Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Síða 10

Fréttatíminn - 21.03.2014, Síða 10
Sumar 6 14. - 24. júní Dólómítar & Gardavatn Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Í glæsilegri ferð um fjallasali Dólómítanna og Gardavatn, upplifum við einstaka fegurð og stórbrotið landslag á hinni fögru Ítalíu. Farið verður m.a. til Veróna, í siglingu á Gardavatni og í kláf upp á Pordoi fjall. Verð: 258.500 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Sp ör e hf . Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir S amkvæmt upplýsingum sem borist hafa Fréttatímanum frá landbúnaðarráðu-neytinu er nú unnið að því að stofna starfs- hóp sem mun fara yfir málefni íslensku geitar- innar. Eitt af þeim álitaefnum sem hópurinn mun taka afstöðu til er hvort eðlilegt og forsvaranlegt sé að geitin fái sömu stöðu og sauðfé þegar kem- ur að styrkveitingum. Þeir sem þekkja málefni geitastofnsins hvað best eru sammála um að nauðsynlegt sé að stækka stofninn og þar leiki afurðavinnsla lyk- ilhlutverk. Mikilvægt sé að ræktun sé haldið áfram og að litið verði á geitur sem húsdýr en ekki gæludýr. Jón Hallsteinn Hallsson, dósent í erfðafræði við Landbúnaðarháskóla Íslands seg- ir nauðsynlegt að koma af stað virkri nýtingu til að tryggja framtíð stofnsins. Auk þess þurfi að styrkja bændur til framleiðslu og tryggja þannig að stofninn standi jafnfætis öðrum stofnum þeg- ar kemur að afurðagreiðslum. „Sé ætlunin að vernda íslenska geitfjárstofn- inn með sjálfbærum hætti verður að byggja slíkt á nýtingu afurða en ekki gæludýrahaldi og til þess þarf stærri geitfjárbú en finnast í dag,“ segir Jón Hallsteinn. Samkvæmt Ríó-sáttmálanum ber stjórnvöld- um að vernda íslensku geitina þar sem hún er stofn í útrýmingarhættu. Það hefur fallið í hlut Bændasamtakanna að fylgja vernduninni eft- ir með úthlutun stofnverndunarframlags sem nam 6.500 krónum fyrir 3 árum en er í dag 4.200 krónur, á hverja geit upp að 20 geitum, á ári. Ólafur Dýrmundsson hjá Bændasamtökunum sem hefur haldið utan um þessa vinnu síðast- liðin 25 ár harmar það að framlagið hafi verið skert en segir samtökin einfaldlega ekki hafa úr meiru að spila. „Það sem ég tel vera lykilatriði fyrir framtíð geitarinnar og það sem myndi rétta stofninn við, er að nýta afurðir hennar til fram- leiðslu. Afurðirnar verða að komast á markað,“ segir Ólafur. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasam- takanna, er opinn fyrir breyttum reglugerðum þegar kemur að geitastofninum. „Mér finnst eðlilegt að það sé skoðað, þegar farið verður yfir búvörusamningana og þeir endurnýjaðir, hvort afurðir geitarinnar verði teknar þar inn. Ég tek líka undir þau sjónarmið sem hafa komið fram í umræðunni að það er mikilvægt að huga að markaðssetningu afurðanna.“ Hann telur eðli- legt að geitin fái sinn sess innan kerfisins en bendir jafnframt á að þeir fjármunir sem séu innan búvörusamninga í dag séu bundnir stífum reglum. „Ég hef rætt þetta við landbúnaðarráð- herra og veit að málið er í skoðun þar. Við hér í Bændasamtökunum gerum okkur grein fyrir því að það þarf að tryggja vöxt og viðgang geita- stofnsins og tökum það að sjálfsögðu alvarlega.“ Sindri telur það alvarlegt mál ef 22% geita- stofnsins fer í slátrun en telur að það þurfi ekki að gerast. „Vonandi þarf ekki að koma til þess. Ég held við hljótum að geta fundið úrræði til að dreifa stofninum svo hann haldi áfram að vaxa." Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjár- bóndi á Háafelli, gleðst yfir því að stofnaður verði starfshópur. „Ég vona bara að þessi starfshópur týnist ekki í skúffum eins og flest um málefni geitanna hefur gert fram að þessu. Ég hlakka til að heyra niðurstöður því ég hef komist að því undanfarið að geitin á mikinn stuðning meðal landsmanna og mikill áhugi er fyrir afurðum þeirra,“ segir Jóhanna. Í fyrirspurn til landsbúnaðarráðherra fengust þau svör frá ráðuneytinu að það hyggist ekki beita sér sérstaklega fyrir stækkun stofnsins né fyrir því að koma afurðum geitarinnar í fram- leiðslu, heldur sé það hlutverk ræktenda í sam- starfi við framleiðendur að taka ákvörðun um það. Hins vegar geti ríkið ákveðið að styðja við bakið á framleiðslunni sjálfri, sé pólitískur vilji til staðar. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  Landbúnaður ViLja endurSkoða máLefni íSLenSka geitaStofnSinS Íslenski geita- stofninn, sem er lítill lokaður erfðahópur og telur um 850 dýr, er sá elsti í Evrópu. Talið er að stofninn hafi borist hingað með landnáms- mönnum frá Noregi og verið án innblönd- unar í 1100 ár. Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli, gleðst yfir því að stofnaður verði starfshópur um málefni íslensku geitarinnar. Ljósmynd/Hari Landbúnaðarráðuneytið og Bændasamtökin vilja endurskoða málefni íslenska geitastofnsins, en eins og fram kom í grein um málefni stofnsins sem birtist í Fréttatímanum í síðustu viku er stærsti geitaræktandi landsins kominn í gjaldþrot og í kjölfarið mun líklega 22% alls stofnsins fara í slátrun í haust. Unnið er að stofnun starfshóps innan landbúnaðarráðuneytisins sem mun fara yfir málefni íslensku geitarinnar og sé pólitískur vilji til staðar mun ríkið styðja við framleiðslu á afurðum. Starfshópur stofnaður um málefni íslensku geitarinnar Mér finnst eðli- legt að það sé skoðað, þegar farið verður yfir búvörusamn- ingana og þeir endurnýjaðir, hvort afurðir geitarinnar verði teknar þar inn. Sindri Sigurgeirsson, formaður Bændasamtakanna. Það kom í ljós á Alþingi í gær að ekki er einhugur í ríkis- stjórninni um að styðja áform Ragnheiðar Elínar Árnadótt- ur, iðnaðar- og ferðamálaráð- herra, um að leyfa gjaldtöku af ferðamannastöðum með svokölluðum náttúrupössum. „Náttúrupassaleiðin í því formi sem hún hefur verið kynnt getur þrengt að rétt- indum almennings,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, landbún- aðar- og sjávarútvegsráðherra, í um- ræðum á Alþingi í gær. Hann bætti því við að sú leið sem hefur verið kynnt útiloki ekki að landeig- endur geti tekið upp eigin gjaldtöku líkt og gerst hef- ur á Geysi og við Kerfið. „Ekki viljum við að gjald- tökuleiðin verði til þess að skapa gjá og togstreitu á milli ferðaþjónustunnar sem atvinnugreinar og almennings í landinu,“ sagði ráð- herrann og minnti á að almenningur ætti lögbundinn rétt til frjálsrar farar um landið. „Þann rétt hygg ég að flestir Ís- lendingar vilji standa að baki og verja,“ sagði Sigurður Ingi. „Ferða- þjónustan hefur vaxið hratt að und- anförnu og ferðamönnum fjölgað með tilheyrandi ágangi á landið og vaxtarverkjum. Því er brýnt að til sé stefnumótun og útfærsla á fram- kvæmdum og forgangsröðun fjár- muna til einstakra verkefna. Enn er mörgum spurningum ósvarað þar að lútandi.“ -pg  ferðaþjónuSta enn mörgum Spurningum óSVarað að mati Landbúnaðarráðherra Ríkisstjórnin ekki einhuga um náttúrupassa Sigurður Ingi Jóhannsson. 10 fréttir Helgin 21.-23. mars 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.