Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Side 14

Fréttatíminn - 06.06.2014, Side 14
K Kjörsókn var dræm í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðinn laugardag, minni en marga undanfarna áratugi. Stjórnmálamenn og stjórnmálafræðingar hafa áhyggjur af þróuninni, nefna ýmsar ástæður en þær verða ekki sannreyndar nema með rannsóknum – sem þeir sem þessi fræði stunda hljóta að framkvæma. Kjör- sóknin almennt var um 66 prósent – og áberandi minni en áður í stærstu sveitarfélögunum. Hulda Þórisdóttir, lektor í stjórnmálafræði, segir tvennt skýra litla þátttöku, annars vegar alþjóðlega þróun á Vesturlöndum þar sem fólk hafi fjarlægst stjórnmálin, vegna velmegunar ómaki fólk sig ekki á kjörstað. Hins vegar, líti Íslendingar sér nær, megi skýra minnkandi þátttöku með hruninu, vantrausti og óbeit almennings sem hafi sprottið af því. Grétar Þór Eysteinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir dræma kjörsókn fyrst og fremst skýrast af áhuga- leysi. Nærtækt sé að skýra breytinguna sem varð í sveitarstjórnarkosningunum árið 2010 með hruninu, skeytingarleysi, vantrausti og áhugaleysi – og svo virðist sem ekki hafi tekist að vekja þennan áhuga aftur. Þetta eigi einkum við um ungt fólk sem virðist vera sá hópur sem vantað hafi í nýliðnar kosningar. Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, segir fallið í kjörsókninni hreinar hamfarir fyrir lýðræðið í landinu. Meðal ástæðna fyrir lélegri kjörsókn nefnir hann vantraust og óþol í garð stjórnmálamanna og að þeir hafi ekki úthald. Þá segir Eiríkur – og vísar til langstærsta sveitarfélagsins – að engin raunveruleg kosningabarátta hafi farið fram þar, athyglin hafi á lokasprettinum beinst að máli sem menn hafi almennt ekki mikinn áhuga á. Stefanía Óskars- dóttir stjórnmálafræðingur segir að hina dræmu kjör- sókn megi að töluverðu leyti rekja til breyttra viðhorfa fólks til stjórnmála. Það telji sig ekki einungis geta haft áhrif á kjördag heldur sendi dóm sinn á kjörtímabilinu. Sem dæmi nefnir hún framkvæmdir við Hofsvallagötu í Reykjavík sem borgaryfirvöld hafi að miklu leyti orðið að draga til baka vegna harðra viðbragða. Vafalaust er margt til í þessum skýringum fræði- mannanna, líklegar tilgátur sem skoða verður nánar. Ef það er rétt að ungt fólk hafi í miklum mæli setið heima þarf að finna skýringar á því. Hagstofa Íslands safnaði í kosningunum upplýsingum um aldurs- dreifingu kjósenda. Úrvinnsla þeirra gagna stendur yfir. Æskilegt er vitaskuld að allir aldurshópar taki afstöðu, leggi sitt af mörkum til mótunar nærsam- félagsins. Önnur skýring á áhugaleysinu kann að vera að verulegur hluti kjósenda telji tiltölulega lítinn mun á framboðunum. Sú þriðja kann að vera að margir telji það ekki skipta öllu hverjir fari með stjórn sveitarfé- laga. Frambjóðendur séu í meginatriðum vel meinandi fólk en verkefni sveitarfélaganna að mestu lögbundin og forgangsverkefni liggi fyrir. Að þessu leyti er talsverður munur á málefnum sveitarfélaga annars vegar og landsmála hins vegar. Í landsmálum eru stefna og átakalínur flokka og fram- boða skýrari. Ef við lítum aðeins eitt ár aftur í tímann, til þingkosninganna vorið 2013, sést að kosningaþátt- taka var allt önnur og meiri. Samt var enn styttra frá hruni – og meint óbeit á stjórnmálamönnum kom ekki í veg fyrir að kosningaþátttaka væri 81,4 prósent í heild – og yfir 80 prósent í öllum kjördæmum landsins nema öðru Reykjavíkurkjördæminu. Einfaldasta skýringin á dræmri kosningaþátttöku síðastliðinn laugardag er því sú að tiltölulega lítið hafi skilið að þá kosti sem í boði voru – að kosningarnar og aðdragandi þeirra hafi í meginatriðum verið óspenn- andi og málefnaumræðan fátækleg. Þarft er samt að rýna í þátttökuna og ástæður áhugaleysisins, bæði af hálfu stjórnmálaflokka og fræðimanna – sem og form kosninganna. Þar líta menn meðal annars til rafrænna kosninga meðfram hinum hefðbundnu. Sjálfsagt er að líta til slíkra kosta megi það verða til þess að auka þátttöku – ekki síst meðal unga fólksins sem getgátur eru um að setið hafi heima. Ástæðulaust er hins vegar að fara á taugum vegna þeirra sem heima sátu. Lýðræðislegar hamfarir voru þetta að minnsta kosti ekki. Ástæðulaust að fara á taugum vegna þeirra sem heima sátu Tæplega lýðræðislegar hamfarir Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og Sigríður Dögg Auðuns dóttir sigridur@frettatiminn.is. Fréttastjóri: Hösk- uldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýs- ingastjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti. Við fögnum 12.000 ánægðum viðskiptavinum og bjóðum fleiri í hópinn með risatilboði á dúnsængum. Léttar, hlýjar og rakadrægar dúnsængur sem færa þér einstakan svefn. Eingöngu 100% náttúruleg efni, dúnn & bómull. Allur dúnn er hitahreinsaður án kemískra efna. 100% dúnn & bómull Stærð: 140x200 Fylling: 100% hvítur dúnn Dúnmagn: 790 gr Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is Dúnsængurnar koma með 3 ára ábyrgð. Draumadúnsængin 25% SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ SUMARTILBOÐ afsláttur Stærð 70x100 Tilboð 9.735 kr Verð 12.980 kr 200 grömm dúnn Stærð 100x140 Tilboð 12.735 kr Verð 16.980 kr 400 grömm dúnn Stærð 140x200 Tilboð 29.990 kr Verð 39.990 kr 790 grömm dúnn Stærð 140x220 Tilboð 33.742 kr Verð 44.990 kr 890 grömm dúnn Sendum frítt úr vefverslun lindesign.is 20.600.000.000 króna er framlag ríkisins til rannsókna og þróunar samkvæmt í fjárlögum 2013 á verðlagi 2014. Háskólar taka við um 45% af því fé og opinberar stofnanir um 26%, að því er fram kemur í tilkynn- ingu frá Rannís um nýsköpun á Íslandi. 3.244 ársverk voru í rannsóknum og þróun á Íslandi árið 2011. Um 46% ársverkanna voru unnin hjá fyrirtækjum. 70% ársverka voru unnin af sérfræðingum og karlar unnu meirihluta ársverka, samkvæmt Rannís. 32 klukkustunda bið var á flugi Ice- landair frá Brussel til Keflavíkur á þriðjudag. 291.170 erlendir ferðamenn hafa farið frá landinu frá áramótum, um 70 þúsund fleiri en á sama tímabili í fyrra. Um er að ræða 31,4% aukn- ingu ferðamanna milli ára frá áramótum í samanburði við sama tímabil í fyrra. Vikan í tölum 14 viðhorf Helgin 6.-8. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.