Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 19

Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 19
inu. Talað er um hana sem upphaf kirkjunnar. Þarna er Jesú ekki lengur með lærisveinum sínum heldur farinn til himna en hafði birst þeim ítrekað. Á hvítasunnunni var saman kominn hóp- ur fólks sem hafði mótast af boðskap Jesú og vildi halda honum á lofti. Þetta er saga sem kallast svo skemmtilega á við samtímann og lýsir því sem gerist í fjölmenningarsamfélagi. Þau eru stödd í Jerúsalem þegar heilagur andi kemur yfir þau og lærisveinarnir fara að tala tungum. Þarna er fólk frá ýmsum þjóð- um en allt skilur það hvað þeir segja og hugsa með sér að þeir séu að tala sitt tungumál. Aðrir túlkuðu þennan viðburð þannig að fólkið hefi einfald- lega verið drukkið og sé að bulla tóma vitleysu, en í kjölfar þessa varð kirkjan til og þeir sem hlýddu á lærisveinana voru skírðir. Fjölmenningarsamfélagið er eitt af stóru málunum í dag og mér þykir svo vænt um þessa hvítasun- nufrásögn þar sem lögð er áhersla á að kristin trú máir út þröskulda, múra, tungumál og stétt. Hvítasunnan er í raun fjölmenningarhátíð kirkjunnar. Fagnaðarboðskapurinn er ætlaður öllum og það er okkar hlutverk að búa til rými þar sem allir eru velkomnir.“ Hlynnt byggingu mosku Hún segir trúmál alltaf skipta máli jafnvel þó hlutverk kirkjunnar sé annað en áður fyrr. „Kirkjan er ekki lengur dómari yfir því hvað er gott og hvað er slæmt, eða hvernig fólk á að haga lífi sínu. Í raun erum við komin inn í samfélag sem sumir myndu lýsa sem afhelguðu þar sem trúin hefur verið fjarlægð en ég held að þar með sé ekki öll sagan sögð. Trúin er áfram afl sem mótar líf einstaklingsins og hann kemur með það inn í sameiginlega rýmið.“ Hún tekur dæmi af þeirri hitaumræðu sem kom upp fyrir sveitarstjórnarkosningarnar vegna byggingar mosku í Reykjavík eftir að oddviti Framsóknarflokksins í borginni sagðist mótfallinn því að úthluta lóð fyrir moskuna. „Í því máli vil ég að kirkjunnar fólk standi fast á því að við viljum hafa trúfrelsi og hluti af því er að hafa frelsi og rými til að byggja sér helgidóma. Við eigum að standa vörð um það,“ segir hún og tekur fram að hún hafi „að sjálfsögðu ekkert á móti því“ að hér sé byggð moska. „Mér fannst illa gert að nota þetta mál til að auka við og ýta undir ótta við fámennan hóp. Múslimar eru algjör minnihlutahópur sem á erfitt upp- dráttar í samfélaginu. Við megum vera ósammála um margt, til dæmis hvar flugvöllurinn á að vera, en þegar kemur að mannvirðingu verðum við að standa saman.“ Enn er um mánuður þar til séra Jóna Hrönn Bolladóttir snýr aftur úr sínu námsleyfi til starfa við Ví- dalínskirkju og Kristín heldur því sinni hefðbundnu rútínu eitthvað áfram, að hjóla niður á Laugaveg og keyra þaðan í Garðabæinn. Áður en þau hjónin mæta til vinnu á morgnana hafa þau komið sér upp þeirri hefð að eiga smá hjónastund á kaffihúsinu Reykjavík Roasters við Kárastíg. „Það er frábært þegar við erum búin að koma öllum út á morgnana að setjast þarna saman í kannski hálftíma, drekka topp- kaffi og tala saman. Síðan bara byrjar dagurinn. Yfir daginn eru allir í sínu og jafnvel langt fram á kvöld. Stundum eftir langan og erfiðan dag hugsa ég með mér að við höfum ekki náð að tala neitt saman en gleðst svo þegar ég man eftir að við erum að fara að hittast í kaffi morguninn eftir.“ Það verður síðan mun styttra í vinnuna þegar Kristín tekur við Laugarnessókn í haust. „Það er jákvætt að búa svona nálægt,“ segir hún og klykkir út með: „Ég get þá loksins hjólað í vinnuna.“ Erla Hlynsdóttir erla@frettatiminn.is viðtal 19 Helgin 6.-8. júní 2014 3 m/s - raforkuframleiðsla hefst 15 m/s 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvastKjöraðstæður til raforkuvinnslu Það er allt í lagi að það blási svolítið Í Búrfellsstöð við Þjórsá er gagnvirk orkusýning og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar. Þeim er ætlað að veita vísbendingar um framtíðarmöguleika í beislun íslenska roksins. Við vonum auðvitað að sumarið verði gott en okkur finnst líka allt í lagi þó það blási hressilega í 50 metra hæð yfir hraunsléttunni fyrir norðan Búrfell. Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð er opin alla daga kl. 10-17. Einnig tekur starfsfólk á móti gestum við vindmyllurnar norðan Búrfells alla laugardaga í júlí kl. 13-17. Jarðvarmasýning í gestastofu Kröflu er skemmtilegur áfangastaður fyrir norðan. Þar er opið alla daga kl. 10-17. Við Kárahnjúkastíflu tekur leiðsögumaður á móti gestum alla miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17. Velkomin í heimsókn í sumar! www.landsvirkjun.is/heimsoknir

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.