Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 24

Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 24
Skoðaðu úrvalið á Bilaland.is NÝLEGIR OG LÍTIÐ EKNIR GERÐU FRÁBÆR KAUP! SUBARU FORESTER X Nýskr. 06/09, ekinn 61 þús. km. bensín, sjálfskiptur. VERÐ kr. 2.880 þús. Rnr. 142005. Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is KIA SPORTAGE III Nýskr. 02/13, ekinn 28 þús. km. dísil, sjálfskiptur. Rnr. 141977. KIA CEED WAGON Nýskr. 05/12, ekinn 44 þús km. dísil, beinskiptur. VERÐ kr. 2.780 þús. Rnr. 141972. LAND ROVER FREELANDER 2S Nýskr. 05/13, ekinn 6 þús. km. dísil, sjalfskiptur. VERÐ kr. 7.990 þús. Rnr. 191269. HYUNDAI SANTA FE III STYLE Nýskr. 12/12, ekinn 23 þús. km. dísil, sjálfskiptur. VERÐ kr. 7.360 þús. Rnr. 141986. Frábært verð 5.490 þús. Ekinn aðeins 28 þús. km. TILBOÐSBÍLL TILBOÐSBÍLL RENAULT MEGANE SPORT T. Nýskr. 05/13, ekinn 29 þús km. dísil, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.390.000 TILBOÐ kr. 2.990 þús. NISSAN MICRA VISIA Nýskr. 03/12, ekinn 35 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.090.000 TILBOÐ kr. 1.890 þús. Rnr. 141914 Rnr. 281226 TÖKUM NOTAÐAN UPPÍ NOTAÐAN! GERÐU FRÁBÆR KAUP! ALLT AÐ 80% LÁNAMÖGULEIKAR I nnan Hins íslenska svefn-rannsóknafélags starfa um 60 manns við rann- sóknir sem tengjast svefnin- um að einhverju leyti. Kæfis- vefn hjá fullorðnum er það sem mest hefur verið rannsak- að og það sem helst hefur ver- ið í umræðunni. Það sem færri vita er að börn fá líka kæfisvefn. Börn sem sofa illa vegna hrotna eða kæfisvefns verða þreytt yfir daginn en í stað þess að sofna fram á borðið líkt og unglingar og fullorðnir gera þá verða börnin yfir- spennt. Erna Sif Arnardóttir, doktor í líf- og læknavísindum, er formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags og forstöðumaður svefnmælinga á Lands- spítalanum. „Það er alvarlegt ef börn hrjóta reglulega, þó að þau hætti ekki að anda, því það þýðir að öndunarvegurinn er hálflokaður og að börnin eru að berj- ast við að anda alla nóttina. Þessi börn anda oft með opinn munninn sem er óeðlilegt. Ef börn anda með munninum en ekki með nefinu þá breytist þroskun andlitsins og líkur á kæfisvefni seinna meir aukast. Þessi börn þurfa að hafa fyrir hverjum andardrætti og eru þar af leiðandi syfjaðari. Syfjuð börn sofna ekki heldur berjast þau við að halda sér vakandi. Þau verða þá frekar yfirspennt og eru oft með einkenni athyglisbrests og ofvirkni. Einnig gengur þeim oft verr í skóla,“ segir Erna Sif. Góður svefn er lykill að góðri heilsu Annað sem svefnfræðingar hafa komist að er að þeir sem sofa of lítið verða svengri en aðrir. „Maður sækir í óhollan og kolvetnaríkan mat til að halda sér gangandi. Þú ert líklegri til að borða meira og þyngjast ef þú sefur lítið og illa. Við vitum það líka að þeir unglingar sem sofa lítið hugsa ekki jafn vel um sig. Þeir hreyfa sig minna og þyngjast auðveld- lega auk þess að sækja oftar í áhættu- hegðun eins og að reykja og drekka. Svefn hefur áhrif á allt, hann er horn- steinn að heilsu rétt eins og næring og hreyfing,“ segir Erna Sif. „Það er mikil keyrsla á unga fólkinu okkar. Unglingar sem æfa íþróttir eru oft á tíðum örvæntingarfull því þau fá hrein- lega ekki tíma til að sofa þar sem æfingar eru oft eldsnemma á morgnana eða langt fram á kvöld. Þetta er ekki hollt og ætti í rauninni ekki að vera í boði fyrir þennan aldurshóp. Börn og unglingar ættu ekki að stunda neinar íþróttir fyrir klukkan 8 á morgnana og ættu að búin í allra síðast lagi klukkan 9 á kvöldin. Ef við stundum líkamsrækt seint á kvöldin, þá gerir það okkur mjög erfitt að sofna. Þar að auki er best fyrir líkamann að stunda hreyfingu um eftirmiðdaginn. Dægursveiflan í líkamanum hefur áhrif á svo margt og um eftirmiðdaginn erum við með mesta vöðvastyrkinn og í raun best fyrirkölluð til að hreyfa okkur.“ Líffræðilegar skýringar á svefnþörf unglinga Góður og langur svefn er að sjálfsögðu mikilvægur öllum. Hann er okkur jafn mikilvægur og holl fæða. Það er talað um að börn á skólaaldri þurfi 9 til 11 klukkustunda svefn á nóttu en fullorðnir þurfi 7 til 8 klukkustundir. En það vill oft gleymast að unglingar þurfa meiri svefn en fullorðnir, eða 9 til 10 klukkustundir. „Börnin okkar og unglingarnir eru að sofa of stutt. Margir unglingar sofa undir sjö klukkustundum og ég held að margir foreldrar geri sér ekki grein fyrir því að unglingar þurfi meiri svefn en full- orðnir. Unglingar eru frá náttúrunnar hendi kvöldfólk og það eru fullkomlega eðlilegar líffræðilegar orsakir sem valda því. Melatónín framleiðslu, hormón sem við seytum í myrkri og undirbýr okkur fyrir svefninn, seinkar hjá unglingum og veldur því að þau eiga erfiðara með að sofna á kvöldin og þess vegna er mjög erfitt að vekja þau á morgnanna.“ Erna Sif segir einnig mikilvægt að passa upp á að regla sé á svefntima barna og unglinga, líka um helgar, og sérstaklega núna í verkfallinu. Mikil- vægt sé að taka ekki eftirmiðdagsblunda því þeir geri manni erfitt fyrir að sofna á kvöldin og skerða svefngæði yfir nóttina.  Svefn og heIlSa Góður svefn er lykill að góðri heilsu. Börn sem hrjóta glíma við einkenni athyglisbrests og ofvirkni og líffræðilegar orsakir valda því að unglingar komast ekki fram úr á morgnana. Erna Sif Arnardóttir formaður Hins íslenska svefnrannsóknafélags segir slæman og lítinn svefn skýra að ein- hverju leyti brottfall úr framhaldsskólum. Félagið vill breyta klukkunni og láta skólana byrja klukkan níu í stað átta. Við vitum að unglingar eru með seinkaða dægur- sveiflu þannig að við ættum ekki að vera að draga þau fram úr rúminu eld- snemma á morgnana Vilja breyta klukkunni og seinka skólabyrjun Erna Sif Arnar- dóttir, formaður Hins íslenska svefnrannsókna- félags. 24 fréttaskýring Helgin 21.-23. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.