Fréttatíminn - 06.06.2014, Qupperneq 30
á hið hefðbundna helgarfrí. Kannski var
ekki nægilega mikið talað um þetta í
kristinfræðinni í gamla daga, eða kannski
er bara almennt áhugaleysi fyrir tilgangi
helgidaganna, allavegana veistu þetta
núna lesandi góður.
Hér á árum áður var þetta mikil ferða
helgi og kjörin til þess að bregða undir sig
betri fætinum og halda í útilegu eða ein
hverskonar ferðalag, alveg sama hvernig
viðraði þá þráaðist fólk við að þetta yrði
fyrsta útileguhelgin, þó yfirleitt hafi há
tíðin verið í maí og veður ekki orðið neitt
sérlega gott fyrir nætursvefn í tjaldi. Við
Íslendingar upplifum veður á allt annan
hátt en fólk í öðrum löndum heimsins.
Saltvík ´71
Einnig var mikið um skemmtanir um
allt land áður fyrr, en þó flestar á vegum
kirkjunnar. Frægasta skemmtun sem
haldin hefur verið um þessa helgi er
án nokkurs vafa Saltvíkurhátíðin sem
haldin var í maí árið 1971 af Æskulýðs
ráði Reykjavíkur og hljómsveitinni Trú
brot, og þá helst trommara sveitarinnar,
Gunnari Jökli Hákonarsyni, sem bar
hitann og þungann af skipulagningu.
Tónlistarhátíðin átti að vera í anda er
lendra hátíða eins og Woodstock í Banda
ríkjunum og Isle of Wight í Bretlandi sem
höfðu verið árin áður, og nú átti að fá þessa
menningu til Íslands, með viðeigandi rútu
ferðum, músík og frelsi frá foreldrunum
sem voru svo gamaldags í allri hugsun.
Allar helstu hljómsveitir landsins komu
fram á þessari hátíð, að sjálfsögðu var
Trúbrot þeirra stærst en ásamt þeim voru
þarna vinsælar sveitir eins og m.a. Ævin
týri, Náttúra og Rooftops í bland við þekkt
ustu nöfnin úr þjóðlagageiranum sem að
sjálfsögðu sungu um stríðshrjáða Amerík
ana og andúð á kerfinu í heild sinni, mjög
nauðsynlegt á hátíðum sem þessari.
Í fjölmiðlum dagana eftir þessa hvíta
sunnuhelgi mátti lesa fréttir og greinar
um mikla unglingadrykkju og eiturlyfja
neysla var af einhverju tagi, eitthvað af
hassi og LSD fannst á einhverjum ung
mennum í Saltvík og foreldrar voru
áhyggjufullir um þróun ungu kynslóðar
innar. Einnig var skrifað um það að um
gengni hafi verið slæm og eitthvað um
slagsmál og einn blaðamaður talaði um
að það væri almennur leiðindabragur yfir
þessari hátíð.
Foreldrar áhyggjufullir
Foreldrar leyndu ekki skoðunum sínum
og voru alls ekki ánægðir með þessa há
tíð og fordæmdu hana mjög í fjölmiðlum,
enda var aldurstakmarkið ekki nema 14
ár, sem er í yngri kantinum.
Foreldrum gafst þó tækifæri til þess að
kaupa sig inn um afmarkaðan tíma á há
tíðinni til þess að kíkja á aðstæður og hafa
auga með börnunum, Fyrir þessa heim
sókn var miðaverðið 700 krónur og í kjöl
farið af einni slíkri var þetta skrifað í Vel
vakanda Morgunblaðsins af reiðri móður;
„Ekki var aðkoman fögur, þarna þvæld
ust börnin um eins og heimilislausir aum
ingjar köld og blaut, svo ekki sé minnst á
þann hluta sem var drukkinn eða átti við
timburmenn að stríða.“
Ekkert ósvipað því sem maður sér um
verslunarmannahelgina í dag, en ég er
ekki viss um að það verði í boði fyrir for
eldra að kaupa sig inn á Þjóðhátíð í Eyjum
part úr degi til þess að fylgjast með, en
það væri kannski ráð?
Þó var eitthvað um það að foreldrarn
ir hafi bara skemmt sér jafn vel, ef ekki
betur en margur unglingurinn, miðað við
mörg greinaskrif.
Þessi hátíð fór misvel ofan í landann, og
aðallega skrifaði fólk um þessa hátíð af
mikilli neikvæðni, lýsti henni sem miklu
svalli og fordæmdu gróðahugsun þeirra
sem að henni stóðu, hvað það varðar hef
ur lítið breyst. Í dag eru flestar hátíðir for
dæmdar nema þær séu í tengslum við fjár
öflun íþróttafélaga.
Tónlistarmennirnir voru þó almennt
ánægðir með framtakið, en veðrið var leið
inlegt þessa helgi og þetta sagði Björgvin
Halldórsson í bók sinni „Bo & Co“;
„Það var ekkert sérstaklega gaman að
spila þarna. Samt elska popparar að koma
Í upphafi vikunnar fóru margir Íslendingar að velta fyrir sér hvað gerðist um hvítasunn
una? Af hverju er þessi helgi
haldin hátíðleg hjá kirkjunnar
mönnum og hverju megum við
þakka þessa þriggja daga helgi?
Hvítasunnnan er þriðja stærsta
trúarhátíðin á Íslandi, á eftir pásk
um og jólum. Á vef kirkjunnar er
fjallað um hvítasunnuna og þar
stendur: Hvítasunna er stofndagur
kirkjunnar, og einskonar vígsludag
ur hinnar almennu kirkju, og haldin
7 vikum eftir páska.
Margir Íslendingar hafa ekki
hugmynd um þessa staðreynd og
flestir hafa alltaf litið á þessa helgi
sem trúarlega verslunarmanna
helgi og fagnað auka frídegi ofan
Trúarhátíð - eða bara löng helgi
Fyrsta ferðahelgi ársins er fram undan, en veit fólk almennt
hvað hvítasunnan merkir í kirkjudagatalinu? Krakkarnir í Saltvík
voru í það minnsta ekki að hugsa um það árið 1971.
Við Ævin-
týramenn
gerðum
margar
tilraunir í
þessa átt.
Margar
heppnuðust
ágætlega.
fram á útitónleikum. Undir berum himni
getur skapast göldrótt stemning. En það
þarf að venja fólk við þetta. Ala upp púp
likum sem er reiðubúið að koma og hlýða
á gott rokk utandyra án þess að missa
heilsuna af drykkjuskap. Við Ævintýra
menn gerðum margar tilraunir í þessa
átt. Margar heppnuðust ágætlega“.
Útihátíðarflopp
Margar útihátíðir hafa verið haldnar
eftir þetta sem fengu ekki brautargengi.
Fræg er hátíðin sem haldin var í Viðey
um verslunarmannahelgina 1984, þar
sem afskaplega fáir mættu. Húsafell
1969 þar sem 300 manns vissu ekki
hvernig átti að skemmta sér, þar sem
þetta var nýlunda hér á landi. Á tíunda
áratugnum voru nokkrar hátíðir haldn
ar í Þjórsárveri og við Eldborg, sem var
að vísu endurtekin árið 2001 og einn
blaðamaður skrifaði grein sem nefndist
„Aldrei aftur Eldborg“, svo ekki hefur
hún verið endurtekin, ennþá.
Biskupinn steig ekki dans
Kirkjan hefur alltaf haldið hvítasunn
una mjög hátíðlega og lét ekki sitt eftir
liggja þessa helgi árið 1971, á meðan
10 þúsund ungmenni hurfu úr bænum
í Saltvík þá gaf biskup út þá reglu að
bannað væri að dansa á öldurhúsum
Reykjavíkur þessa helgina, og voru
veitingahúsaeigendur neyddir til þess
að setja borð á öll dansgólf svo enginn
slysaðist til þess að dansa, en bannið
gekk ekki yfir barsölu. Það mátti sem
sagt fara út og fá sér í glas, en alls ekki
dansa.
Þetta fór afskaplega illa í fólk og var
ekki gert aftur, þó svo að biskup hafi sagt
þetta vera skiljanlegt þar sem Guð væri
allsstaðar, líka á öldurhúsum Reykjavík
ur. Guð lét samt ekki sjá sig í Saltvík, þar
var dansað alla helgina.
Hvað á að gera um helgina?
Íslendingar tuða og rífast yfir þjóðkirkj
unni og margir eru á móti kristinfræði
í skólum og óþarfa trúboði, en við fögn
um öllum helgidögunum sem trúnni
fylgja. Margir þora ekki að segja sig úr
þjóðkirkjunni því það er svo gott að fá
svona auka sunnudaga, eða miðviku
daga og fimmtudaga inn í vinnuvikuna.
Kannski er það hræsni, en það væri það
kannski líka ef við svæfum út á upp
stigningardag fegin fríinu, nýbúin
að segja okkur úr þjóðkirkjunni, svo
margir láta sig bara hafa það.
Engin er útihátíðin um hvítasunnuna
þetta árið svo það verður að finna sér
eitthvað annað til dundurs í þetta sinn,
kannski er bara best að fara í sund svona
miðað við veðurspá, en í guðanna bænum
ekki dansa.
Hannes Friðbjarnarson
hannes@frettatiminn.is
Ævintýri í Saltvík ´71.
- Samkvæmt 840.000
notendum GoodReads!
Sástu
myndina?
Hér er
framhaldið
„Roth kann að skrifa. Flókin fléttan og
ógleymanleg umgjörðin skapa sögu sem mun
ekki svíkja aðdáendur fyrstu bókarinnar“
- Publishers Weekly um Andóf
www.bjortutgafa.is
JÚNÍTILBOÐ!
Önnur bókin í hinum geysivinsæla
Divergent bókaflokki, er komin út í kilju og er á sérstöku
útgáfutilboði hjá öllum betri bóksölum!
Framhald myndarinnar!
2,799,-
Fullt verð 3.299,-
www.siggaogtimo.is
Verð kr 144.000.- parið
30 hvítasunnan Helgin 6.-8. júní 2014