Fréttatíminn


Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 24

Fréttatíminn - 16.05.2014, Blaðsíða 24
Því ein- faldari sem maturinn er því betri er hann. www.odalsostar.is Þessi margverðlaunaði ostur, framleiddur í Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki frá því árið 1965, rekur ættir sínar til danska bæjarins Maribo á Lálandi. Það sem gefur Maribó-ostinum sinn einkennandi appelsínugula lit er annatto-fræið sem mikið er notað í suðurameríska matargerð. Áferðin er þétt en bragðið milt með votti af valhnetubragði. Frábær ostur til að bera fram með fordrykk, í kartöflugratín eða á hádegisverðarhlaðborðið. MARIBÓ HLÝLEGUR É g kom hingað í frí sum- arið 2007 og féll kylliflöt fyrir landinu,“ segir Soledad, eða Sol eins og hún er kölluð, sem hefur nú búið hér í tæpt ár og starfað sem kokkur á Bergsson Mathús. „Ég kom beint frá London þar sem ég hafði búið og starfað í tvö ár en var alveg búin að fá mig fullsadda af stórborg- inni. Eftir fríið var frekar að losna við Ísland úr huganum en planið var að yfirgefa London og finna vinnu í Kanada eða Ástralíu,“ segir Sol sem ákvað á endanum að prófa Ísland á leið sinni til Kanada. „Það hefur verið ótrúleg lífsreynsla að eyða þessu tæpa ári hér og mig langar ekkert að halda ferðalaginu áfram. Mig langar bara til að vera hér.“ Alin upp á Benidorm Sol er frá Madríd en ólst upp í sól- ríkum bæ sem er Íslendingum góðu kunnur, Benidorm. Að alast þar upp á átti stóran þátt í vali Sol á fram- tíðarstarfi sínu. „Það kom eiginlega ekkert annað til greina hjá mér. Á Benidorm vinna flestir íbúar við ein- hverskonar ferðaþjónustu og ég hékk ég alltaf með eldri krökkum sem unnu öll sumur. Oftar en ekki hékk Aldrei viljað gera annað en að kokka og ferðast Soledad Sanchez hefur unnið sem kokkur á mörgum helstu veitingastöðum Spánar, þar á meðal „El Bulli“, sem er talinn hafa verið einn besti veitinga- staður heims. Ísland átti að vera stutt stopp en eftir að hafa verið hér í tæpt ár vill hún hvergi annarsstaðar vera. Í dag nýtur hún þess að ferðast um landið og kokka einfaldan heimilismat á Bergsson Mathús. ég fyrir utan hótelveitingastað sem vinur minn vann á, gerði ekki neitt og beið eftir að vinur minn lyki vaktinni. Þá vildi svo til að það vantaði aðstoð í eldhúsinu og ég var dregin inn, bókstaf- lega,“ segir Sol sem hefur verið í eldhús- inu meira og minna síðan. „Ég byrjaði í uppvaskinu en vann mig hægt og rólega upp metorðastigann, fór svo í skóla og hef ekki hætt að vinna síðan.“ Sol segir Valencia-héraðið, þar sem Benidorm er að finna, vera kjörinn stað fyrir fólk sem vill læra til kokksins því þar séu margir góðir kokkar og mjög góðir skólar. „Mér hefur alltaf þótt gaman að elda og aldrei viljað starfa við annað. Það besta við þetta starf er frelsið sem það hefur veitt mér, frelsi til að ferðast og kynnast nýjum stöðum, nýjum matarvenjum og nýju fólki.“ Erfitt að klífa metorðastigann í karlaveldi Sol hefur unnið á mörgum fínustu veitingastöðum Spánar og þar á meðal á hinum sögufræga katalónska stað, Sol vann á hinum sögufræga veitingastað „El Bulli“ en það er ekkert grín að komast þar að. Ekki bara vegna vinsælda staðarins heldur segir Sol vera erfitt að komast að sem kona á Spáni. Á „El Bulli“ störfuðu 55 kokkar, tveir þeirra voru konur. Ljósmynd/Hari 24 viðtal Helgin 16.-18. maí 2014
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.