Fréttatíminn


Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 64

Fréttatíminn - 06.06.2014, Page 64
Þ að eru keppnir í hjólreiða-árinu sem alvöru hjólreiða-menn kalla „Grand Tours“ og „Monuments“. Tour de France hjólreiðakeppnin er sennilega sú eina sem er þekkt meðal almenn- ings. Við eigum okkar eigin Tour de France á Íslandi – það er Bláa- lónsþrautin. Hún er ef til vill ekki af sömu stærðargráðu og Tour de France en í einn dag í júní ár hvert snúast hjólreiðar á Íslandi allar um Bláa lónið. Keppnin var fyrst háð árið 1996 og hefur síðan náð því að verða mikilvægasta hjólakeppnin sem fram fer árlega. Hjólreiða- menn, sem þykjast ekkert vera uppteknir af keppnum, æfa sig í leyni allan veturinn í því skyni að skafa mínútur af tímanum sín- um frá fyrra ári, endalausar um- ræður fara fram á umræðusíðum á netinu um hvaða drykki best sé að innbyrða, hvaða tegund af hjóli skuli nota, hvers konar dekk og þar fram eftir götunum. Keppnin hefst í Hafnarfirði, þar sem 709 keppendur munu raða sér upp við rásmarkið í ár. Sum- ir munu láta kappið bera skyn- semina ofurliði og sprengja sig í upphafi til að verða meðal þeirra fyrstu til að ná á malarveginn, aðrir munu vinna sig jafnt og þétt í gegnum brautina. Mitt ráð er: vinnið saman í hópum og látið síð- ustu 10 kílómetrana skera úr um hver er bestur. Allir munu keppast um að komast yfir endamarkið. Eitt það sem gerir Bláalóns- þrautina svona eftirsóknarverða er það sem gerist að keppni lok- inni. Eftir tvær til þrjár klukku- stundir í hvaða aðstæðum sem veðrið og brautin bjóða upp á í það skiptið, hvað er meira af- slappandi en hið róandi umhverfi Bláa lónsins þar sem baráttan er endurupplifuð og rýnt er í hverja einustu sekúndu sem sparast hefði mátt í tíma? Þetta verður erfitt – á því leik- ur enginn vafi – en ég lofa því að þú munt koma aftur á næsta ári – með það að markmiði að bæta tímann þinn. Keppni allra keppna David Robertson Formaður hjólreiðanefndar ÍSÍ ritstjorn@frettatiminn.is B láalónsþrautin fer fram á morgun, laugardag. Þetta er árleg fjallahjólakeppni þar sem keppendur hjóla 60 km leið frá Hafnarfirði um Krýsuvíkurveg, inn Djúpavatnsleið, vestur Suður- strandarveg alla leið að Bláa lóninu og enda svo á sundspretti í lóninu sem þó er ekki hluti af keppninni. Keppt er í karla- og kvennaflokki og 5 aldursflokkum. Einnig er liða -og firmakeppni með 3-5 þátttakendum í hverju liði. Það er elsta starfandi hjólreiðafélag Íslands, hið sjötuga HFR (Hjólreiðafélag Reykjavíkur) sem stendur að þessari keppni ásamt Bláa lóninu og Erninum í nítjánda sinn. Það mættu þó aðeins 12 keppendur til leiks í fyrsta mótið árið 1996 en í ár er uppselt þar sem keppnin þolir aðeins 600 keppend- ur, það komast hreinlega ekki fleiri ofan í lónið. Einfaldar reglur Lengi vel voru ekki margir sem tóku þátt í þessari jaðarkeppni og það tók heil 10 ár að ná 100 keppendum en í takt við hjólreiðabyltinguna hér- lendis en sprenging hefur orðið í fjölda keppenda undanfarin 3 ár. Reglurnar eru einfaldar. Þú átt (helst) að vera á fjallahjóli, þetta er jú fjallahjólakeppni, og hjólið verður að vera mannaflsdrifið, Þú mátt ekki nota liggistýri, þú átt að vera með hjálm og þar sem keppnin fer fram á opnum vegum ber kepp- endum að fylgja umferðarreglum sem ætti ekki að vera mikið mál á fá- förnum sveitavegum en verra þegar þú lendir á rauðu ljósi í Grindavík á lokasprettinum. Aðstæður oft erfiðar Um þriðjungur keppninnar er á malbiki en restin er á fáförnum malar- vegum þar sem fleiri hjól komast fyrir hlið við hlið. Ef það er mikil bleyta á malarvegunum verður keppnin hið mesta drullu- mall og ekki þurr þráður á keppend- um. Í þurru veðri, eins og lítur út fyrir í ár, verður keppnin hins vegar mun hraðari og mikil- vægt að hafa gott plan um hvernig er best að hjóla leiðina. Það getur verið mjög árangursríkt að finna sér hóp keppenda sem hjólar á svip- uðu tempói og þú og skiptast svo á að leiða hópinn. Það er miklu léttara að hjóla í hóp. Það verður svo væntanlega hart barist um efstu 3 sætin. Bar- áttan verður þó varla harðari en í fyrra þegar hjólreiða- maður ársins, Hafsteinn Ægir Geirs- son, sigraði Norðmanninn Martin Haugo með einnar sekúndu mun eftir tæplega tveggja klukkustunda baráttu þeirra í milli. Keppnin verður vonandi jafn æsispenn- andi í ár. -tj Drullumall á Reykjanesi 600 500 400 300 200 100 0 9́6 9́7 9́8 9́9 0́0 0́1 0́2 0́3 0́4 0́5 0́6 0́7 0́8 0́9 1́0 1́1 1́2 1́3 1́4 Þáttakendur í Blue lagoon challange keppnisleiðin 1996-2014 12 12 20 42 52 73 82 94 100 132 129 300 323 385 400 550 600 188 gaffall Hinn alíslenski Lauf gaffall er laufléttur og fullkominn í keppnina. stell Það er best að vera á s.k. hardtail fjalla- hjólum með enga dempun að aftan. dekk Dekkin eiga að vera sem fínust og grennst og komast hratt yfir. í Bláalónsþrautinni er hjólað á malbiki og malarvegum, í drullu og lausamöl, auk þess sem sumir vegir eru eins og að hjóla á þvottabretti. Til að ná sem bestum árangri er nauðsynlegt að velja rétta hjólið í verkið. Frétta- tíminn fékk einn fremsta hjólreiða- mann landsins, Óskar Ómarsson, til aðstoðar. „Í þessari keppni þarftu hjól sem rúllar hratt og er eins létt og hægt er. Þú þarft ekki mikla fjöðrun þannig að svokölluð hardtail eða fjallahjól eingöngu með fjöðrun að framan er besti kostur- inn. Svo er ennþá betra ef hjólið er með 29 tommu dekkjum og með hinn alíslenska Lauf gaffal sem framdempara,“ segir Óskar. Að hans sögn er munurinn sá um- fram aðra fram- dempara að Lauf gaf fallinn er miklu léttari og byrjar að dempa Svona hjól er best í Bláa lónið Hafsteinn Ægir Geirsson sigur- vegari Bláalóns- þrautarinnar í fyrra drullugur upp fyrir haus eftir harða keppni. fyrr en aðrir gafflar því hann er næmari fyrir ójöfnum. „Það hlífir þér betur og kemur þér hraðar yfir ójöfnur eins og er mikið um í þess- ari keppni.“ Aðspurður um dekkjaval segir hann að það þurfi ekki gripmikil dekk í keppnina og best að vera á eins fínum dekkjum og hjólið leyfir. Svo er bara að drífa sig af stað. -tj GOLD PLATED SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTS KRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164 THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM 64 frítíminn Helgin 6.-8. júní 2014

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.