanfarin 15 ár eða svo.
Þeir fjárfestu á árinu 1999 þegar þeir fóru
beint inn í fyrirtæki. Svo kom netbólan og
hún sprakk og ætli þeir hafi ekki brennt sig
á því,“ segir Helga. „Það virðist hins vegar
vilji hjá nokkrum lífeyrissjóðum að koma að
þessum eignaflokki á faglegum forsendum
með vönduðum vinnubrögðum þannig að
ekki sé verið að taka óþarfa áhættu. Þetta er
náttúrulega áhættusöm fjárfesting en það
þarf hins vegar ekki að taka óþarfa áhættu
með henni,“ segir Helga.
Nýlega fóru fulltrúar nokkurra lífeyris-
sjóða með fulltrúum NSA í heimsókn til fag-
fjárfesta í Stokkhólmi og Kaupmannahöfn
til að kynna fyrir þeim með hvaða hætti þeir
fjárfesti í nýsköpunar- og sprotafyrirtækj-
um og hvernig sjóðirnir hagnast á þessum
eignaflokki.
Gunnar Páll segir að það hafi verið
ákveðinn samhljómur í fjármálakerfinu, að
fjárfestingar í nýsköpunar- og sprotafyrir-
tækjum gangi ekki upp á Íslandi. „Íslenskir
fjárfestar hafa misst af frábærum tækifær-
um og eiga sem dæmi engan hlut í Plain
Vanilla sem nýlega var metið á 12 milljarða
króna. Slík fyrirtæki þurfa að fara út fyrir
landsteinana og ná í peninga og þekkingu til
þess að styðja við sinn vöxt. Því má spyrja:
Hver ber ábyrgðina á þessum glötuðu tæki-
færum hér á landi?“ segir Gunnar.
Nóg af fjármagni í kerfinu
Hann segir nóg af fjármagni í kerfinu. „Við
höfum hins vegar ekki rétta strúktúrinn til
að koma fjármagni í vinnslu við að byggja
upp ný fyrirtæki. Við þurfum á þessum nýju
fyrirtækjum að halda til að skapa hagvöxt
og ekki er endalaust hægt að skiptast á
hlutabréfum í gömlum fyrirtækjum,“ segir
hann og bendir jafnframt á að nú séu 550
milljarðar í 12 skráðum fyrirtækjum hér
á landi og 85 milljarðar í framtakssjóðum
(Private Equity). Hins vegar séu einungis 8
milljarðar í Frumtaki og Nýsköpunarsjóði
sem sinna öllum hinum stigum fjárfestinga,
sprotastigi og vaxtarstigi, og það fjármagn
hefur að mestu verið fjárfest fyrir löngu síð-
an. „Það er pottur brotinn í þessu umhverfi.
Við þurfum viðhorfsbreytingu, sérstaklega
hjá lífeyrissjóðunum sem ættu að fjárfesta
í sjóðum sem eru sérstaklega ætlaðir til að
vinna með fyrirtækjunum, skilja áhættuna
og hámarka þannig líkurnar á góðri arð-
semi. Ég er bjartsýnn á að það muni takast,“
segir Gunnar Páll.
Helga tekur undir það. „Af samtölum
mínum við fulltrúa lífeyrissjóðanna er ég
bjartsýn á að eitthvað fari að gerast. Ég
veit af átta teymum sem eru að vinna í því
að setja á stofn nýja fjárfestingarsjóði þar
sem ætlunin er að fjárfesta í nýsköpunar- og
sprotafyrirtækjum. Nýsköpunarsjóður er
að fara af stað að fjármagna nýjan sjóð sem
gengur undir vinnuheitinu Silfra. Við erum
að fara af stað með fjármögnun í þann sjóð
og ef allt gengur eftir er von til þess að við
getum farið að fjárfesta úr honum í byrjun
næsta árs,“ segir Helga.
„Allir sjóðirnir átta eru að tala við lífeyris-
sjóðina um aðkomu þeirra. Við fögnum því
ef við verðum ekki lengur eini sjóðurinn
sem er að fjárfesta í nýsköpun. Það er gott
að hafa nokkra sjóði til að örva samkeppni
og auka samstarf og jákvætt fyrir frum-
kvöðla að hafa val. Það eru að minnsta kosti
jákvæð teikn á lofti,“ segir Helga.
Orkan fer í peningaleit
„Ástandið er hins vegar ömurlegt fyrir
nýsköpunar- og sprotafyrirtæki sem vantar
fjármagn strax í dag,“ segir hún, „hvort sem
þau eru á fyrstu stigum eða að leita að fjár-
magni til að vaxa. Þau þurfa annað hvort
að leita út fyrir landsteinana eða hægja á
vexti því það fer svo mikill tími og kraftur
í að leita að peningum í stað þess að selja
vöruna, það er sorglegt,“ segir Helga.
Gunnar Páll segir að í skýrslu McKin-
sey sé talið að það þurfi að setja um þrjá
milljarða árlega í nýsköpun en sú tala hefur
verið um þrefalt lægri. „Þetta eru ekki háar
tölur ef horft er til þess að árlega þurfa líf-
eyrissjóðir að ráðstafa 150-200 milljörðum
til fjárfestingar. Lífeyrissjóðir ættu að hafa
mikla hagsmuni af því að skapa hagvöxt til
framtíðar því styrkur þeirra er afleidd stærð
af styrk hagkerfisins. Ólíkt fjárfestingu í
„nýju“ hlutafé þá hefur fjárfesting í „notuðu“
hlutafé ekki áhrif á hagvöxt þótt verð þess
hækki.“
„Þetta er hins vegar ekki bara spurning
um peninga. Við þurfum líka að skapa hér
kúltúr þar sem við verðum sífellt betri fjár-
festar. Við þurfum aðila sem skilja mis-
munandi viðskiptamódel, eru með puttann
á púlsinum í þessum nýsköpunarheimi
og geta hjálpað fyrirtækjum að koma sér
á markað erlendis og mynda tengsl sem
gagnast þeim. Við þurfum að byggja þessa
þekkingu upp hér heima ásamt því að auka
fjárfestingu í þessum geira,“ segir Gunnar
Páll.
Sigríður Dögg Auðunsdóttir
sigridur@frettatiminn.is
Þrátt fyrir að gífurleg gróska sé
í nýsköpun og sprotastarfsemi
hér á landi er verulegur skortur
á fjármögnun. Helga Valfells,
framkvæmdastjóri Nýsköp-
unarsjóðs, segir ástandið
ömurlegt fyrir sprota- og
nýsköpunarfyrirtæki sem þurfa
fjármagn. Sérfræðingar vilja
að lífeyrissjóðir komi í auknum
mæli að fjárfestingum á fyrstu
stigum fyrirtækja, en þó aðeins
í gegnum sérstaka sjóði sem
takmarka og dreifa áhættunni.
Helga Valfells, fram-
kvæmdastjóri Nýsköp-
unarsjóðs atvinnu-
lífsins, er bjartsýn á
að lífeyrissjóðirnir fari
að fjárfesta meira í
nýsköpun og sprota-
fyrirtækjum.
Gunnar Páll Tryggva-
son, framkvæmda-
stjóri Icora Partners,
segir að skapa þurfi
hér kúltúr þar sem við
verðum sífellt betri
fjárfestar.
Ömurlegt ástand
fyrir sprotafyrirtæki
er hlutverk þitt að sjá um bókhaldið?- snjallar lausnir
Kynntu þér lausnina á www.navaskrift.is
545 3200 navaskrift.is sala@wise.isGold Enterprise Resource Planning
Silver Independent Software Vendor (ISV)
TM
Borgartún 26, Reykjavík » Hafnarstræti 93-95, Akureyri
sími: 545 3200 » wise@wise.is » www.wise.is
Fullbúin viðskiptalausn í áskrift
- Microsoft Dynamics NAV
Verð frá kr.
pr. mán. án vsk
11.900-
Mánaðarlegt gjald veitir aðgang að einu mest selda bókhaldsker
landsins ásamt kostnaði við uppfærslu- og þjónustugjöld,
hýsingu, afritun á gögnum, öryggisvarnir og SQL gagnagrunn.
Breytilegur öldi notenda eftir mánuðum sem lágmarkar kostnað.
Kernu fylgir rafræn sending reikninga, samskipti við RSK og eira.
Fjöldi sérlausna í boði fyrir þá sem þurfa aukna virkni.
12 fréttaskýring Helgin 6.-8. júní 2014