Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Qupperneq 52

Fréttatíminn - 06.06.2014, Qupperneq 52
S ólveig er fullkomin fyrir sumar-stemninguna. Þetta er kjörbjór fyrir alla dagana sem hitinn fer yfir tuttugu gráður,“ segir Valgeir Val- geirsson, bruggmeistari í Borg brugghúsi. Valgeir og félagar hafa í nógu að snúast þessa dagana því í vikunni var bjór númer 25 frá Borg settur í sölu í Vínbúðunum. Nýi bjórinn er sumarbjór Borgar og kallast Sólveig. Auk þess getur bjóráhuga- fólk nú nælt sér í flösku af Garúnu nr. 19 sem til þessa hefur eingöngu verið seld erlendis. Garún hefur vakið athygli og er til að mynda með 98 í einkunn af 100 mögulegum á Ratebeer. com. Þá gleðjast trúlega einhverjir Borgaraðdá- endur yfir Sumargulli, nýja sumarbjórnum frá Ölgerð- inni, en þar er endurnýtt uppskriftin af Bjarti nr. 4, einum af fyrstu Borgar- bjórunum. Hann er af blond-gerð, ljós og undir- gerjaður bjór með þýskum og slóvenskum humlum. Hann er jafn- framt ferskur með blómlega angan og ávaxtaríkan maltkeim. „Við höfum því miður ekki undan í framleiðslunni í Borg og urðum að hætta framleiðslu á Bjarti fyrir um ári síðan. Það var mikil eftirsjá að honum, bæði hér innanhúss og hjá viðskipta- vinum. Það er því ákveðið gleðiefni að Bjartsbragðið sé að finna í nýju Sumar- gullsdósunum,“ segir Valgeir. Hann segir að þeir Borgar-menn hafi gert þó nokkrar tilraunir með hveitibjór og Sólveig nr. 25 sé afrakstur þeirrar tilraunavinnu. „Hún er þýskur hveitibjór í grunn- inn sem búið er að poppa upp með mjög miklu magni af amerískum humlum,“ segir bruggarinn. Sérstakt ger er notað við bruggunina sem gefur Sólveigu ákveðna bragð- og lyktarundirstöðu þar sem tónar banana og neguls koma skýrt fram. Í bragðinu má svo einnig greina mangó, ástaraldin, greipaldin og fleiri suðræna ávexti. Nú eru komnir 25 bjórar frá ykkur í Borg. Er enda- laust hægt að koma með nýja bjóra? „Já. Bjór er gríðarlega víðfeðmt viðfangsefni. Það eru óendanlega margar hliðar sem hægt er að skoða og pæla í. Og við bruggmeistararnir erum áhugasamir um að þróa okkur áfram og höfum verið heppnir að fá tækifæri til þess. Þetta geta verið mjög góðir dagar í vinnunni,“ segir Valgeir Valgeirsson. 52 matur & vín Helgin 6.-8. júní 2014  vín vikunnar Jæja það hlaut að koma að því; góð veð- urspá fyrir allt landið. Og það um helgi og hvítasunnuhelgi að auki. Loksins eru veður- guðirnir að verðlauna okkur fyrir að hafa þraukað harðan veturinn. Þjóðin hlýtur að flykkjast út á þjóðvegina og dusta rykið af ferðagræjunum. Það verður sungið á hverju einasta tjaldsvæði landsins um helgina og þá er nú gott að vera praktískur í vínvali. Gleymdu vínflöskum með korktappa, það er bara vesen. Þú gætir tekið vín með skrúfu- tappa með þér en í ferðalögin slær ekkert út beljuna, vín í kassa. Það þarf að vísu ekki mikið að segja Íslendingum frá kassavínum því um samkvæmt ársskýrslu ÁTVR 2013 er um helmingur alls léttvíns sem selt er á Íslandi kassavín í þriggja lítra umbúðum. Þegar í bústaðinn eða á tjaldsvæðið er komið er um að gera að vera ekkert að pæla mikið í fínum vín- glösum, bara nota það sem hendi er næst. Eitt breytist þó ekki. Það er alveg jafn mikilvægt að velja vínið vel, jafnvel mikilvægara í útileguna, því ef vínið er vont situr þú uppi með heila 3 lítra í stað einnar flösku. Því er gott að vanda valið og prófa sig áfram. Eðli málsins samkvæmt eru vínin sem rata í kassana flest af ódýrari gerðinni en inn á milli reynast fínustu vín. Sum kassavín fást einnig í flöskum og það er ágætis hugmynd að prófa sig áfram með því að kaupa fyrst flöskuna og ef vel reynist þá er óhætt að skella sér í kassann, skutla honum í bílinn og leggja í hann. Sérstaklega er hægt að gera fín kaup í vínum frá hinum svo kölluðu Nýja-heims- löndum sem eru öll lönd nema Evrópulönd. Í Chile, Argentínu, Bandaríkjunum og Ástralíu er greinilega töluverður metnaður í að setja ágætisvín í kassaumbúðir og það sama á reyndar við um Gamla-heimslöndin Þýskaland og Ítalíu. Vín vikunnar kemur einmitt frá Chile þar sem hinum ágæta framleiðanda Chonco Y Toro hefur tekist vel upp með blöndu af þrúgunum Carmenere og Cabernet Saugvignon og það er reserva að auki. Fyrst og fremst er gott að hafa þetta vín með í bústaðinn eða útileguna vegna þess að það er frábært með grilluðu kjöti og það er skylda að grilla í útilegunni. Það nær líka að vera nógu milt og létt eikað til þess að vera gott til að sötra á meðan steikin grill- ast – þó auðvitað ættir þú að vera með góðan og dökkan sumarbjór við það tækifæri. Reserva Concha y Toro Carmenere Cabernet Sauvignon Gerð: Rauðvín Þrúga: Blanda af Carmenere og Cabernet Saugvignon Uppruni: Chile, 2012 Styrkleiki: 13% Verð í Vínbúðunum: kr. 6.269 fyrir 3L Beljuna í bílinn Sumargull 500 ml. 5% 395 kr. í Vínbúðunum.  Bjór Tveir nýir Bjórar frá Borg og einn undir nýju merki Sólveig kemur með sumarið Valgeir Valgeirsson og félagar í Borg brugghúsi senda frá sér sumarbjórinn Sólveigu sem er ferskur hveitibjór. Þar að auki er Garún loks fáanleg hér á landi en hún hefur til þessa eingöngu verið seld í Bandaríkjunum. Valgeir bruggmeistari var glaður þegar fyrstu flöskurnar af Sólveigu komu úr framleiðslu. Sólveig nr. 25 Sumarbjór 6% 330 ml. 494 kr. í Vín- búðunum. Garún nr. 19 11,5% 330 ml. 757 kr. í Vín- búðunum. LAGERSALAN | KAUPTÚNI 3 - GARÐABÆ (GEGNT IKEA) | SÍMI 861 7541 NÝ SENDING AF SÓFUM Á FRÁBÆRU VERÐI OPIÐ MÁNUDAGA TIL LAUGARDAGA KL. 11-18 OG SUNNUDAGA KL. 13-18 SÍMI 861 7541 SVEFNSÓFI 59.000 KR. TUNGUSÓFI / SVEFNSÓFI 169.000 KR. SÓFI 3ja sæta 95.000 KR. SÓFI 2ja sæta 78.000 KR.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.