Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 12

Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 12
PI PA R\ TB W A • SÍ A • 14 06 29 Flottar fermingargjafir - okkar hönnun og smíði jonogoskar.is Sími 5524910 Laugavegi 61 Kringlan Smáralind Guðrún ólst upp í Hveragerði þar sem fjölskyldufyrirtækið Kjörís er staðsett. Er matvælaiðnaðurinn þér hugleikinn? „Já, mér finnst matvælaiðnaðurinn alltaf mjög spennandi og sjálf er ég alltaf svolítið hissa á því að fólk skuli ekki sækja meira í menntun og störf í matvælaiðnaði. Mat- vælaiðnaðurinn býður upp á svo mörg spennandi störf og þar er endalaus vöruþróun og nýsköpun í gangi. Matur er líka bara svo stór partur af lífi okkar, við hverfumst að mörgu leyti í kringum mat. Mér finnst þetta virkilega skemmtilegur iðnaður og verð ég til dæmis að nefna að Matís er vinna virkilega gott starf í þágu matvælaiðnaðar hér á landi. Mér finnst við mega vera stolt af okkar matvöru. Sjáðu bara skyrið, ég er alveg sannfærð um að það eigi eftir að komast á sama mælikvarða og gríska jóg- úrtin hefur gert. En það er auðvitað engin iðnaður hafinn yfir gagnrýni og ég er viss um að við getum gert marga hluti betur innan landbún- aðarkerfisins okkar en við erum að gera í dag. Við erum með búnaðar- kerfi í gangi sem er gamalt og það er komin tími á að endurskoða það. Það eru t. d. of mörg bú á Íslandi. En hvað með litlu bændurna og líf- rænan búskap? „Ég tel að það þurfi ekki að gera svo mikið til að ná mjög langt í líf- rænum búskap því við erum hér með hreinar afurðir, lítið af dýra- sjúkdómum og erum að nota minni áburð en Evrópa og minna af lyfjum í griparækt. Þetta er allt forskot og sóknarfæri fyrir íslenska bændur.“ En býður umhverfið hér upp á að stökkva á slík sóknartækifæri? „Auðvitað er það erfitt. Og kannski erfiðast því umbreytingin úr hefð- bundum búskap yfir í lífrænan getur tekið mörg ár. En ég sakna þess oft á Íslandi hvað við erum stefnulaus. Við höfum ekki mótað okkur stefnu að þessu leyti. Það mætti vera skýrara hvert við viljum fara. Hver er stefna Samtaka iðnaðarins? Hafið þið t.d mótað umhverfisstefnu? „Já, við erum með sérstakt um- hverfissvið innan samtakanna þar sem unnið er mikilvægt starf með fyrirtækjum að umhverfismálum. Við leggjum á það áherslu að fyrir- tækin fylgi umhverfisstefnu og viljum auðvitað að okkar félags- menn séu ábyrgir í sínum störfum. Samtök iðnaðarins vilja stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda og að umhverfismál séu í hávegum höfð í rekstri fyrirtækja. Við viljum að þegar þú velur íslenskt þá sé það gott. Þegar það kemur upp sú staða að innihald vara sem gefa sig út fyrir að vera íslenskar og eru það ekki, hvort sem það eru matvæli eða annað, þá er það ekki íslensk- um iðnaði til góðs. Við verðum að segja sannleikann og alls ekki að selja ferðamönnum eitthvað sem á að vera íslenskt en er svo framleitt einhver staðar annars staðar en hér á landi.“ Hvað er mest spennandi í íslenskum iðnaði núna? „Mér finnst ég skynja einhvern nýjan kraft. Við erum búin að vera í svo djúpu hjólfari lengi og velta okkur mikið upp úr hruninu, sem var nauðsynlegt, en sem betur fer erum við að komast út úr því. Og um leið og við getum sleppt takinu á því liðna þá getum við haldið áfram. Mér finnst við vera þar í dag, á nýjum upphafsreit og líka á kross- götum. En þá er einmitt svo mikil- Krónan er ónýt Guðrún Hafsteinsdóttir var á dögunum kjörin nýr formaður Samtaka iðnaðarins. Hún er mannfræðingur að mennt og hefur alla tíð haft gaman að fólki og félagsstörfum. Hennar markmið er að virkja samtökin og fá í þau meiri breidd. Hún segir iðnað á Íslandi vera á nýjum upphafsreit og því sé mikilvægt að móta stefnu til framtíðar. „Nú er ég engin hagfræðingur en einhverjir hafa nefnt aðra kosti. Ég efast t.d um að Bandaríkjamenn væru á móti því að rúmlega 300.000 manns vildu taka upp dollar, ég held að það yrði ekki þeirra stærsta vandamál.“ Ljósmynd/Hari frá degi til dags og við getum bara ekki boðið erlendum fjárfestum upp á þetta.“ Þetta er hvorki boðlegt umhverfi fyrir fyrirtæki né fólk, eða hvað? „Nei, ég hef horft upp á mjög marga fara úr landi vegna þessa. Ísland verður að vera staður sem við viljum vera á. Og ég vil trúa því að fólkið komi til baka en það koma ekki allir til baka. Núna er byggingarbransinn að taka við sér en iðnaðar- mennirnir eru svo til allir fluttir burt. Svo við erum að flytja inn erlent vinnuafl og það er mjög sorgleg staða. Ég vil að Ísland sé fyrsta val unga fólksins okkar.“ Og hvernig náum við í stöðugleikann? „Við þurfum að ná tökum á ríkis- fjármálum, aflétta höftunum og fá betra vaxtastig. Um leið og við náum tökum á ríkisbúskapnum þá náum við kannski tökum á verðbólgunni sem ég tel vera okkar þjóðarmein.“ Og hvað með gjaldmiðilinn, getum við einhvertímann orðið samkeppnishæf með krónuna? „Það er nú varla hægt að segja já. Krónan er bara því miður ónýt. Hún er okkur rosalega dýr. Fyrir- tæki í útflutningi hljóta að spyrja sig á hverjum einasta degi hvort þau eigi að vera hér. En staðan er samt þannig núna að við höfum krónuna og við verðum að lifa með henni í allavega einhver ár. Við höfum verið að horfa til Evrópu, og síðasta ríkisstjórn var að því með aðildarviðræðum við Evrópusam- bandið, og nú vitum við ekki hver þróunin verður. Ég dreg í efa að við tökum upp einhliða evru. Nú er ég engin hagfræðingur en einhverjir hafa nefnt aðra kosti. Ég efast t.d um að Bandaríkjamenn væru á móti því að rúmlega 300.000 manns vildu taka upp dollar, ég held að það yrði ekki þeirra stærsta vandamál. Kannski væri það einfaldast því meiri hlutinn af okkar viðskiptum er í dollar. Eitt er á hreinu og það er að við þurfum annan gjaldmiðil, en hver hann verður og hvenær, ég get ekki svarað því.“ Iðnaðarráðherra talaði á iðnþinginu um stöðugleika, samkeppnishæfni, hugvit, menntun og auðlindir sem drif- krafta samfélagins. En það ríkir hvorki stöðugleiki né samkeppnis- hæfni og mikið af hugvitinu vill úr landi vegna þessa. Þar að auki ríkir ekki sátt um auðlindirnar okkar og það er kennaraverkfall.... „Það er mín persónulega skoðun að við eigum að nýta auðlindirnar á skynsamlegan hátt í sátt og samlyndi með þjóð- inni. Við höfum verið að gera það og við eigum að gera það áfram. Ég er ekki á móti tilraunabor- unum á Drekasvæðinu en það verður að vera sátt. Ég vil ekki virkja Dettifoss né Gullfoss en ég er þeirrar skoðunar að við eigum að taka neðri hluta Þjórsár því við erum nú þegar að virkja hana. Við eigum að taka út úr Þjórsá það sem Þjórsá getur gefið okkur. Sjálf hafði ég efasemdir gagnvart Kárahnjúkavirkjun en þegar framkvæmdir hófust fór ég og skoðaði svæðið því ég hafði aldrei komið þangað. Þarna gat ég keyrt inn á öræfi Íslands og skoðað framkvæmdir og landið sem hafði verið mér hulið áður. Svo núna upp- lifi ég þá gríðarlegu breytingu sem álverið á Reyðarfirði hefur haft á samfélagið á Austfjörðum. Þetta voru deyjandi samfélög sem voru að missa allt unga fólki sitt en núna finnst mér Austfirðingar vera mjög stoltir af þessu fyrirtæki. Kannski þess vegna hefur verið ákall frá íbúum í kringum Húsavík og á Norðausturlandi að fá sambærilega uppbyggingu. Það er grafalvarleg staða hvernig hefur verið hoggið af menntastofnunum hér á landi á síðustu misserum. Við verðum að fara að hlúa að þeim því það er óþrjótandi auðlind sem getur flætt á öllum stöðum. Við verðum að mennta hér gott fólk með góða menntun sem svo skilar sér marg- falt inn í atvinnulífið. Við megum aldrei gleyma því að náttúruauðlind er takmörkuð á meðan auðlind hugans er ótakmörkuð.“ Afhverju ákvaðstu að bjóða þig fram? „Vegna þess að mig langar til að auka slagkraft samtakanna. Ég vil dínamískari samtök. Öll samtök eru jafn sterk og sú vinna sem félagsmenn leggja í þau, ef félags- menn hafa ekki tíma til að sinna starfinu þá verður ekkert starf. Ég vil meiri breidd og meiri virkni í samtökin.“ Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is vægt að taka réttar ákvarðanir og móta framtíðarsýn. Reyna að læra af fortíðinni og fara ekki þangað aftur.“ Og hvert eigum við ekki að fara? „Númer eitt, tvö og þrjú, sama hvort það er heima hjá þér eða í fyrirtækjarekstri, þá þarf maður alltaf að eiga fyrir útgjöldum sínum. Íslensk heimili og fyrirtæki skulda ennþá mjög mikið. Ríkis- sjóður er rosalega skuldsettur og ég er alin upp við það að ef maður skuldar þá er maður ekki frjáls. Svo ég tel það gríðarlega mikilvægt núna að byggja okkar hagvöxt á smáum en öruggum skrefum og að við róum okkar aðeins. Það sem okkur vantar helst núna er stöðug- leiki, bæði heimilin, fyrirtæki og ríkisvaldið. Við þurfum erlenda fjárfestingu inn í landið en hún er ekkert svo æst í að koma hér inn ef það er ekki stöðugleiki fyrir hendi. Í dag geta fyrirtæki ekki gert plön fram í tímann. Eitt dæmi um það er skattaumhverfið sem breytist hér Guðrún er menntuð í mannfræði en hefur alla sína tíð unnið í fjölskyldu- fyrirtækinu í Hver- agerð, Kjörís. Hún er gift Ólafi Ólaf- syni, sölustjóra hjá HB Granda. Þau eiga saman þrjú börn, Hafstein, Dagnýju Lísu og Hauk. Fjölskyldan fluttist búferlum til Þýskalands árið 1998 þegar Ólafur tók til starfa fyrir fiskmarkaðinn í Bremerhaven og síðar fyrir SÍF, Samtök íslenskra fiskframleiðenda, og bjuggu þar í fimm ár. Í dag býr fjölskyldan í Hveragerði. Guðrún Hafsteinsdóttir 12 fréttaviðtal Helgin 21.-23. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.