Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 48

Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 48
48 ferðalög Helgin 6.-8. júní 2014  SnjallSímanotkun í utanlandSferðinni Þ að eru sennilega ófáir snjallsíma-notendur sem freistast til þess að setja myndir úr utanlands- ferðinni inn á Facebook. Jafnvel þegar þeir eru ekki tengdir þráðlausu neti. Sá sem það gerir má búast við að símareikn- ingurinn hækki um leið um 45 krónur. Verðið á þessari þjónustu lækkar hins vegar um meira en helming þann 1. júlí þegar ný hámarksverð ESB, á símaþjónustu innan EES svæðisins taka gildi. Þá mun kosta um 20 krónur að setja inn færslu með mynd en til samanburðar kostar um 700 krónur að uppfæra Facebook úr íslenskum snjallsíma í Bandaríkj- unum. Það borgar sig því að takmarka notkunina við þann tíma sem síminn er tengdur þráðlausu neti, til dæmis á hótelinu eða á kaffihúsi. Eins gæti verið hagstætt að kaupa áskrift að sérstökum þjónustum sem símafyrirtækin bjóða þeim sem vilja nota símann í útlöndum því eins og sjá má hér fyrir neðan getur reikningur- inn rokið upp við það eitt að nota Google Maps í smástund eða fylgjast með fréttum að heiman. Símtölin lækka líka Allur götur síðan árið 2007 hefur Evrópusam- bandið sett verðþak á notkun farsíma milli að- ildarlandanna. Ástæðan er sú að verð á símanotk- un í útlöndum fylgdi ekki almennum lækkunum á notkun farsíma innan hvers lands samkvæmt því sem kemur fram á vef Póst- og fjarskiptastofn- unar. En stofnunin gefur út hvert hámarksverðið skuli vera hér á landi. Fyrst um sinn náði verðþakið aðeins til sím- tala og skilaboða en síð- ustu ár hafa einnig verið sett takmörk á verðlagn- ingu á gagnanotkun. Eins og sjá má á töfl- unni hér fyrir neðan þá hefur verð á símtölum frá einu Evrópulandi til ann- ars lækkað um helming frá árinu 2011 og sama má segja um kostnað við að senda sms. Verð á gagnanotkun verður hins vegar nærri fjórfalt lægri eftir mánaðamót en það var þremur árum síðan. Ódýrara að deila fríinu með fólkinu heima Um mánaðamótin lækkar hámarksverð Evrópusambandsins á símakostnaði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Íslenskir túristar njóta góðs af því. Þróun hámarksverða ESB í íslenskum krónum að viðbættum virðisaukaskatti. Að hringja Að svara Sent SMS Móttaka SMS Gagnamagn Sumarið 2011 72,52 kr./mín. 22,79 kr./mín. 22,79 kr./mín. frítt — Sumarið 2012 60,90 kr./mín. 16,80 kr./mín. 18,90 kr./mín. frítt 147,02 kr./MB 1. júlí 2013 47,63 kr./mín. 13,89 kr./mín. 15,87 kr./mín. frítt 89,30 kr./MB 1. júlí 2014 37,04 kr./mín. 9,74 kr./mín. 11,69 kr./mín. frítt 38,99 kr./MB Heimild: Heimasíða Póst- og fjarskiptastofnunnar Það er að ýmsu að hyggja þegar snjallsíminn er notaður ytra. Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is Kostnaður við að nota netið í íslenskum síma á meginlandi Evrópu Mb* Kostnaður í dag Kostnaður frá 1.júlí Netið, 5 síður 2,5 223.3 97.5 Facebook, 5 mín. 2 178.6 78.0 Facebook, færsla með mynd 0,5 44.7 19.5 Tölvupóstur, senda 10 stk. 1 89.3 39.0 Youtube, 4 mín. 8 714.4 311.9 Google maps, 10 mín. 4 357.2 156.0 Sækja eitt app 5 446.5 195.0 *fjöldi megabæta er byggður á upplýsingum af heimasíðum nokkurra símafyrirtækja. Heimild: Heimasíða Póst- og fjarskiptastofnunnar Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SMART CONSOLE LEIKJATÖLVA 16.900 Öflug spjald- og leikjatölva, 5” kristaltær HD snertiskjár ÓGRYNNILEIKJANÆR ÓTAKMARKAÐ ÚRVAL AF LEIKJUM OG FORRITUM FYRIR ÞESSA ÓTRÚLEGU GRÆJU NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI 4BLS SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP SUMARHÚSGÖGN tekk company og habitat kauptún 3 sími 564 4400 vefverslun á www.tekk.is opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18 og sunnudaga kl. 13-18 Zeno garðsett – borð og fjórir stólar hægt að leggja saman. – yfirbreiðsla fylgir. 99.200 kr. blanche fjölbreytt garðhúsgagnalína hvít epoxylökkuð álgrind sólstóll m/höfuðpúða 48.000 kr. sólbekkur 79.000 kr. garðborð 149.000 kr. klappstóll 24.500kr. safaristóll 39.000 kr. maui sólstóll með taubaki 17.250 kr. summer plastáhöld verð frá 750 kr. birDy plastdiskar verð frá 750 kr. stk. teva sólstóll/bekkur fjórir litir – 14.500 kr.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.