Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 26

Fréttatíminn - 21.03.2014, Qupperneq 26
Björn Steinbekk var ungur beittur ofbeldi af sambýlis- manni móður sinnar. Hann segir andlega ofbeldið verst og enn í dag finni hann hvernig það hefur áhrif á líf hans. Björn hætti að drekka fyrir fjórtán árum, hefur síðan unnið markvisst að því að verða betri maður og þeirri vinnu er hvergi lokið. Hann skrifaði pistil um ofbeldið á Facebook og finnst það hjálpa sér að tala opinskátt um reynslu sína. Hann hefur einnig fyrirgefið ofbeldis- manninum og er það liður í hans eigin bata. É g tek ekki þátt í neinu tilfinningaklámi. Ég er ekki að biðja um vorkunn. Það þarf eng- inn að vorkenna mér,“ segir Björn Steinbekk, tónleika- haldari, þegar við setjumst niður til að ræða ofbeldið sem hann var beittur í æsku og hvernig hann hefur unnið úr því. Björn skrifaði pistil á Facebook í vikunni þar sem hann greindi í fyrsta skipti opinskátt frá ofbeldinu en áður vissu aðeins nánir vinir hans af því. Pistillinn vakti gríðarlega athygli, rataði á vefsíður fjölmiðla og kom það Birni nokkuð á óvart þegar margir bentu honum á að fáir karlmenn hefðu áður stigið fram með slíka reynslu. „Ég hafði ekki hugsað út í það. Ég skil ekki af hverju karlmenn ættu síður að tala um svona reynslu. Mér finnst það ekki gera mig veikari að segja frá þessu heldur þvert á móti. Mér finnst ég sterkari fyrir vikið.“ Björn er giftur þriggja barna faðir og starfar sem framkvæmda- stjóri tónlistarhátíðarinnar Sónar Reykjavík. Fyrir fjórtán árum fór hann í meðferð og hætti að drekka, hann taldi sig hafa unnið sig frá erfiðri reynslu í æsku en komst að því að hún hefur enn áhrif á líf sitt. „Fyrir um ári varð ég mjög þunglyndur, ég hafði verið undir miklu álagi og bara missti tökin. Ég hafði verið vanur að vakna snemma á morgnana og koma börnunum í skólann en þarna bara nennti ég ekki fram úr rúminu. Ég fylltist svakalegri vanlíðan, fór að fara meira á AA-fundi en það var ekki nóg. Ég fór á endanum til sálfræðings sem las mig alveg og sagði mér að ofbeldið sem ég var beittur í æsku væri enn að hafa áhrif á líf mitt, þrátt fyrir að ég hafi haldið að ég væri búinn að af- greiða það. Ég fór þá aftur í algjöra endurskoðun og fór yfir hvernig ég hef hagað mér. Ég hef aldrei beitt fólk líkamlegu ofbeldi en ég hef sannarlega beitt fólk andlegu ofbeldi, bæði áður og eftir að ég hætti að drekka. Ég hef ekki alltaf viljað vera sá maður sem ég er en allt snýst þetta um að komast til botns í því hvernig ég get lifað í sátt og samlyndi við sjálfan mig og annað fólk. Ég bara upplifi svo sterkt hvað þessi lífsreynsla hefur stjórnað miklu í mínu lífi.“ Hótaði að drepa mig Björn ólst upp á Eskifirði, foreldrar hans skildu þegar hann var um 7 ára og þremur árum síðar flutti hann ásamt móður sinni og systur til Reykjavíkur. Þau flutti í þriggja herbergja íbúð og móðir hans vann myrkranna á milli til að fjölskyldan hefði í sig og á. „Hann flytur inn Fyrirgefur ofbeldismanninum Ég er ekki reiður og ég væri á mjög slæmum stað í líf- inu ef ég væri það. á heimilið þegar ég var 11 eða 12 ára,“ segir Björn um manninn sem beitt hann ofbeldi. „Hann á við líkamleg veikindi að stríða og var alltaf heima. Þetta varð strax mjög erfitt og fjölskylduaðstæður ekki eðlilegar. Það var aldrei nein hamingja á þessu heimili.“ Björn segir að maðurinn hafi fljótt byrjað að stríða sér og niðurlægja og að því kemur að þeim lendir alvar- lega saman. „Ég sló til hans og sparkaði, og eftir það talaði hann aldrei við mig. Hann talaði ekki við mig í mörg ár. Við vorum saman í 80 fermetra íbúð og hann yrti ekki á mig nema til að hóta mér eða segjast ætla að drepa mig, og þá öskraði hann á mig. Það var aldrei þannig að hann bæði mig að rétta sér saltið eða smjörið. Það voru engin samskipti.“ Það kom ekki til þess að Björn leitaði læknis vegna ofbeldisins þó hann hefði tvisvar verið mjög marinn á hálsi eftir að maðurinn reyndi að kyrkja hann. „Í raun- inni var líkamlega ofbeldið ekki það versta. Skítt með það . Auð- vitað vill maður ekki láta beita sig ofbeldi en andlega ofbeldið var það versta. Þar sem íbúðin var bara þriggja herbergja var systir mín í einu herbergi, hann og móðir mín í öðru og ég var á Ikea svefnsófa í holinu. Ef einhver var á ferli eftir að fólk var gengið til náða þurfti alltaf að ganga framhjá mér. Hann studdist um tíma við hækjur og þegar ég var nýsofnaður labbaði hann framhjá, lamdi hækjunum í sófann og sagði „Ég drep þig í nótt“ eða „Þú vaknar ekki í fyrra- málið.“ Skítt með það þegar hann lagði hníf að mér og reyndi að kyrkja mig. Ég komst undan því. Andlega ofbeldið var svakalegt, það var stöðug ógn og ég var alltaf skíthræddur. Mamma var oft að vinna lengi og til að ég þyrfti ekki að vera einn með honum í íbúðinni fór ég oft niður í geymslu í kjallar- anum og bara var þar. Við vorum samt oft tveir einir saman, hann í eldhúsinu og ég í stofunni. En ef ég bað hann að færa sig frá í ís- skápnum til að ég gæti náð í mjólk þá færði hann sig ekki og lét eins og hann heyrði ekki í mér.“ 26 fréttir Helgin 21.-23. mars 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.