Fréttatíminn


Fréttatíminn - 21.03.2014, Síða 70

Fréttatíminn - 21.03.2014, Síða 70
Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Aðeins þessar sýningar! Sun 23/3 kl. 20 / Sun 30/3 kl. 20 Borgarleikhúsið UPPISTAND UM KYNLÍF Í BORGALEIKHÚSINU Gísli Marteinn Baldursson leysir Sigmar Guðmundsson af og stjórnar Útvari með Þóru Arnórsdóttur um helgina.  Sjónvarp Sigmar kominn í fæðingarorlof Gísli Marteinn leysir af í Útvari Sjónvarpsþátturinn Útvar snýr aftur á dag- skrá Ríkissjónvarpsins á laugardagskvöld eftir að Gettu betur rann sitt skeið um liðna helgi. Sigmar Guðmundsson, sem alla jafna stjórnar Útvari með Þóru Arnórsdóttur, verður aftur á móti fjarri góðu gamni. Hann er kominn í fæðingarorlof. „Í stað þess að fá fastan afleysingar- félaga ákváðum við að finna Þóru nokkra vel valda karlmenn til að hlaupa í hið stóra skarð sem Simmi skilur eftir sig – einn í hvern þátt næstu fjóra þætti. Þetta verða innvígðir RÚVarar, góðkunningjar þjóðarinnar, sem þó eru sumir hverjir ekki beint hinir augljósu kandídatar í Útsvarið,“ segir Skarphéðinn Guðmundsson dagskrárstjóri. Gísli Marteinn Baldursson ríður á vaðið og verður meðstjórnandi Þóru í fyrsta þætti eftir hlé, fyrstu viðureign 8-liða úrslita á milli Reykjavíkur og Seltjarnarness. Gísli Marteinn er sem kunnugt er annálaður aðdá- andi spurningakeppna og tók tækifærinu fagnandi, að sögn Skarphéðins. Þuríður í Salnum Söngkonan Þuríður Sigurðardóttir hefur fengið til liðs við sig unga tónlistarmenn sem útsett hafa lög hennar á nýstár- legan hátt fyrir tónleika hennar í Salnum í Kópavogi á laugardag. Hljómsveitina skipa: Steingrímur Teague hljómborðs- leikari og Andri Ólafsson bassaleikari úr Moses Hightower og þeir Óskar Þormarsson trommari og Andrés Gunn- laugsson gítarleikari. Sérstakir gestir á tónleikunum verða þeir Óskar Pétursson Álftagerðisbróðir og Ómar Ragnarsson. Mest sótta íslenska óperan frá upphafi Þjóðin hefur tekið óperu Gunnars Þórðarsonar og Friðriks Erlingssonar opnum örmum og er Ragnheiður nú orðin önnur vinsælasta uppfærsla íslensku óperunnar í Hörpu. Aldrei fyrr hefur íslenskt óperuverk notið viðlíka vinsælda. Nú hafa yfir tíu þúsund miðar verið seldir á Ragnheiði. Óperan ragnheiður aðstandendur Íslandshrollvekja frumsýnd Hrollvekjan Dead Snow: Red vs. Dead er frumsýnd í íslenskum kvikmyndahúsum um helgina. Íslendingar ættu að hafa sér- staklega gaman af myndinni því blóðinu er að mestu leyti úthellt á íslenskri grund. Myndin var að mestu leyti tekin hérlendis síðasta sumar. Tökur stóðu yfir í 40 daga og fóru meðal annars fram á Reykjanesi og Eyrarbakka. Um eitt hundrað íslenskir kvikmyndagerðarmenn unnu við gerð myndarinnar. Það var Sagafilm sem hafði umsjón með verkefninu.  Hönnun Sara maría í forynju komin í Slorið Hannar akkerisboli fyrir sjómenn landsins Fatahönnuður- inn Sara María í Forynju rær á ný mið með hönnun sinni á akkerisbolum fyrir áhöfnina á togaranum Aðalsteini Jónssyni. Hún kveðst hafa verið hugfangin af hafinu alla sína ævi og er ánægð að geta sameinað þessar tvær stóru ástríður í lífi sínu. É g hef alltaf verið hugfangin af hafinu,“ segir Sara María Júlí-udóttir, hönnuður og eigandi fatamerkjanna Forynju og Vargs. Sara María vinnur nú að nýrri fata- línu sem tengist sjávarútvegi og fyrsti hluti hennar er bolur sem hún vann fyrir áhöfn Aðalsteins Jónssonar frá Eskifirði. „Afi minn átti útgerð í Sandgerði og ég var alltaf með pabba á bryggjurúnt- inum. Mig dreymdi alltaf um um að komast á sjó en fékk aldrei að fara. Reyndar dreymir mig enn um það,“ segir Sara þegar hún er spurð nánar út í tilurð þessa nýjasta verkefnis. „Einu sinni lokaði ég Forynju og fór að vinna hjá Útvegsblaðinu. Þá fór ég til dæmis á stærstu sjávarútvegssýningu í heimi. Ég hef alltaf verið hrifin af togurum og sjónum og mig hefur lengi langað til að gera eitthvað svona sem tengist sjávarútveginum.“ Kærasti Söru Maríu, Björn Gunnar Rafnsson, er kokkur á Aðalsteini Jóns- syni svo það lá beint við að prófa sig áfram með áhöfnina þar. „Daði skip- stjóri var alltaf að rukka mig um flottan akkerisbol svo við ákváðum bara að gera boli fyrir alla áhöfnina,“ segir Sara. Hún segir viðtökurnar hafa verið góðar. „Strákunum finnst þetta æði. Nú er ég byrjuð að gera samfellur á börnin og konurnar vilja fá bol með hjarta. Þetta er ógeðslega gaman,“ segir Sara sem hefur fullan hug á að gera boli fyr- ir fleiri útgerðir. Hún segir að ef fleiri útgerðir hafi áhuga verði hannaður nýr bolur fyrir þær. Sara María hefur sérhæft sig í silki- þrykki og þrykkir sjálf á efnið. Allar vörurnar eru þannig handunnar og hver flík einstök. Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Áhöfnin á Aðalsteini Jónssyni getur nú klæðst þessum flottu bolum Söru. Og börn áhafnar- meðlima geta líka fengið þessar skemmtilegu samfellur. Sara María Júlí- udóttir hefur verið hugfangin af sjónum og sjávarútvegi allt sitt líf. Hún hefur nú hannað boli fyrir áhöfn á togaranum Aðal- steini Jónssyni og kveðst reiðubúin að hanna fyrir fleiri sjómenn. 70 dægurmál Helgin 21.-23. mars 2014
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.